A-Húnavatnssýsla

Lilja Rafney vill ræða erfiða stöðu sauðfjárbænda

Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður fyrir Vinstri hreyfinguna – grænt framboð í Norðvesturkjördæmi, hefur farið þess á leit við formann atvinnuveganefndar að boðað verði til fundar í nefndinni við fyrsta tækifæri til að ræða erfiða stöðu sauðfjárbænda sem til er komin vegna yfirlýsinga um lækkun afurðaverðs til þeirra nú í haust.
Meira

Skagfirðingar prúðastir á Unglingalandsmóti

Unglingalandsmóti UMFÍ var slitið í gærkvöldi eftir vel heppnaða helgi á Egilsstöðum. Þegar keppni lauk í kökuskreytingum, sem var vel sótt, tóku við tónleikar kvöldvökunnar með Hildi, Mur Mur og Emmsjé Gauta. Að því loknu tóku við hefðbundin mótsslit ásamt flugeldasýningu á Vilhjálmsvelli. Á mótsslitunum gengu fulltrúar UÍA sem komið hafa að Unglingalandsmótinu fram á völlinn og þökkuðu mótsgestir fyrir sig. Á heimasíðu UMFÍ segir að mótið hafi tekist mjög vel á allan hátt, keppendur og mótsgestir hafi verið til fyrirmyndar. Frábær stemning var hjá öllum fjölskyldum á tjaldstæðum og voru götur bæjarins skínandi hreinar alla mótahelgina.
Meira

Rækjukokteill og sjávarréttasúpa

Matgæðingar vikunnar í 31. tölublaði Feykis árið 2015, þau Andri Jónsson og Þórunn Inga Kristmundsdóttir frá Hvammstanga, buðu lesendum upp á girnilegar þrírétta uppskriftir með sjávarréttaþema; rækjukokteil í forrétt, sjávarréttasúpu í aðalrétt og heimatilbúinn ís í eftirrétt.
Meira

Góð stemning á Unglingalandsmóti

Tuttugasta Unglingalandsmót UMFÍ var sett formlega á Vilhjálmsvelli í gærkvöldi að viðstöddu fjölmenni. Athöfnin fór fram með hefðbundnum hætti þar sem keppendur gengu fylktu liði inn á völlinn, hver með sínu félagi. Flutt voru ávörp, m.a. Kristján Þór Júlíusson mennta- og menningarmálaráðherra og forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson en hann fékk hjálp hjá ungri snót sem las með honum úr gömlum fréttum af frægum köppum, þeim Vilhjálmi Einarssyni og Hreini Halldórssyni.
Meira

Vel tekið á móti Moniku

Bókin Konan i dalnum og dæturnar sjö er í öðru sæti á metsölulista Eymundsson í dag og greinilegt að þessi merka ævisaga á enn fullt erindi við þjóðina. Bókin kom fyrst út árið 1954 en hér segir Guðmundur G. Hagalín magnaða hetjusögu Moniku Helgadóttur sem var ekkja og einstæð móðir 8 barna í skagfirskum afdal. Hún hafði á þessum tíma hlotið Fálkaorðu forseta Íslands fyrir dugnað sinn og þrautseigju.
Meira

Brotist inn í fyrirtæki, sumarhús, heimili og bíla

Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur haft í nógu að snúast það sem af er sumri og hafa fjölmargir ökumenn verið stöðvaðir fyrir of hraðan akstur. Í fyrradag tókst svo lögreglunni að hafa hendur í hári þremenninga sem farið höfðu með ránshendi um héraðið og brotist inn í að minnsta kosti sjö fyrirtæki, sumarhús og heimili ásamt því að stela í það minnsta fjórum bifreiðum. Í einhverjum tilvikanna stóðu lyklarnir í kveikjulásnum þannig að verknaðurinn hefur verið nokkkuð auðveldur fyrir afbrotamennina. Frá þessu er sagt á Facebook síðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra.
Meira

Ertu á leið á Unglingalandsmót? – Hér eru tjaldstæðin

Mótsstjórn Unglingalandsmóts UMFÍ opnaði í Egilsstaðaskóla á Egilsstöðum klukkan 18 í gær (miðvikudag) og geta þar þátttakendur á mótinu náð í mótsgögn og annað nauðsynlegt fylgiefni, svo sem mótadagskrá og Skinfaxa, tímarit UMFÍ. Á meðal fylgigagna eru armbönd sem þátttakendur þurfa að setja á sig til að geta tekið þátt í keppnum á Unglingalandsmótinu um verslunarmannahelgina.
Meira

Mikið fjör á Náttúrubarnahátíð á Ströndum

Náttúrubarnahátíð á Ströndum var haldin í fyrsta skipti um helgina af Náttúrubarnaskólanum sem starfar á Sauðfjársetrinu í Sævangi. Óteljandi uppákomur tengdar útivist og listum voru á dagskránni og fróðleik miðlað um ýmislegt tengt náttúrunni, bæði hvernig má nýta hana í skapandi og skemmtilegum verkefnum og einnig hvernig má vernda umhverfi og náttúru. Á hátíðina mættu alls hátt í 200 náttúrubörn víða af landinu og á öllum aldri, frá nokkurra mánaða aldri og upp í 80 ára.
Meira

Veður í ágúst verði svipað og í júlí

Í gær, þriðjudaginn 1. ágúst, komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar, eftir sumarleyfi. Engin spá var gefin út fyrir júlímánuð en eins og flestir muna var einmuna veðurblíða síðari hluta þess mánaðar. Fundurinn hófst kl. 13:55 og voru fundarmenn 14 talsins. Fundi lauk kl. 14:20.
Meira

Skráningu á Unglingalandsmót lýkur í kvöld

Unglingalandsmót UMFÍ fer fram á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina og búast keppnishaldarar við um og yfir 1.000 keppendum á aldrinum 11-18 ára ásamt foreldrum og forráðamönnum þeirra. Alls er gert er ráð fyrir allt að 10.000 gestum í bænum frá öllu landinu á meðan mótið fer fram dagana 4.- 6. ágúst og spáir Veðurstofa Íslands úrvals keppnisveðri, þurrki og logni.
Meira