A-Húnavatnssýsla

Dreifnám í Austur-Húnavatnssýslu kynnt

Næstkomandi fimmtudag, þann 1. mars klukkan 17:00 verður haldin kynning á Dreifnámi í Austur-Húnavatnssýslu í húsnæði Dreifnámsins að Húnabraut 4 á Blönduósi.
Meira

Gæðingafimi Meistaradeildar KS nk. miðvikudag

Stjórn Meistaradeildar Norðurlands í hestaíþróttum hefur sett fyrsta mót á nk. miðvikudag en því hafði verið frestað vegna veðurs. fyrir fyrsta mót meistaradeildar KS sem haldið verður á miðvikudaginn. Húsið opnar kl 18:00 en setning deildarinnar hefst kl 18:30. Seldar verða veitingar í reiðhöllinni fyrir mót.
Meira

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Norðurlands vestra

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Norðurlands vestra verður haldinn á Hótel Blöndu á Blönduósi miðvikudaginn 28. febrúar og hefst hann klukkan 15:00. Dagskrá fundarins hefst með venjulegum aðalfundarstörfum en að þeim loknum verða fluttir fyrirlestrar og í framhaldi af þeim verða pallborðsumræður um málefnin.
Meira

Stólarnir æfa körfu á Hvammstanga í kvöld

Í kvöld mun Dominos-deildar lið Tindastóls í körfubolta heimsækja Hvammstanga og halda þar æfingu á nýja parketinu í íþróttahúsinu. Æfingin fer fram fyrir opnu húsi og eru allir áhugasamir á svæðinu hvattir til að mæta og verða vitni af því hvernig Maltbikarmeistararnir æfa.
Meira

Skráning á Svínavatn 2018

Ísmótið Svínavatn 2018 verður haldið laugardaginn 3. mars. Í fréttatilkynningu frá hestamannafélaginu Neista segir að ísinn sé afbragðs góður og að vel líti út með veður og færi.
Meira

Kláraði peysufötin fyrir fimmtugsafmælið

Handavinnukonan Hlíf Sumarrós Hreinsdóttir á Sauðárkróki sagði frá broti af handavinnunni sinni í þættinum Hvað ertu með á prjónunum? í 30. tölublaði Feykis 2017. Hún hefur verið afkastamikil handverkskona, allt frá því hún prjónaði fyrsta skylduverkið sitt í barnaskóla og um fermingu tók hún þá ákvörðun að sauma á sig íslenskan búning fyrir fimmtugt. Hún stóð við það og á sjáum við afraksturinn á einni myndanna sem fylgja.
Meira

Skyrtertan tilvalin fyrir tímanauma bændur

Matgæðingar vikunnar í 7. tölublaði Feykis árið 2016 voru bændurnir Guðrún Eik Skúladóttir og Óskar Már Jónsson á Tannstaðabakka í Hrútafirði sem buðu upp á Tex Mex hakkrétt í aðalrétt og skyrköku í eftirrétt. „Skyrtertan er tilvalin fyrir tímanauma bændur að útbúa og hakkrétturinn slær alltaf í gegn,“ segir Guðrún.
Meira

Sjötíu milljónir í styrki á árinu 2018

Miðvikudaginn 21. febrúar sl. voru veittir styrkir úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra við athöfn í félagsheimilinu Húnaveri, Húnavatnshreppi. Alls bárust 107 umsóknir þar sem óskað var eftir 200 milljónum króna í styrki. Sjötíu styrkir voru veittir til 54 aðila að upphæð tæpar 55,6 millj. kr. Við sama tækifæri voru einnig veittir styrkir úr Atvinnu- og nýsköpunarsjóði Norðurlands vestra. Níu umsóknir bárust þar sem óskað var eftir 73 milljónum króna í styrki. Styrkir voru veittir til þriggja aðila, samtals að upphæð 14,6 millj. kr.
Meira

Mótmæla lágu afurðaverði

Aðalfundur Fjárræktarfélags Sveinsstaðahrepps var haldinn á Blönduósi þann 19. febrúar síðastliðinn. Á fundinum var samþykkt ályktun þar sem aðalfundurinn mótmælir harðlega því verði sem SAH-afurðir greiddu fyrir sauðfjárafurðir síðastliðið haust og skorar á fyrirtækið að greiða sambærilegt verð og aðrar afurðastöðvar gera.
Meira

Opið hús í listamiðstöðinni Nesi í dag

Listamiðstöðin Nes á Skagaströnd verður með opið hús í dag, föstudag 23. febrúar. Þar munu þeir átta listamenn sem hafa dvalið í miðstöðinni þennan mánuðinn sýna verk sín sem eru af ýmsum toga, s.s. málverk, útsaumur, teikningar og ljósmyndir.
Meira