A-Húnavatnssýsla

Húnavakan á næsta leiti

Nú styttist í Húnavökuna á Blönduósi sem hefst í lok næstu viku en þar verður ýmislegt í boði. Búið er að birta dagskrána sem hægt er að nálgast HÉR. Samkvæmt Húna.is hét hátíðin áður Matur og menning og var fyrst haldin árið 2003. Árið 2006 var ákveðið að breyta nafni hátíðarinnar og endurvekja hið góða og gilda nafn Húnavaka sem áratugum saman var fastur liður í menningarlíf Húnvetninga.
Meira

Fasteignafélagið Borg ekki falt fyrir hlutafé í Ámundakinn

Á síðasta fundi byggðarráðs Húnaþings vestra var lagt fram bréf frá Ámundakinn ehf. dagsett 6. júní sl. þar sem félagið óskar eftir að fá að kaupa 1.693.983 hluti Húnaþings vestra í Fasteignafélaginu Borg ehf.
Meira

Bleikt og blátt

Nú er heyskapur víðast hvar kominn á fullt og eitthvað er um það að bændur séu búnir með fyrri slátt. Það vekur sérstaka athygli nú, þegar ekið er um sveitir, að túnin eru óvenju skrautleg þetta sumarið.
Meira

Reyktur lax í forrétt og grillaðar kjúklingabringur með kartöflumús.

„Hér kemur uppskriftin okkar Eiríks sem við elskum, svo einföld og fljótleg,“ segir Jóhanna Sigurjónsdóttir en hún og Eiríkur Lýðsson frá Skagaströnd voru matgæðingar vikunnar í 26. tbl. Feykis 2015.
Meira

Sveitarstjórn Skagastrandar vill sameiginlegar viðræður sveitarstjórna í A-Hún varðandi sameiningarmál

Á fundi sveitarstjórnar Skagastrandar sem haldinn var í gær, 29. júní, var lagt fram bréf frá sveitarstjóra Sveitarfélagsins Skagafjarðar frá 26. júní sl. Í bréfinu var gerð grein fyrir áformum Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Skagabyggðar um að hefja formlegar viðræður um sameiningu sveitarfélaganna tveggja. Í bréfinu eru önnur sveitarfélög á svæðinu sem áhuga hafa á að ræða enn stærri sameiningu við Sveitarfélagið Skagafjörð og Skagabyggð boðin velkomin til viðræðna.
Meira

Fundað um hugsanlegt gagnaver á Blönduósi

Sveitarstjóri Blönduósbæjar fundaði nýlega með fulltrúum frá Borealis Data Center eins og kemur fram í skýrslu sveitarstjóra Blönduóss frá 13. júní sl. Fyrirtækið er á höttunum eftir hentugri staðsetningu fyrir gagnaver þar sem landrými er nægt og aðgengi að raforku gott. Fulltrúar fyrirtækisins hyggjast koma til Blönduóss í sumar og kanna aðstæður.
Meira

Flestir brautskráðust af ferðamálabraut Hólaskóla

Brautskráning frá Háskólanum á Hólum fór fram föstudaginn 9. júní sl. í Menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð. Athöfnin var með hefðbundnum hætti, þar sem fléttað var saman stuttum ávörpum og tónlistaratriðum, auk brautskráninganna sjálfra. Á heimasíðu Háskólans á Hólum segir að fyrst hafi stigið í ræðustól Erla Björk Örnólfsdóttir rektor, en síðan ávarpaði ráðherra ferðamála, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, viðstadda. Deildarstjórar skólans sögðu einnig nokkur orð áður en þeir brautskráðu sína nemendur og veittu auk þess nokkrar viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur í námi.
Meira

Ljóti andarunginn á Sauðárkróki og Blönduósi

Nú er Leikhópurinn Lotta á ferðalagi um landið með sýningu sína, Ljóta andarungann. Í dag kl 18:00 verður sýning í Litla skógi á Sauðárkróki og á laugardaginn, 1. júlí kl. 11:00 verður sýnt á Káratúni á Blönduósi.
Meira

Blöndubrúin enn ókláruð

Á fundi byggðaráðs Blönduósbæjar þann 27. juní sl. var skorað á stjórnvöld að tryggja fjármagn í áframhaldandi framkvæmdir við Blöndubrú og þjóðveg 1 í gegnum Blönduós en þeim framkvæmdum er enn ekki lokið. Þar segir að umferðin um Blönduós hafi aukist til muna undanfarin ár og íbúar og bæjarfulltrúar hafi um árabil barist fyrir lagfæringum á Blöndubrú sem hafi farið af stað en sé ekki enn lokið. Mikilvægur þáttur í framkvæmdinni sé að tryggja öryggi gangandi vegfarenda með því að byggja göngubrú yfir Blöndu.
Meira

Nýtt þjónustuhús rís á Blönduósi

Fyrsta skóflustungan að nýju þjónustuhúsi sem Ámundakinn ehf. byggir við Hnjúkabyggð 34 á Blönduósi var tekin á föstudaginn og var það Jakob Svavarsson, mjólkurbílstjóri, sem það gerði. Húsið er 550 m2 og að mestu á einni hæð. Verkfræðistofan Stoð ehf. sá um hönnun og burðarþolsteikningar. Áhersla hefur verið lögð á að semja við verktaka innanhéraðs vegna vinnu við bygginguna.
Meira