A-Húnavatnssýsla

Prinsessukjólarnir í uppáhaldi

Prjónakonan Sandra Halldórsdóttir á Sauðárkróki deildi sýnishornum af verkum sínum í 21. tölublaði Feykis. Hún hefur alltaf haft gaman af hannyrðum og segist ekki geta slakað á nema hafa prjónana í höndunum.
Meira

Góð aðsókn í sund í blíðunni

Mikill ferðamannastraumur hefur verið á Norðurlandi í blíðunni undanfarna daga og greinilegt er að sundlaugarnar freista margra enda fátt betra en að skella sér í sund og skola af sér ferðarykið og sóla sig aðeins í leiðinni.
Meira

Eftirréttir á grillið

Þessar ágætu grilluppskriftir birtust í matarþætti Feykis fyrir tveimur árum síðan. Nú er nálgast ágúst og ekki líður á löngu áður en skólarnir byrja. Þá veit maður að haustið nálgast og því eins gott að njóta góðu sumardagana sem við fáum og á slíkum dögum er grillmatur ómissandi. Í sumar hefur Feykir deilt bæði uppskriftum af maineringum og grilluppskriftum en nú ætlar hann að deila með ykkur uppskriftum af grilluðum eftirréttum, því það er ekki síðra að grilla eftirréttinn. Eftirfarandi eru uppáhalds sumareftirréttir blaðamanns, en hann mælir eindregið með að skella þessu á grillið á eftir lærissneiðunum og hamborgurunum.
Meira

Kólnandi veður framundan

Undanfarna daga hefur veðrið aldeilis leikið við okkur hér á Norðurlandinu og væntanlega hafa flestir fagnað því, bændur og búalið nýtt tímann til heyverka og þeir sem átt hafa kost á að sleikja sólina væntanlega látið fara vel um sig með „Quick Tan brúsa“ rétt eins og Laddi forðum. En nú virðist dýrðin vera að dofna, að minnsta kosti er Veðurstofan að hrella okkur með spá um norðaustanátt og þokumóðu eða súld við ströndina en björtu með köflum inn til landsins í dag og á morgun. Hiti verður 7 til 16 stig.
Meira

Fögnum með Moniku og Hagalín

Bókaútgáfan Sæmundur hefur endurútgefið bókina Konan í dalnum og dæturnar sjö eftir Guðmund G. Hagalín. Af því tilefni verður útgáfuhóf í Pennanum-Eymundsson í Austurstræti klukkan 15:00 laugardaginn 29. júlí.
Meira

Húnaþing vestra telur sameiningu ekki koma til greina

Í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins í gær var fjallað um hugmyndir um sameiningu allra sveitarfélaganna á Norðurlandi vestra. Kom þar fram að sveitarfélögin Skagafjörður og Skagabyggð séu að hefja formlegar sameiningarviðræður og var stofnuð samninganefnd fyrir viðræður þeirra í milli nú í vikunni. Formaður samninganefndarinnar og oddviti Skagabyggðar, Vignir Sveinsson, sagði í samtali við fréttastofu að hann sjái fyrir sér að allt svæðið geti verið eitt þar sem innviðir sveitarfélaganna byggi á svipuðum greinum. „Mín skoðun er sú að þetta svæði sé það líkt að það geti alveg orðið,” segir hann. „Greinarnar okkar eru náttúrulega sjávarútvegur, landbúnaður og þjónusta. Þannig að ég sé alveg fyrir mér að þetta svæði geti verið eitt. Alveg algörlega,” sagði Vignir í samtali við fréttastofu.
Meira

Breyttar reglur um heimagistingu og um fjölda salerna

Á vef Heilbirgðiseftirlits Norðurlands vestra kemur fram að þann 21. júní sl. voru gerðar breytingar á reglugerð um hollustuhætti nr. 941/2002 og tóku breytingarnar gildi strax við birtingu. Með breytingunum eru meðal annars reglur um heimagistingu rýmkaðar þannig að ekki er lengur gert ráð fyrir reglulegu eftirliti né starfsleyfi Heilbrigðisnefnda sveitarfélaga. Breytingarnar tóku einnig til reglna um fjölda salerna í veitingastöðum og samkomuhúsum þannig að felld voru úr gildi ákvæði í hollustuháttareglugerðinni um fjölda snyrtinga sem voru vægari en kröfur þær sem settar eru fram í byggingarreglugerð sem gerir það að verkum að ákvæði byggingarreglugerðar standa og getur því breytingin kallað á að víða þurfi að ráðast í breytingar á aðstöðu strax.
Meira

Miðfjarðará enn í öðru sæti

Laxveiði sumarsins í Miðfjarðará er nú komin í 1570 laxa og er hún enn í öðru sæti yfir aflahæstu ár landsins samkvæmt upplýsingum á angling.is, vef Landssambands veiðifélaga. Á sama tíma í fyrra höfðu veiðst þar 1996 laxar þannig að veiðin er enn talsvert dræmari en í fyrra. Sömu sögu er að segja um allar ár á svæðinu, utan Laxá á Ásum, sem er í ellefta sæti á listanum, en þar hafa veiðst 438 laxar miðað við 291 í fyrra. Að vísu ber að geta þess að nú er veitt á fjórar stangir í stað tveggja í fyrra. Blanda hefur gefið 913 laxa og er í fimmta sæti en sambærilegar tölur í fyrra voru 1681 lax.
Meira

Rýmisgreind

Það getur verið erfitt að átta sig á því hvað maður hefur stóran afturenda. Að minnsta kosti hefur hann ekki verið alveg með þá hluti á hreinu, bílstjórinn sem lagði húsbílnum sínum við Lyfju á Sauðárkróki í dag og tók í það bæði bílastæðið og aðra akreinina. Ekki alveg til fyrirmyndar, - eða hvað?
Meira

Margt bera að varast í hitanum

Matvælastofnun hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu þar sem hún vill vekja athygli hundaeigenda á að varast ber að skilja hunda eftir í bílum í miklum hita.
Meira