feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
23.02.2018
kl. 15.47
Miðvikudaginn 21. febrúar sl. voru veittir styrkir úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra við athöfn í félagsheimilinu Húnaveri, Húnavatnshreppi. Alls bárust 107 umsóknir þar sem óskað var eftir 200 milljónum króna í styrki. Sjötíu styrkir voru veittir til 54 aðila að upphæð tæpar 55,6 millj. kr. Við sama tækifæri voru einnig veittir styrkir úr Atvinnu- og nýsköpunarsjóði Norðurlands vestra. Níu umsóknir bárust þar sem óskað var eftir 73 milljónum króna í styrki. Styrkir voru veittir til þriggja aðila, samtals að upphæð 14,6 millj. kr.
Meira