Lásu 729 bækur í Lestrarátaki Ævars vísindamanns
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
09.03.2018
kl. 14.28
Lestrarátaki Ævars vísindamanns lauk um síðustu mánaðamót og hafði þá staðið frá 1. janúar. Þetta er í fjórða skipti sem Ævar efnir til þessa átaks og í fyrstu þrjú skiptin lásu íslenskir krakkar meira en 177 þúsund bækur. Krakkarnir skila inn lestrarmiðum með nöfnum bókanna sem þeir lesa og að átakinu loknu er dregið úr innsendum miðum og fá fimm krakkar í verðlaun að vera persónur í æsispennandi ofurhetjubók eftir Ævar sem kemur út í maí.
Meira