A-Húnavatnssýsla

Stofutónleikar Heimilisiðnaðarsafnsins á Blönduósi

Sunnudaginn 30. júlí klukkan 15:00 heldur Jazztríó Sigurdísar Söndru Tryggvadóttur stofutónleika í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi. Tríóið leikur tónsmíðar og útsetningar eftir Sigurdísi í bland við annað efni. Á efnisskránni eru meðal annars lög samin við ljóð eftir Jónas Tryggvason frá Finnstungu.
Meira

Meinholl Mexíkó súpa og sykurlaus súkkulaðibúðingur

Það voru þau Eggert Örn Kristjánsson, Þóra Björg Kristmundsdóttir og Helgi Freyr Guðmundsson í Enniskoti í Húnaþingi vestra sem gáfu lesendum uppskriftir í 29. tölublaði Feykis árið 2015.
Meira

Nýr brunabíll á Blönduós

Brunavarnir Austur-Húnavatnssýslu hafa fest kaup á nýjum slökkvibíl og var hann til sýnis á Húnavökunni um síðustu helgi. Bifreiðin, sem keypt var af Feuerwehrtechnikberlin, er af tegundinni MAN, með sex þúsund lítra vatnstanki, 500 lítra froðutanki og öllum öðrum nauðsynlegum búnaði.
Meira

Menningarbúskapur í fjárhúsunum á Kleifum við Blönduós

Á morgun, laugardaginn 22. júlí kl. 14:00, verður opnuð sýning sem samanstendur af fjórum vídeóverkum í gömlum fjárhúsum á bænum Kleifum, rétt við Blönduós. Það er myndlistarmaðurinn Finnur Arnar Arnarson sem unnið hefur að undirbúningi og uppsetningu sýningarinnar, ásamt konu sinni, Áslaugu Thorlacius.
Meira

Náttúrubarnahátíð á Ströndum

Eins og allir vita eru Strandamenn náttúrubörn sem í gegnum ár og aldir hafa glímt við náttúruöflin og lært að lifa með þeim. Þeir heyra grasið gróa og snjóinn snjóa og vita hvað það þýðir þegar hrafninn klöktir til beggja átta á bæjarhlaðinu. Nú stendur til að halda afar óvenjulega útihátíð á Ströndum helgina 28.-30. júlí, svokallaða Náttúrubarnahátíð. Þar fá gestir á öllum aldri, bæði börn og fullorðnir, tækifæri til að finna og rækta sitt innra náttúrubarn.
Meira

Blönduhlaup gekk vel í góðu veðri

Blönduhlaup USAH var hlaupið síðasta laugardag í ljómandi veðri og gekk vel fyrir sig. Einungis 27 hlauparar skráðu sig til leiks sem er talsvert minni þátttaka en verið hefur undanfarin ár, þar af voru aðeins sex heimamenn, og vonast skipuleggjendur hlaupsins til að sjá breytingu á því í næsta Blönduhlaupi.
Meira

Landsmenn taki þátt í 100 ára sjálfstæðis- og fullveldisafmæli Íslands

Aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands verður fagnað á næsta ári með fjölbreyttri dagskrá um land allt. Kallað verður eftir frumkvæði og virkri þátttöku landsmanna með tillögum að verkefnum á hátíðardagskrána sem standa mun allt árið 2018. Nefnd sem Alþingi skipaði til að annast undirbúning og framkvæmd afmælishátíðarinnar hefur hafið störf.
Meira

Endurgjaldslaus námsgögn í Blönduskóla

Á fundi byggðaráðs Blönduósbæjar í gær var samþykkt að öllum börnum í Blönduskóla verði veitt nauðsynleg námsgögn og ritföng frá og með næsta hausti endurgjaldslaust. Er það liður í því að vinna gegn mismunum barna og styður við að öll börn njóti jafnræðis í námi, að því er segir í fundargerð byggðaráðs. Þar kemur einnig fram að Ríkiskaup hafa ákveðið að bjóða upp á sameiginlegt örútboð á námsgögnum grunnskóla og samþykkti byggðaráð að taka þátt í því.
Meira

Ásdís Brynja í hollenska landsliðið

Ásdís Brynja Jónsdóttir á Hofi í Vatnsdal hefur verið valin í hollenska landsliðið í hestaíþróttum. Ásdís segir að leiðarvísirinn fyrir landsliðsvali sé öðruvísi háttað í Hollandi en á Íslandi en þar þarf að ná ákveðinni lágmarkseinkunn á world ranking mótum til að eiga möguleika á að verða valinn.
Meira

Beint flug frá Bretlandi til Akureyrar næsta vetur

Breska ferðaskrifstofan Super Break mun á næstu dögum hefja sölu á ferðum til Norðurlands með beinu flugi frá Bretlandi. Þetta verður í fyrsta sinn sem boðið verður upp á beint flug til Akureyrar frá Bretlandi, en flogið verður alls átta sinnum frá átta mismunandi flugvöllum víðsvegar um Bretland. Þeirra á meðal eru Newcastle, Liverpool, Leeds, Bradford og Bournemouth. Samtals verður pláss fyrir um 1500 farþega í þessum ferðum.
Meira