A-Húnavatnssýsla

Breytingar framundan í stjórnun Blönduósbæjar

Um næstu mánaðamót verða breytingar á stjórnun Blönduósbæjar þegar Arnar Þór Sævarsson lætur af störfum eftir ellefu ár í starfi sveitarstjóra. Arnar tók við starfinu í október árið 2007 af Fanneyju Friðriksdóttur sem lét þá af störfum. Valgarður Hilmarsson mun taka við starfi sveitarstjóra þann 1. apríl nk.
Meira

Öflugt umferðareftirlit hjá Lögreglunni á Norðurlandi vestra

Á Facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra segir að það sem af er ári hafi mikil áhersla verið lögð á eftirlit með umferð í umdæminu. Frá áramótum hafa rúmlega 1000 ökumenn verið sektaðir fyrir of hraðan akstur sem er aukning um 650 mál en alls voru 350 ökumenn kærðir í umdæminu á sama tímabili í fyrra. Á sama tímabili hefur umferðaróhöppum fækkað um 18% í umdæminu sem skýrist að einhverju leyti af aukinni löggæslu í embættinu.
Meira

Vel heppnað æskulýðsmót hjá Neista

Æskulýðsmót Hestamannafélagsins Neista var haldið um síðustu helgi í reiðhöllinni Arnargerði. Þátttaka var góð og kepptu 14 börn í barnaflokki og níu í pollaflokki.
Meira

Styrkjum úthlutað úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða

Í dag tilkynntu Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, um úthlutun styrkja til uppbyggingar innviða og annarra verkefna á fjölsóttum stöðum í náttúru Íslands og öðrum ferðamannastöðum.
Meira

Alþjóðlegi Downs-dagurinn er í dag

Alþjóðlegi Downs-dagurinn er í dag en það var árið 2011 sem Sameinuðu þjóðirnar lýstu því formlega yfir að 21. mars væri alþjóðadagur Downs-heilkennis með það að markmiði að auka vitund og minnka aðgreiningu. Dagsetningin er táknræn þar sem hún vísar til þess að Downs-heilkenni er orsakað af aukaeintaki í 21. litningi, þ.e. þrjú eintök af litningi 21 - 21.03.
Meira

Nemendur Húnavallaskóla vinna að fullveldisverkefni

Húnavallaskóli er þátttakandi í verkefni á vegum Textílseturs Íslands sem hefur það að markmiði að auka þekkingu og innsýn nemenda í söguna, samfélagið, fullveldishugtakið og velta fyrir sér mikilvægi fullveldisins og prjónaskapar fyrir okkur Íslendinga. Jafnframt er þekking nemenda á prjóni og mikilvægi þess þjóðararfs í sögu þjóðarinnar aukin. Frá þessu er sagt á vef Húnavallaskóla.
Meira

Margir styrkir húsfriðunarsjóðs til Norðurlands vestra

Búið er að birta þau verkefni sem fengu styrk úr húsfriðunarsjóði í ár en mörg þeirra eru af Norðurlandi vestra. Fjöldi umsókna var 252, en veittir voru alls 215 styrkir. Úthlutað var 340.720.000 kr., en sótt var um styrki að upphæð tæplega 775 millj. króna. Hér fyrir neðan má sjá þau verkefni sem fengu styrk af Norðurlandi vestra.
Meira

Fimmgangurinn fer fram á Akureyri á morgun

Á morgun, miðvikudaginn 21. mars, fer fram keppni í fimmgangi í Meistaradeild KS í hestaíþróttum. Keppnin fer fram í Léttishöllinni á Akureyri og hefst klukkan 19:00. Lið Hrímnis hefur forystu í liðakeppninni en það hefur sigrað í tveimur fyrstu keppnum vetrarins.
Meira

Ásdís Brynja Jónsdóttir valin íþróttamaður USAH

Ársþing Ungmennasambands Austur Húnvetninga var haldið í gær á Húnavöllum. Á þingið mættu fulltrúar allra aðildarfélaga, utan eins, auk gesta frá UMFÍ. Í máli Rúnars A. Péturssonar, formanns USAH, kom fram að starfsemi síðasta árs var blómleg, fjölmargt var gert og mörg afrek unnin hjá félögum í USAH. Rekstur sambandsins gekk vel og má aðallega þakka það auknum tekjum af Lottói.
Meira

Mikil eftirspurn eftir vinnuaðstöðu og kennslu fyrir textílnemendur

Á vef Þekkingarsetursins á Blönduósi kemur fram að mikil eftirspurn er eftir kennslu og vinnuaðstöðu fyrir textílnemendur í Kvennaskólanum á Blönduósi en eitt af áhersluverkefnum Þekkingarsetursins og Textílsetursins síðustu árin hefur verið uppbygging náms á sviði textíl, fræðslumiðlun og efling samstarfs við innlenda og erlenda skóla.
Meira