A-Húnavatnssýsla

Miðsumarssýningu Hólum - framlengdur skráningarfrestur

Ákveðið hefur verið að lengja skráningarfrest á miðsumarssýninguna á Hólum og opið verður fyrir skráningu til miðnættis á morgun þriðjudagsins 18. júlí. Miðsumarsýningar verða á tveimur stöðum, á Hólum í Hjaltadal og á Gaddstaðaflötum og fara fram dagana 24.-28. júlí. Á kynbótasýningum sem haldnar voru í vor voru sýnd 716 hross á átta sýningum og fengu áhorfendur að sjá heimsmet falla.
Meira

Markviss félagar sigursælir

Félagar í Skotfélaginu Markviss hafa gert það gott að undanförnu. Nú um helgina varð Snjólaug M. Jónsdóttir Íslandsmeistari kvenna í Nordisk Trap á móti sem fram fór á skotsvæði Skotfélags Akraness þar sem hún bætti Íslandsmet kvenna um 27 dúfur og skaut 114/150. Hún setti einnig Íslandsmet með final og skaut 22 dúfur í úrslitum og hlaut 136 stig sem var hæsta skor mótsins.
Meira

Feyknagott á grillið

Uppskriftaþátturinn sem hér fer á eftir birtist í 28. tölublaði Feykis árið 2015.Það jafnast ekkert á við góðan grillmat til að gæða sér á á fallegu sumarkvöldi og grillaðar lambakótilettur klikka aldrei. Feykir býður því upp á uppskrift að óviðjafnanlegum grillmat sem óhætt er að mæla með. Marineringin er mjög góð og smellpassar við lambakjöt, án þess þó að vera of yfirgnæfandi. Mörgum finnst kartöflur ómissandi og við erum sammála, og látum uppskrift að dásamlegum kartöflum fylgja með. Máltíðin er svo fullkomnuð með grísku salati og graslaukssósu.
Meira

Kona féll af hestbaki við Blöndu

Björgunarsveitir frá Blönduósi og Skagaströnd voru kallaðar út klukkan eitt í dag vegna konu sem féll af hestbaki við Blöndu, í landi Kárastaða. Voru björgunarsveitarmenn komnir til konunnar milli klukkan tvö og hálfþrjú. Konan er með áverka á hné en að öðru leyti er líðan hennar stöðug. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út til að flytja hana af vettvangi og fór TF-GNA í loftið laust fyrir klukkan þrjú og er væntanleg á staðinn fljótlega.
Meira

Mikið um dýrðir á Íslandsmóti í hestaíþróttum

Annar dagur Íslandsmóts yngri flokka í hestaíþróttum er runninn upp en keppni hófst klukkan 9 í morgun með töltkeppni ungmenna. Í gær var mikið um dýrðir, glæsilegar sýningar og hestakosturinn góður. Hér fyrir neðan má sjá úrslit gærdagsins.
Meira

Veiðin almennt dræmari en í fyrra

Veiði í húnvetnskum ám er almennt lakari en hún var á sama tíma í fyrra, þrátt fyrir góða byrjun. Nú hafa 749 laxar veiðst í Miðfjarðará sem er, samkvæmt tölum frá Landssambandi veiðifélaga á angling.is, þriðja aflahæsta á landsins og í Blöndu hafa veiðst 514 laxar en hún vermir sjöunda sætið. Á sama tíma í fyrra var veiðin í Miðfjarðará 1077 laxar og 1300 í Blöndu.
Meira

Stefnumótun fyrir sjálfbæra ferðaþjónustu

Framkvæmdarstjórn Framsóknarflokksins hefur sett af stað vinnuhóp við að móta tillögur til stefnumótunar í ferðaþjónustu. Hópurinn er tilkominn vegna ályktunar á vorfundi miðstjórnar flokksins. Hópinn skipa fulltrúar og ferðaþjónustuaðilar með víðtæka reynslu úr ferðaþjónustu vítt og breitt um landið. Tilgangur hans er að móta tillögur sem miða að því að bæta framleiðni í greininni, tryggja sjálfbærni, auka skilvirkni, nýsköpun og þjálfun.
Meira

Húnavakan að hefjast

Nú er Húnavakan í þann mund að hefjast en hún verður sett formlega kl. 18:45 á morgun. Íbúar Blönduóss og nágrennis verða væntanlega í önnum í kvöld við að skreyta umhverfi sitt í bak og fyrir með rauðum lit og ísbjörnum og verða veitt verðlaun fyrir best skreytta húsið. Að verklokum eru svo hverfin eða göturnar hvött til að slá saman í grill. Í kvöld kl. 22 verður haldið Blö Quiz í félagsheimilinu þar sem þrjú efstu sætin vinna til verðlauna.
Meira

Skipuleggja göngur í nágrenni við þig

Ferðafélag Íslands (FÍ) og VÍS hafa skrifað undir samstarfssamning varðandi lýðheilsugöngur FÍ sem verða á öllu landinu nú í september. Göngurnar eru einn af hápunktunum í glæsilegri afmælisdagskrá FÍ en félagið fagnar 90 ára afmæli á árinu. Ráðgert er að göngurnar fari fram alla miðvikudaga í septembermánuði kl. 18:00. Göngurnar verða í nærumhverfi hvers bæjarfélags og verða fjölskylduvænar og taka u.þ.b. 60-90 mín.
Meira

Voice stjörnur fókusera á Húnavöku -Myndband

FÓKUS hópurinn sem skipaður er Hrafnhildi Ýr Víglunds og fjórum öðrum söngvurum sem kynntust í gegnum Voice Ísland 2017, Sigurjóni, Rósu, Eiríki og Karitas munu skemmta á Húnavöku um næstu helgi. Hópurinn sendi frá sér afar óvenjulegt myndband til að vekja athygli á uppákomunni sem hægt er að sjá hér fyrir neðan.
Meira