A-Húnavatnssýsla

Húnavakan að hefjast

Nú er Húnavakan í þann mund að hefjast en hún verður sett formlega kl. 18:45 á morgun. Íbúar Blönduóss og nágrennis verða væntanlega í önnum í kvöld við að skreyta umhverfi sitt í bak og fyrir með rauðum lit og ísbjörnum og verða veitt verðlaun fyrir best skreytta húsið. Að verklokum eru svo hverfin eða göturnar hvött til að slá saman í grill. Í kvöld kl. 22 verður haldið Blö Quiz í félagsheimilinu þar sem þrjú efstu sætin vinna til verðlauna.
Meira

Skipuleggja göngur í nágrenni við þig

Ferðafélag Íslands (FÍ) og VÍS hafa skrifað undir samstarfssamning varðandi lýðheilsugöngur FÍ sem verða á öllu landinu nú í september. Göngurnar eru einn af hápunktunum í glæsilegri afmælisdagskrá FÍ en félagið fagnar 90 ára afmæli á árinu. Ráðgert er að göngurnar fari fram alla miðvikudaga í septembermánuði kl. 18:00. Göngurnar verða í nærumhverfi hvers bæjarfélags og verða fjölskylduvænar og taka u.þ.b. 60-90 mín.
Meira

Voice stjörnur fókusera á Húnavöku -Myndband

FÓKUS hópurinn sem skipaður er Hrafnhildi Ýr Víglunds og fjórum öðrum söngvurum sem kynntust í gegnum Voice Ísland 2017, Sigurjóni, Rósu, Eiríki og Karitas munu skemmta á Húnavöku um næstu helgi. Hópurinn sendi frá sér afar óvenjulegt myndband til að vekja athygli á uppákomunni sem hægt er að sjá hér fyrir neðan.
Meira

Miðaldadagar árið 1317!

Hvernig væri að bregða sér til miðalda? Kannski til ársins 1317? Það er hægt á Gásum rétt utan við Akureyri á Miðaldadögum 14. til 16. júlí. Gásir er einn helsti verslunarstaður á Norðurlandi á miðöldum frá c.a 1100-1600. Hvergi eru varðveittar jafnmiklar mannvistarleifar frá verslunarstað frá þessum tíma. Árlega færist líf og fjör á verslunarstaðinn sem er endurskapaður á tilgátusvæði með tilheyrandi miðaldamannlífi.
Meira

Breytingar á starfsliði leikskólans Barnabæjar

Á fundi fræðslunefndar Blönduósbæjar í síðustu viku var farið yfir starfsmannamál leikskólans Barnabæjar og kom þar m.a. fram að Anna Margrét Arnardóttir deildarstjóri hafi óskað eftir ársleyfi frá störfum frá og með 15. ágúst nk. Þá óskaði Guðrún Björk Elísdóttir einnig eftir leyfi frá störfum frá 17. ágúst 2017 til 17. Mars 2018.
Meira

Dagskrá Íslandsmóts yngri flokka í hestaíþróttum - uppfært

Íslandsmót yngri flokka í hestaíþróttum fer fram á Hólum í Hjaltadal í boði Hestamannafélagsins Skagfirðings dagana 13.–16. júlí næstkomandi. Um svokallað World Ranking mót er að ræða sem telur telur stig á heimslista, og ýmsar greinar í boði. Hér fyrir neðan er uppfærð dagskrá mótsins.
Meira

Breytingar á aðalskipulagi Húnavatnshrepps

Auglýst hefur verið breyting á aðalskipulagi Húnavtanshrepps 2010-2022. Er breytingin gerð vegna fjölgunar efnistökustaða, nýs verslunar- og þjónustusvæðis að Sveinsstöðum og nýs athafnasvæðis á Húnavöllum.
Meira

Barnamót og Blönduhlaup hjá USAH

Barnamót USAH í frjálsum íþróttum verður haldið á Blönduósi miðvikudaginn 12. júlí og hefst það klukkan 18:00. Mótið er ætlað börnum sem fædd eru 2007 eða seinna, þ.e. 10 ára og yngri. Keppisgreinar eru 60 m hlaup, boltakast, langstökk og 600 m hlaup. Umf. Geisli hefur umsjón með mótinu og bjóða þeir upp á hressingu að móti loknu. Allir keppendur fá að launum þátttökuskjal og verðlaunapening.
Meira

Kjúklingur í súrsætri tómatsósu og heimalagaður rjómaís

Stella Jórunn A. Levy og Ægir Jóhannesson á Jörfa í Víðidal sáu um Matgæðingaþátt Feykis í 27. tölublaði ársins 2015. „Við ákváðum að senda ekki inn forrétt einfaldlega vegna þess að við erum ekki mikið forréttafólk. Þess í stað er bara meira lagt í aðalrétt, meðlæti og deserta hér á bæ. Að maður tali nú ekki um stemningu og skemmtanagildi,“ sögðu matgæðingarnir Stella og Ægir..
Meira

Sveitarstjórnir í Austur-Húnavatnssýslu ræða sameiningarmál

Boðað hefur verið til sameiginlegs fundar sveitarstjórna í Austur Húnavatnssýslu til að ræða sameingingarmál á svæðinu. Verður hann haldinn í Fellsborg á Skagaströnd fimmtudaginn 24. ágúst nk.
Meira