A-Húnavatnssýsla

Marokkóskur lambapottréttur og Súkkulaði-ávaxta-rjómi Birtu

Matgæðingar vikunnar í 14. tbl. Feykis árið 2016 voru þau María Ösp Ómarsdóttir og Jónas Þorvaldsson á Skagaströnd. Þau buðu upp á girnilegar uppskriftir af Marokkóskum lambapottrétti og Nan-brauði í aðalrétt og svokallaðan Súkkulaði-ávaxta-rjóma Birtu í eftirrétt.
Meira

GLEÐILEGA PÁSKA

Feykir óskar öllum gleðilegra páska. Á Wikipedia segir að páskar, sem upphaflega kemur af hebreska orðinu pesaḥ eða pesach, þýði að „fara framhjá“, „ganga yfir“ en hafi komið inn í íslensku gegnum orðið pascha í latínu. Það er sameiginlegt heiti á einni af aðalhátíðum gyðinga og mestu hátíð í kristnum sið. Þær eigi þó fátt annað sameiginlegt.
Meira

Lögreglan biður fólk að ganga hægt um gleðinnar dyr

Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur sinnt öflugu eftirlit með umferðinni sl. viku. Mikil umferð hefur verið í embættinu og allt of mikill hraðakstur að sögn lögreglu en hún hefur haft afskipti af 322 ökumönnum og kært vegna hraðaksturs. Þessi fjöldi hraðakstursmála er eitthvað sem ekki hefur sést áður á svo skömmum tíma og hvað þá þessum árstíma.
Meira

Það væsir ekki um skíðafólk í Skagafirði

Það er hið ágætasta veður á Norðurlandi vestra í dag, reyndar skýjað en vindur lítill og hiti yfir frostmarki. Það ætti því ekki að væsa um skíðakappa sem ýmist renna sér til ánægju á skíðasvæðinu í Tindastóli eða taka þátt í árlegu skíðagöngumóti í Fljótum sem hófst nú kl. 13:00.
Meira

Harry Potter og Anna í Grænuhlíð í miklu uppáhaldi

Helga Gunnarsdóttir, kennari á Skagaströnd, svaraði spurningum í Bók-haldinu í páskablaði Feykis árið 2017. Helga bjó í Kaupmannahöfn fyrstu sjö árin en síðan á Hvanneyri og Selfossi þar til hún flutti að Akri í Austur-Húnavatnssýslu þar sem foreldrar hennar búa nú. Helga hefur gaman af ýmiss konar bókum, ekki síst ævintýrabókum, og tekur oft miklu ástfóstri við persónur þeirra.
Meira

Lóan er komin

Lóan er komin að kveða burt snjóinn, segir í tilkynningu frá Fuglavernd. Helsti vorboði Íslendinga kom á tilsettum tíma nú rétt fyrir páska en fyrstu lóurnar sáust í Flóanum í dag. Aðeins tvisvar sinnum hafa lóurnar komið seinna en 28. mars, 1999 og 2001, en meðalkomudagur þeirra 1998-2017 hefur verið 23. mars.
Meira

Opnunartími sundlauga um páskahelgina

Nú eru páskarnir framundan og margt fólk á faraldsfæti. Sundlaugarnar eru alltaf vinsælar til afþreyingar og hafa margar þeirra opið lengur þessa daga en gengur og gerist. Hér að neðan má sjá opnunartíma sundlauganna á Hvammstanga, Blönduósi og í Skagafirði:
Meira

Randsokkaðir Molduxar halda vormót sitt 12. maí

Nú er síðasti sjens að kaupa sokka til styrktar Mottumars en síðasti söludagur sokkanna er í dag, mánudaginn 26. mars. Hægt er að nálgast sokkana í mörgum verslunum landsins sem og á vefverslun Krabbameinsfélags Íslands. Körfuboltafélagið Molduxar fékk sér þessa líka æðislegu sokka og hvetur önnur félög og hópa að gera það sama.
Meira

Mjólk er góð! - Áskorandapenni - Vala Rós Ingvarsdóttir

Ég er fædd og uppalin á Skagaströnd 1966, þar var gott að alast upp, endalaus ævintýri í fjörunni á höfðanum og engar dauðar stundir hjá okkur krökkunum.
Meira

Humarsúpa Mæju og Dóra og besta brauðið

„Kristín og Eiríkur skoruðu á okkur Helga að birta hér uppskriftir. Þeir sem til okkar þekkja vita að í eldhúsinu er bara ein manneskja. Í einu. Einhver þarf að hafa ofan fyrir börnunum þremur sem eiga það til að hanga í fótleggjum foreldra sinna þegar þessi iðja er stunduð. Þegar Helgi lætur til sín taka í eldhúsinu eru hans meistaraverk makkarónugrautur, kanelsnúðar, lummur og vanillubúðingssúpa. Hann er ekki bara útlitið hann Helgi.....en að öðru,“ segir Vala Kristín Ófeigsdóttir en hún og Helgi Hrannar Traustason á Hofsósi voru matgæðingar vikunnar í 13. tbl. árið 2016.
Meira