A-Húnavatnssýsla

Skorað á ráðherra og þingmenn að bregðast við

Byggðarráð Blönduóss fjallaði um erfiða stöðu sauðfjárbænda á fundi sínum í gær og tekur í sama streng og sveitarstjórn Húnavatnshrepps og byggðarráð Húnaþings vestra sem einnig hafa lýst yfir þungum áhyggjum af því hvert stefnir.
Meira

Júdóhelgi í Skagafirði

Helgina 11. til 13. ágúst síðastliðinn tók Júdódeild Tindastóls á móti gestum frá Linköping og Stokkhólmi í Svíþjóð, Júdódeild Ármanns í Reykjavík og júdófélögum á Norðurlandi. Um var að ræða framhald af heimsókn Júdódeildar Ármanns og Júdódeildar Tindastóls til júdófélagsins Linköping Judo í Svíþjóð frá því í fyrrasumar. Að þessu sinni voru það Svíarnir sem komu til Íslands og auk júdófólks frá Linköping bættust við iðkendur úr júdófélaginu IK Södra Judo frá Stokkhólmi. Samtals tuttugu krakkar og fjórtán fullorðnir.
Meira

Sigur, tap og jafntefli um helgina

Það var mikið um að vera á fótboltasviðinu um helgina hjá meistaraflokksliðunum á Norðurlandi vestra. Tindastóll krækti í dýrmæt stig með stórsigri á Hetti og kom sér þar með í 7. sæti 2. deildar með 21 stig, jafnmörg og Höttur sem er sæti neðar með lakara markahlutfall. Stólastelpur þurftu að lúta í lægra haldi fyrir Víkingi Ólafsvík og eru í bullandi fallhættu, Kormákur/Hvöt tapaði líka gegn Árborg en Drangey lék tvo leiki og náði fjórum stigum úr þeim.
Meira

Ályktað um sjókvíaeldi á norskum laxi

Sveitarstjórn Húnavatnshrepps hefur sent frá sér ályktun þar sem hún lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum um stórfellt eldi frjórra norskra laxa við strendur landsins þar sem ljóst sé að slíkt eldi geti haft margvísleg neikvæð áhrif á villta stofna silunga og laxa. Erfðablöndun sé þó þeirra alvarlegust.
Meira

Framleiðsla á mann er hvergi minni en á Norðurlandi vestra

Þróunarsvið Byggðastofnunar, í samvinnu við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, hefur gefið úr skýrsluna Hagvöxtur landshluta 2008-2015 og er þetta í áttunda skipti sem slík skýrsla er unnin. Nokkrar af helstu niðurstöðum skýrslunnar eru að hagvöxtur á tímabilinu mældist 3% á höfuðborgarsvæðinu en 6% utan þess. Framleiðsla jókst mest á Suðurnesjum, Norðurlandi eystra og Suðurlandi. Lítill vöxtur var á Austurlandi og Norðurlandi vestra og að á Vestfjörðum dróst framleiðsla saman.
Meira

Humarsúpa ala Áslaug og Oreo ostakaka

Matgæðingar Feykis í 32. tölublaði ársins 2015 voru þau Áslaug Ottósdóttir og Sigurður Sverrir Ólafur Hallgrímsson frá Skagaströnd. Þau sendu inn girnilegar uppskriftir; humarsúpu að hætti Áslaugar í forrétt, beikon- og piparostafylltan hamborgara í aðalrétt, ásamt uppskrift af heimagerðu hamborgarabrauði, og loks Oreo ostaköku í eftirrétt.
Meira

Mældur á 162 km hraða á milli Sauðárkróks og Varmahlíðar

Það var mikið um að vera Lögreglunni á Norðurlandi vestra síðastliðna viku samkvæmt fésbókarsíðu embættisins en þar hafa umferðarmál komið mikið við sögu. Alls voru 152 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur og var sá hraðasti mældur á 162 km/klst á milli Sauðárkróks og Varmahlíðar þar sem hámarkshraði er 90.
Meira

Meiri endurbætur við sundlaugina á Skagaströnd en upphaflega var áætlað

Á fundi sveitarstjórnar Skagastrandar í vikunni gerði sveitarstjóri grein fyrir stöðu framkvæmda ársins og hvernig verk hafa gengið og staðist kostnaðaráætlanir. Þar kom fram að kostnaður við endurbætur á Sundlaug Skagastrandar hefur farið langt fram úr áætlun sem skýrist af því að ráðist var í mun meiri endurbætur en ráð var fyrir gert í upphafi.
Meira

Voru í næsta nágrenni við hryðjuverkin í Barcelona

Hjónin Líney Árnadóttir og Magnús Jósefsson i Steinnesi í Austur-Húnavatnssýslu voru stödd rétt við Römbluna í Barcelona þegar mannskæð hryðjuverkaárás var gerð þar seinni partinn í gær. Rætt var við Líneyju í Sídegisútvarpinu á Rás 2 í gær. „Við vorum kannski svona 100 metrum frá þessu,“ sagði Líney en þau hjónin voru á gangi á götunni Carrer de la Boqueria í gotneska hverfinu á leið að markaði sem er á torgi á horni götunnar og Römblunnar. „Við vorum alveg að koma á torgið þegar við heyrum hróp og öskur og ískur í bílnum og skelfileg vein,“ segir Líney. Þau hjónin tóku til fótanna og hlupu í átt frá Römblunni ásamt hópi fólks sem flýði í dauðans ofboði.
Meira

Hætta á stórfelldri byggðaröskun

Sveitarstjórn Húnavatnshrepps samþykkti á fundi sínum í gær ályktun vegna lækkunar á afurðaverði til sauðfjárbænda í komandi sláturtíð og lýsir yfir þungum áhyggjum. „Verði boðaðar verðlækkanir á afurðaverði til sauðfjárbænda nú í haust að veruleika er rekstrargrundvöllur sauðfjárbúa í landinu algerlega brostinn. Afleiðingarnar verða, hrun í búgreininni og í framhaldi af því stórfelld byggðaröskun“.
Meira