A-Húnavatnssýsla

Nýr sorptroðari í Stekkjarvík

Norðurá bs. sem rekur urðunarstaðinn Stekkjarvík við Blönduós fékk afhentan nýjan sorptroðara núna í lok febrúarmánaðar. Troðarinn er af gerðinni Bomag BC772 RS-4 og er tæp 40 tonn að þyngd. Í honum er mótor af gerðinni Mercedes Benz, OM471LA. 340kw og kemur hann til með að auka afköst..
Meira

Lasanja fyrir öll tilefni og uppáhalds ísinn

„Okkur finnst mjög gaman að fá gesti í mat en skipuleggjum það sjaldnast með löngum fyrirvara og gerum mjög lítið af því að halda veislur eða fín matarboð. Þegar við fáum matargesti er yfirleitt minni hlutinn af þeim fullorðinn og stundum töluvert margir í einu. Þess vegna eldum við mjög oft lasanja.
Meira

Aldrei gefast upp verður Battleline í kvöld

Úrslitakvöld Söngvakeppni Sjónvarpsins fer fram í Laugardalshöllinni í kvöld og kemur þá í ljós hverjir verða fulltrúar Íslands í Júróvisjón í Lissabon í Portúgal. Þar munu Íslendingar keppa í undankeppninni þann 8. maí en aðalkvöld Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva verður svo laugardaginn 12. maí nk.
Meira

Það er búið að fylla á tankinn

Ef einhvern vantar lesefni yfir helgina (eða í framtíðinni) þá tilkynnist það hér með að búið er að fylla á Feykistankinn dágóðum skammti af Rabb-a-babbi og Tón-lyst. Um er að ræða efni sem birst hefur í pappírsútgáfu Feykis síðasta eitt og hálfa árið eða svo og gæti mögulega glatt einhverjar leitandi sálir.
Meira

Svínavatn 2018 á morgun

Ísmót hestamanna á Svínavatni verður haldið laugardaginn 3. mars og hefst stundvíslega klukkan 12 á B-flokki, síðan kemur A-flokkur og endað er á tölti. Úrslit verða riðin strax á eftir hverri grein. Ráslistar, aðrar upplýsingar og úrslit þegar þar að kemur eru birtar á heimasíðu mótsins is-landsmot.is
Meira

Rúnar Þór safnar fyrir ferð á slóðir Lord of the Rings

Rúnar Þór Njálsson frá Blönduósi á sér þann draum að ferðast á vit ævintýra, alla leið til Nýja-Sjálands í 14 daga skoðanatúr og bralla ýmislegt tengt sagnaveröld Lord of the Rings. Rúnar Þór er 26 ára gamall og bundinn hjólastól en hann fæddist þremur mánuðum fyrir tímann, aðeins 4 merkur/1kg og er með CP fjórlömun. Til þess að geta fjármagnað drauminn hefur hann stofnað fjámögnunarsíðu á netinu en ferðin fyrir hann og aðstoðarfólk kostar um 27.000, evrur.
Meira

Mette Mannseth og Karl frá Torfunesi sigruðu í gæðingafiminni

Fyrsta mót Meistaradeildar KS var haldið á Sauðárkróki í gærkvöldi þar sem keppt var í gæðingafimi. Í forkeppni sáust margar ágætar sýningar og nokkuð fjölbreyttar útfærslur. Þær bestu voru mjög góðar og skemmtilegar áhorfs, segir í tilkynningu frá Meistaradeildinni. „Það er ljóst að ef knapar koma vel undirbúnir til leiks þá er þessi keppnisgrein mjög svo áhorfendavæn. Þar þarf allt að spila saman, góð útfærsla æfinga, góður hestur og síðast en ekki síst góð tónlist sem hæfir.“
Meira

Spurningakeppni í Borgarbókasafninu um fólkið í Hrútadal og skapara þess

Þeir eru ófáir sem hafa rennt sér í gegnum bækur skagfirska rithöfundarins Guðrúnar frá Lundi og sumir jafnvel með flest á hreinu varðandi sögurnar. Nú gefst þeim hinum sömu tækifæri til að láta ljós sitt skína því í dag fer fram spurningakeppni þar sem spurt verður úr verkum Guðrúnar í Borgarbókasafninu / Menningarhúsi Grófinni í Reykjavík fyrir sunnan í dag.
Meira

Framtíðaruppbygging við Þrístapa

Sveitarstjórn Húnavatnshrepps samþykkti á síðasta fundi sínum að auglýsa eftir ráðgjafa eða ráðgjafafyrirtæki til að starfa með sveitarfélaginu að framtíðaruppbyggingu á Þrístöpum og gestastofu sem staðsetja á í nágrenni við Þrístapa.
Meira

Síðdegissamkomur í Húnabúð í Skeifunni í mars

Húnvetningafélagið, U3A og Sögufélagið Húnvetningur hafa undanfarna vetur staðið saman að fundaröð í Húnabúð í Skeifunni 11 í Reykjavík. Fundirnir hefjast á morgun, 1. mars klukkan 17:00 og verða þrjá fimmtudaga í röð.
Meira