A-Húnavatnssýsla

Góð mæting á opna fundi um sameiningu í Austur-Húnavatnssýslu

Góð aðsókn var á opna fundi sem ráðgjafarfyrirtækið Ráðrík ehf. efndi til í Austur-Húnavatnssýslu í síðustu viku í því skyni að ræða framtíðarskipan sveitarfélaganna í sýslunni og til að kanna viðhorf íbúanna til sameiningar. Á þriðja hundrað manns sóttu fundina sem haldnir voru á sex stöðum á svæðinu.
Meira

Óslistinn á Blönduósi kynnir nýtt framboð

Óslistinn hefur tilkynnt um framboð sitt til sveitarstjórnarkosninga á Blönduósi í vor. Óslistinn er nýtt framboð sem skipaður er hópi áhugafólks um málefni sveitarfélagsins og mun hann óska eftir listabókstafnum Ó. Oddviti listans er Anna Margrét Sigurðardóttir, fyrrverandi bæjarfulltrúi, Gunnar Tr. Halldórsson skipar annað sætið og í þriðja sæti er Birna Ágústsdóttir.
Meira

Hrossaræktarfundir - Þróun ræktunarmarkmiðs og dómskala

Fagráð í hrossarækt boðar til funda um þróun og endurskoðun ræktunarmarkmiðsins og dómskalans í kynbótadómum. Hugmyndin er að kynna vinnu sem er í gangi þessa dagana við þetta verkefni og virkja fundarfólk til umræðu um málefnið. Fundur á Sauðárkróki á morgun.
Meira

Að elda handahófskennt

„Oft er gott að prófa sig áfram með eitthvað nýtt án þess að fylgja uppskrift, og er svoleiðis tilraunamennska oft stunduð hér á bæ. Svoleiðis tilraunamennska er einnig mjög hentug til þess að nýta afganga og mat sem er á síðasta snúning, eða á það til að gleymast aftast inn í ísskáp. Hafa skal þó í huga að sumar tilraunir mistakast og maður þarf að sætta sig við það að ágætis hluti afrakstursins getur orðið frekar ósmekklegur,“ sögðu Jóhannes G. Þorsteinsson og Arnfríður Hanna Hreinsdóttir á Kollafossi í Miðfirði en þau voru matgæðingar 15. tölublaðs Feykis 2016.
Meira

Gestakennsla kennara Ferðamáladeildar í Háskólanum í Suðaustur-Noregi í Bø

Guðrún Helgadóttir, prófessor við Ferðamáladeild Háskólans á Hólum, gegnir einnig um þessar mundir prófessorsstöðu í ferðamálafræði við Háskólann í Suðaustur-Noregi, (University College of Southeast Norway) í bænum Bø i Telemark, um 150 km frá Osló. Eitt af námskeiðunum sem Guðrún kennir þetta vorið heitir Nature, Culture and Guiding og fékk hún samstarfsfólk sitt á Hólum til að taka þátt í því með sér.
Meira

Fornminjasjóður styrkir Byggðasafn Skagfirðinga og Þingeyraklaustur

Á heimasíðu Byggðasafns Skagfirðinga segir frá því að á árinu hafi safnið sótt um styrki til margvíslegra verkefna s.s. úrvinnslu byggðasögu- og kirkjurannsókna síðasta áratugar, til ljósmyndunar og varðveislu safnmuna, innréttingar í geymslu, til útgáfu rits um torfrannsóknir, um Tyrfingsstaðaverkefnið/Fornverkaskólann, til fornleifarannsókna á fornum görðum í Fljótum og fleiri verkefna.
Meira

Vinnustofur um þróun á upplifun í tengslum við Norðurstrandarleið

Þriðja áfangaskýrslan um Norðurstrandarleið eða Arctic Coast Way kom út fyrr á þessu ári. Í henni er fjallað um þróun á upplifunum og er sú vinna unnin í samstarfi við breska ráðgjafarfyrirtækið Blue Sail.
Meira

Svipað veður og verið hefur - Veðurklúbburinn á Dalbæ

Þriðjudaginn 3. apríl komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar í því skini að huga að veðurhorfum í nýbyrjuðum mánuði. Fundurinn hófst kl. 13:55 og voru fundarmenn átta talsins. Í tilkynningu frá klúbbnum segir að fundarmenn hafi verið nokkuð sáttir við hvernig síðasta spá gekk eftir. Páskahretið var þó öllu minna en ráð var fyrir gert. Það er að segja á okkar svæði.
Meira

Varmahlíðarskóli sigraði í Skólahreysti

Varmahlíðarskóli var rétt í þessu að tryggja sér sigur í Norðurlandsriðli í Skólahreysti sem fram fór á Akureyri og í öðru sæti varð Grunnskólinn austan Vatna. Varmahlíðarskóli fékk 57,5 stig í keppninni en Grunnskólinn austan Vatna 47. Í þriðja sæti varð Grunnskóli Fjallabyggðar með 38,5 stig.
Meira

Sveitarstjórn Skagastrandar ályktar um nýtt strandveiðafrumvarp

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagastrandar hefur sent frá sér ályktun þar sem tilkomu nýs frumvarps atvinnuveganefndar um strandveiðar er fagnað. Í ályktuninni segir að með frumvarpinu sé leitast við að að auka öryggi, jafnræði og efla strandveiðikerfið í heild og að jákvætt sé að þar sé gert ráð fyrir auknum aflaheimildum í kerfið og litið til aukins frjálsræðis varðandi val á veiðidögum. Báðir þessir þættir muni styrkja samfélögin við Húnaflóa.
Meira