A-Húnavatnssýsla

Lásu 729 bækur í Lestrarátaki Ævars vísindamanns

Lestrarátaki Ævars vísindamanns lauk um síðustu mánaðamót og hafði þá staðið frá 1. janúar. Þetta er í fjórða skipti sem Ævar efnir til þessa átaks og í fyrstu þrjú skiptin lásu íslenskir krakkar meira en 177 þúsund bækur. Krakkarnir skila inn lestrarmiðum með nöfnum bókanna sem þeir lesa og að átakinu loknu er dregið úr innsendum miðum og fá fimm krakkar í verðlaun að vera persónur í æsispennandi ofurhetjubók eftir Ævar sem kemur út í maí.
Meira

Kona á skjön til Akraness

Á morgun, laugardaginn 10. mars kl. 13 opnar sýningin Kona á skjön, um ævi og störf Guðrúnar frá Lundi. Sýningin var fyrst sett upp á Sauðárkróki sumarið 2017, síðan á Borgarbókasafni Reykjavíkur í janúar- mars 2018 og nú á Bókasafni Akraness. Sýningarhöfundar og hönnuðir eru þær Kristín Sigurrós Einarsdóttir, kennari og leiðsögumaður og Marín Guðrún Hrafnsdóttir, bókmenntafræðingur og langömmubarn Guðrúnar.
Meira

Helga Una og Þoka frá Hamarsey sigruðu í slaktaumatölti

Eftir skemmtilega forkeppni í slaktaumatölti í Meistaradeild KS sem haldið var í gærkvöldi leiddu þær Helga Una og Þoka frá Hamarsey með einkunnina 6,83. Þær héldu sæti sínu út alla keppnina og sigruðu glæsilega með einkunnina 7,08. Hæstu einkunn kvöldsins hlaut þó sigurvegari b-úrslita, Jóhanna Margrét en hún og hestur hennar Ömmustrákur frá Ásmundarstöðum áttu mjög góða sýningu sem skilaði þeim 7,21 og vöktu verðskuldaða athygli, eins og segir í tilkynningu frá Meistaradeildinni.
Meira

Stefnt að kosningu um sameiningu um áramót

Nú er ljóst að ekki tekst að ljúka viðræðum um sameiningu sveitarfélaganna fjögurra í Austur-Húnavatnssýslu sem staðið hafa yfir frá síðasta hausti fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor. Valgarður Hilmarsson, fulltrúi Blönduósbæjar í sameiningarnefnd sveitarfélaganna, segir í fréttum RUV í gær að fljótlega eftir að viðræður um sameiningu hófust hafi komið í ljós að að óraunhæft væri að ljúka þeim fyrir kosningar.
Meira

Veðurklúbburinn á Dalbæ býst við léttu páskahreti

Í gær, þriðjudaginn 6. mars, komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar í því skyni að huga að veðurhorfum í marsmánuði. Fundurinn hófst kl. 13:55 og voru fundarmenn sjö talsins. Að venju var farið yfir sannleiksgildi spár fyrir liðinn mánuð og útkoman að vonum góð.
Meira

Héraðsmót USAH í frjálsum íþróttum innanhúss

Héraðsmót USAH innanhús í frjálsum íþróttum verður haldið laugardaginn 17. mars næstkomandi í Íþróttamiðstöðinni á Blönduósi. Mótið er ætlað börnum sem fædd eru árin 2003-2008 og eru því á aldrinum 10-15 ára. Skráning á mótið er á staðnum og hefst klukkan 11:00 en keppni hefst stundvíslega kl. 11:10.
Meira

Úrslit frá Skagfirsku mótaröðinni - Fjórgangur og slaktaumatölt

Skagfirska mótaröðin í hestaíþróttum hóf göngu sína föstudaginn 2. mars í reiðhöllinni Svaðastaðir á Sauðárkróki með keppni í flokki V5 hjá börnum, unglingum og ungmennum; 1. og 2. flokki og T2, opnum flokki. Kvenfólkið var afar sigursælt á mótinu en þær skipuðu sigursætin í fimm flokkum af sex. Næsta mót verður haldið föstudagskvöld 9. mars og hefst klukkan 18:30. Þá er keppt í F2, ungmenna-, 1. og 2. Flokki; T7, barna-, unglinga- og opnum flokki.
Meira

Bókasafn Skagastrandar komið með aðgang að Rafbókasafninu

Bókasafn Skagastrandar er nú komið með aðgang að Rafbókasafninu sem er samstarfsverkefni Landskerfis bókasafna og Borgarbókasafns Reykjavíkur. Á vef Rafbókasafnsins segir að markmið verkefnisins sé að bjóða almenningi upp á aðgang að fjölbreyttu úrvali raf- og hljóðbóka. Rafbókasafnið er nú aðgengilegt lánþegum nær allra almenningsbókasafna á Íslandi eða 62 söfnum. Enn sem komið er eru flestar bækurnar á ensku en stefnt er að því að auka framboðið á íslensku efni sem fyrst.
Meira

Elvar Einarsson ríður á vaðið í slaktaumatöltinu

Ráslistinn fyrir slaktaumatölt í Meistaradeild KS er tilbúinn en mótið verður haldið í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki næstkomandi miðvikudagskvöld og hefst kl 19:00. „Ráslistinn lítur vel út, mikið af sterkum hrossum þar á meðal tvö hross sem voru í úrslitum á síðasta íslandsmóti,“ segir í tilkynningu frá mótsnefnd. Húsið opnar kl 18:00 og að vanda verða seldar veitingar í reiðhöllinni svo fólk er hvatt til að mæta snemma.
Meira

Vel heppnað Ísmót á Svínavatni

Þokkadís frá Kálfhóli 2 var valin glæsilegasti hestur Ísmótsins á Svínavatni sem fram fór um helgina en hún stóð uppi sem sigurvegari í A-flokki ásamt knapa sínum, Viggó Sigurðssyni. Á heimasíðu mótsins segir að mótið hafi verið vel heppnað enda veður og færi með ágætum og fjöldi áhorfenda.
Meira