A-Húnavatnssýsla

Vorboðinn ljúfi – Kvennakóramót í Miðgarði

Næstkomandi laugardag, klukkan 16, munu norðlenskar konur í þremur kvennakórum, koma saman í Menningarhúsin Miðgarði og syngja inn vorið.
Meira

Opnir fundir um sameiningarmál

Undanfarnar vikur hafa ráðgjafar frá fyrirtækinu Ráðrík ehf. fundað með ýmsum félagasamtökum í Austur-Húnavatnssýslu og heimsótt fyrirtæki á svæðinu í því skyni að fá fram viðhorf íbúanna til sameiningar sveitarfélaganna. Í þessari viku verða haldnir opnir fundir í sýslunni þar sem farið verður yfir stöðu sveitarfélaganna og þá málaflokka sem virðast mikilvægastir hjá íbúum. Fundirnir eru haldnir með það að markmiði að allir sem vilja koma að umræðunni hafi til þess möguleika.
Meira

Ekkert Sjónhorn né Feykir í dag

Rétt er að vekja athygli á því að hvorki Sjónhorn né Feykir kemur út í þessari viku. Frétta og tilkynningaþyrstir verða því að bíða fram í næstu viku. Auglýsingar í næstu blöð þurfa að berast eigi síðar en mánudaginn 9. apríl.
Meira

Frumkvöðlakonur samtíðar hittast á Króknum

Ráðstefna fyrir frumkvöðlakonur samtíðar og framtíðar verður haldin í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Sauðárkróki 18. apríl nk. en þar verður boðið upp á fyrirtækjakynningar, fyrirlestra og örvinnustofur fyrir frumkvöðlakonur. Árangur FREE Evrópuverkefnisins verður kynntur og Sirrý Arnarsdóttir, fjölmiðlakona gefur góð ráð til frumkvöðla til að koma sér og fyrirtækinu á framfæri. Ásdís Guðmundsdóttir, verkefnastjóri hjá Vinnumálastofnun, hefur leitt verkefnið sem er samstarfsverkefni sex aðila frá fimm löndum. Auk Vinnumálastofnunar tekur Byggðastofnun þátt ásamt aðilum frá Bretlandi, Búlgaríu, Króatíu og Litháen. Feykir sendi Ásdísi spurningar og forvitnaðist um verkefnið.
Meira

Þingsályktunartillaga um heilsársveg yfir Kjöl

Þrír þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þeir Njáll Trausti Friðbertsson, Vilhjálmur Árnason og Haraldur Benediktsson hafa lagt fram til Alþingis þingsályktunartillögu þess efnis að samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra verði falið að hefja undirbúning að endurnýjun vegarins yfir Kjöl sem heilsársvegar með einkaframkvæmd. Mælst er til að ráðherra láti gera forkönnun á umhverfisáhrifum og samfélagslegum og efnahagslegum áhrifum framkvæmdarinnar, m.a. á ferðaþjónustu, byggðaþróun og náttúruvernd. Stefnt skuli að því að undirbúningi framkvæmda ljúki fyrir 1. febrúar 2019 og framkvæmdir hefjist í beinu framhaldi.
Meira

5,7 milljónir til safna á Norðurlandi vestra

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur úthlutað úr safnasjóði alls 114.770.000 kr. að fenginni umsögn safnaráðs. Hlutu söfn á Norðurlandi vestra styrki sem nema 5.750.000 kr. Alls voru veittir 88 verkefnastyrkir að heildarupphæð 90.620.000 kr. og voru þeir á bilinu 200.000 kr. upp í 3,0 milljónir króna hver. Einnig fengu 35 viðurkennd söfn rekstrarstyrki sem námu frá 600.000 kr. til 900.000 kr. en alls var 24.150.000 kr. úthlutað í rekstrarstyrki fyrir árið 2018.
Meira

Markaðskönnun fyrir Feyki

Sigfús Ólafur Guðmundsson, fyrrverandi starfsmaður Nýprents og núverandi hjá VÍS á Sauðárkróki, er að vinna lokaverkefnið sitt í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Umfjöllunarefni lokaverkefnisins er markaðsáætlun fyrir héraðsfréttablaðið Feyki.
Meira

Alvarlegt umferðarslys við Blönduós

Alvarlegt umferðarslys varð um kl.13.00 í dag skammt sunnan við Blönduós. Þar rákust saman tveir bílar sem komu úr gagnstæðum áttum. Samkvæmt Facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra voru þrír slasaðir fluttir með þyrlu landhelgisgæslunnar.
Meira

Slapp vel frá handavinnu í barnaskóla

Ásta Ólöf Jónsdóttir sagði frá handavinnunni sinni í þættinum Hvað ertu með á pjónunum? í 34. tbl. Feykis 2017. Ásta er uppalin í Óslandshlíðinni í Skagafirði og hún segir að handavinna hafi sko ekki verið í miklu uppáhald þegar hún var barn. „Ég var svo „heppin“ að handavinnukennarar voru ekki á hverju strái í sveitinni í gamla daga svo ég slapp vel frá handavinnu í barnaskóla. Ég lærði nú samt að prjóna og hekla. Mamma hefur trúlega kennt mér það. Það var ekki fyrr en ég var komin í menntaskóla sem ég fór að hafa gaman af handavinnu og fór þá meira að segja á saumanámskeið og saumaði dragtina sem ég klæddist á útskriftardaginn,“ segir Ásta þegar hún er spurð að því hvað hún hafi stundað hannyrðir lengi.
Meira

Skráning hafin á Landsmótið

„Landsmótið er nýjung fyrir alla sem hafa gaman af því að hreyfa sig. Ég sé fyrir mér að þarna geti vinahópar komið saman og skemmt sér í íþróttum, gamlir skóla- eða íþróttafélagar fá tækifæri til að rifja upp taktana í brennibolta, skokkhópar geta sprett úr spori og prófað nýjar greinar. Þarna verður einnig hefðbundin keppni í fjölda greina og um að gera að kynna sér hvað er í boði“ segir Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Ungmennafélags Íslands (UMFÍ). Í gær var opnað fyrir skráningu á Landsmótið sem verður dagana 12. – 15. júlí á Sauðárkróki.
Meira