A-Húnavatnssýsla

Líf og fjör í Vörusmiðjunni

Nemendur Farskóla Norðurlands vestra, sem sækja námskeiðið Beint frá býli, komu í heimsókn í Vörusmiðju BioPol á Skagaströnd í síðustu viku. Ástæða heimsóknarinnar var að hluti af námskeiðinu fer fram í Vörusmiðjunni. Í þessari heimsókn var framkvæmd sýnikennsla þar sem leiðbeinandinn Páll Friðriksson fór í gegnum nokkra þætti matvælavinnslu t.d. fars- og pylsugerð.
Meira

Mennta- og menningarmálaráðuneytið mun styðja við sjálfstæði háskóla

Bjarni Jónsson, varaþingmaður Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi, sendi fyrirspurn á Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, um stöðu og sjálfstæði háskóla á landsbyggðinni. Vildi hann fá að vita hvort ráðherra hyggist beita sér fyrir því að eyða óvissu sem ríkt hefur undanfarin ár um stöðu og sjálfstæði Háskólans á Hólum, Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri og Háskólans á Bifröst og styrkja og tryggja starfsemi þeirra þannig að þeir geti vaxið í heimabyggðum sínum. Einnig spurði Bjarni hvort ráðherra ætli sér að beita sér fyrir því að tryggja áframhaldandi sjálfstæði þessara háskólastofnana og uppbyggingu þeirra?
Meira

Nemandi í Höfðaskóla hlaut viðurkenningu í smásagnasamkeppni FEKÍ

Snæfríður Dögg Guðmundsdóttir, nemandi í 10. bekk Höfðaskóla á Skagaströnd, vann nýverið til verðlauna í smásagnasamkeppni Félags enskukennara á Íslandi (FEKÍ) fyrir sögu sína, Dreams, og tók hún við viðurkenningu úr hendi Elizu Reid, forsetafrúar, á Bessastöðum sl. fimmtudag.
Meira

Lista- og menningarráðstefna og námskeið fyrir unglinga í verkefna- og viðburðastjórnun

Í lok apríl verður haldin á Blönduósi lista- og menningarráðstefnan Hérna!Núna! og er hún ætluð fyrir lista- og handverksmenn á Norðurlandi vestra. Hún verður haldin í Gömlu kirkjunni á Blönduósi, dagana 27. - 28. apríl. Markmið ráðstefnunnar er að aðilar úr lista- og menningarsamfélaginu hittist, kynnist og geti sagt frá og sýnt list sína og að vekja athygli á þeirri vinnu sem unnin er á svæðinu á sviði lista og menningar. Frá þessu er greint á vef Þekkingarsetursins á Blönduósi.
Meira

Stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Kattarauga i Vatnsdal

Fulltrúar Umhverfisstofnunar, Húnavatnshrepps og landeigenda Kornsár 2 í Vatnsdal hafa undanfarið unnið að gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir náttúruvættið Kattarauga og hefur hún verið lögð fram til kynningar. Er áætluninni ætlað að vera stefnumótandi skjal og hugsuð sem stjórntæki til að móta framtíðarsýn svæðisins. Markmiðið með gerð hennar er að leggja fram stefnu um verndun Kattarauga og það hvernig verndargildi svæðisins verði best viðhaldið þannig að sem mest sátt ríki um.
Meira

Telja verðmun afurðastöðvanna óásættanlegan

Á almennum félagsfundi í Félagi sauðfjárbænda í Austur-Húnavatnssýslu sem haldinn var á Blönduósi þann 25. febrúar síðastliðinn var skorað á stjórn SAH Afurða ehf. að bæta innleggjendum sauðfjárafurða upp þann mikla mun sem var á verði þeirra og annarra afurðastöðva haustið 2017.
Meira

Höfðaskóli sigurvegari í Framsagnarkeppni grunnskólanna í Húnavatnsþingi

Klara Ósk Hjartardóttir, nemandi í Höfðaskóla á Skagaströnd, bar sigur úr býtum í Framsagnarkeppni grunnskólanna í Húnavatnsþingi sem haldin var á Skagaströnd í síðustu viku. Þar spreyttu nemendur skólanna fjögurra í Húnavatnssýslum, Grunnskóla Húnaþings vestra, Húnavallaskóla, Blönduskóla og Höfðaskóla, sig í vönduðum upplestri og átti hver skóli þrjá fulltrúa í keppninni.
Meira

Humar, tómatsúpa og frönsk súkkulaðikaka

Matgæðingar vikunnar í 9. tbl. ársins 2016 voru Hrönn Dís Ástþórsdóttir og Ævar Baldvinsson. Hrönn starfar á leikskólanum Barnabóli og Ævar er eigandi fyrirtækisins Dimension of Sound. Þau hafa verið búsett á Skagaströnd í tvö ár. „Við völdum þessar uppskriftir því okkur þykir þær góðar og er gaman að matreiða þær. vonum að þið getið notið þeirra með okkur.“
Meira

Svo kemur febrúar

Áskorandapenninn – Þóra Margrét Lúthersdóttir Forsæludal
Meira

Ekki stætt á öðru en styðja ÍA

Þingmaðurinn - Guðjón S. Brjánsson Guðjón S. Brjánsson er 6. þingmaður Norðvesturkjördæmis og situr fyrir Samfylkinguna. Hann býr á Akranesi, kvæntur Dýrfinnu Torfadóttur gullsmið og sjónfræðingi, og eiga þau tvo uppkomna syni og fimm barnabörn. Guðjón er með félagsráðgjafapróf frá Noregi, stjórnunarnám í Bandaríkjunum og masterspróf í lýðheilsufræðum frá Svíþjóð (MPH). Áður en Guðjón settist á þing 2016 starfaði hann sem forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vesturlands.
Meira