A-Húnavatnssýsla

Vörusmiðja BioPol kynnir aðstöðu fyrir frumkvöðla og framleiðendur

Kynningarfundir vegna starfsemi Vörusmiðju BioPol á Skagaströnd fara fram í næstu viku en smiðjan hefur öll tilskilin leyfi til matvælaframleiðslu. Leyfilegt er þó að vinna með fleira en matvæli s.s. öll hráefni til olíugerðar, í snyrtivörur og eða sápur. Smiðjan mun taka til starfa innan tíðar.
Meira

Snjólaug María Íslandsmeistari

Snjólaug María Jónsdóttir, félagi í Skotfélaginu Markviss, endurheimti um síðustu helgi Íslandsmeistaratitil kvenna í Skeet á Íslandsmeistaramóti sem fram fór á skotíþróttasvæti Skotíþróttafélags Suðurlands við Þorlákshöfn. Snjólaug er handhafi beggja Íslandsmeistaratitlanna í haglagreinum þetta árið en fyrr í sumar vann hún titilinn í Nordisk Trap þar sem hún setti jafnframt Íslandsmet. Er þetta í fyrsta sinn sem sami handhafi er að titlum í báðum greinum. Þetta er sannarlega glæsilegur árangur hjá Snjólaugu.
Meira

Mikil blessun fylgdi Hólahátíð í ár

Hólahátíð fór fram um liðna helgi og var hún tileinkuð 500 ára afmæli Marteins Lúthers, með áherslu á siðbót í samtíð. Hátíðardagsskrá setti Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup í Auðunarstofu á föstudaginn en meðal dagsskráliða má nefna þátttökugjörninginn Tesur á Hólahátíð, sem fór fram alla helgina og Tón-leikhúsið á sunnudeginum. Þá lagði hópur fólks upp í Pílagrímsgöngu á laugardagsmorgni frá Gröf á Höfðaströnd, eftir Hallgrímsveginum að Hóladómkirkju.
Meira

Gaman að gefa Íslandsvettlingana til Bandaríkjanna

Prjóna- og handverkskonan Helga Dóra Lúðvíksdóttir á Sauðárkróki sagði frá handavinnunni sinni í 26. tölublaði Feykis á þessu ári. Hún byrjaði ung að prjóna og gafst ekki upp þótt lykkjurnar sætu stundum fastar á prjónunum. Hún hefur líka gaman af mörgu öðru handverki eins og til dæmis steinakörlum og -kerlingum sem hún hefur unnið mikið með.
Meira

Alvarlegur byggðavandi í vændum

Íslenskir sauðfjárbændur horfa fram á þriðjungs lækkun á afurðaverði í haust, í kjölfar nærri 10% lækkunar á síðasta ári. Þessar lækkanir munu koma harkalega niður á sveitum landsins og bitna sérstaklega á yngri bændum. Bændur hafa þegar lagt út í nánast allan kostnað við lambakjötsframleiðslu haustsins og lækkun á afurðaverði er því hrein og klár launalækkun. Þessi launalækkun er 1.800 milljónir króna fyrir stéttina í heild ef hún gengur eftir sem horfir og bætist þá við 600 milljónir sem bændur tóku á sig í fyrra.
Meira

Kristján Bjarni sækir um skólameistara- og rektorsstöðu syðra

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur upplýst hverjir sóttu um stöður skólameistara Fjölbrautaskólans við Ármúla og rektors Menntaskólans í Reykjavík. Kristján Bjarni Halldórsson, áfangastjóri við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, er á meðal þeirra.
Meira

Íslandsmeistaramót í hrútaþukli á Ströndum

Það verður sannkölluð stórhátíð í Sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum sunnudaginn 20. ágúst. Þá verður í fimmtánda skipti haldið Íslandsmeistaramót í hrútadómum og hefst skemmtunin kl. 14. Þessi íþróttagrein sem í daglegu tali er kölluð hrútaþukl er uppfinning Strandamanna og hefur verið haldin árlega á Sauðfjársetrinu frá árinu 2003. Á síðasta ári mættu um 500 manns til að horfa á keppnina og yfir 70 tóku þátt.
Meira

Ragna Fanney ráðin leikskólastjóri Barnabæjar á Blönduósi

Á síðasta fundi fræðslunefndar Blönduósbæjar var ákveðið að ráða Rögnu Fanney Gunnarsdóttir frá Sauðárkróki í starf Leikskólastjóra í leikskólanum Barnabæ Blönduósi til eins árs. Leikskólastjóri til fjölda ára, Jóhanna Jónasdóttir, óskaði eftir árs leyfi frá starfi og byrjar það nú í ágúst að loknu sumarfríi.
Meira

Æfingabúðir í júdó í Varmahlíð um helgina

Næstkomandi helgi, 11. til 13. ágúst, verða haldnar æfingabúðir í júdó í íþróttahúsinu í Varmahlíð. Búist er við yfir sextíu júdóiðkendum frá Linköping og Stokkhólmi í Svíþjóð, Júdódeild Ármanns í Reykjavík, Pardusi á Blönduósi, Draupni á Akureyri ásamt Júdódeild Tindastóls. Leiðbeinendur verða m.a. Yoshihika Iura 8. dan og Ann Löf 6. dan, sem búa bæði yfir mikilli þekkingu og reynslu í íþróttinni.
Meira

Hátíð tileinkuð 500 ára afmæli Marteins Lúthers

Hólahátíð 2017 fer fram föstudag til sunnudags, 11. -13. ágúst og verður hátíðin tileinkuð 500 ára afmæli Marteins Lúthers, með áherslu á siðbót í samtíð. Hátíðardagsskrá verður sett af Solveigu Láru Guðmundsdóttur, vígslubiskup í Auðunarstofu á föstudaginn kl.17:00. Á dagsskrá má helst nefna þátttökugjörninginn Tesur á Hólahátíð, sem fer fram alla helgina og Tón-leikhúsið á sunnudeginum kl. 11:00.
Meira