A-Húnavatnssýsla

Rjúpnaveiðitímabilið hefst á morgun

Rjúpnaveiðitímabilið hefst á morgun, föstudag. Fyrirkomulag rjúpnaveiða verður með sama sniði og verið hefur undanfarin þrjú ár. Veiðidagar verða tólf talsins sem skiptast á fjórar helgar á tímabilinu 28. október til 20. nóvember, þrír dagar í senn, föstudagur til sunnudags. Sölubann verður áfram á rjúpum. Veiðimenn eru hvattir til góðrar umgengni um landið. Víða hafa landeigendur bannað rjúpnaveiði.
Meira

Skalli vill tonn á móti tonni á Skagaströnd

Á síðasta fundi sveitarstjórnar Skagastrandar var tekið fyrir bréf sem ritað var fyrir hönd smábátafélagsins Skalla. Þar var bent á að úthlutunarreglur byggðakvóta á Skagaströnd séu með þeim hætti að hver sem fær úthlutað einu tonni af byggðakvóta þurfi að leggja upp tvö tonn á móti.
Meira

Ósáttir við hvernig mál hafa þróast

Sagt er frá því á Vísi.is að ólga sé innan lögreglunnar á Norðurlandi vestra vegna yfirstjórnar hennar á svæðinu. Jafnframt er því haldið fram að starfsandinn sé í molum og samskipti stjórnenda lögreglunnar við almenna lögreglumenn óásættanleg. Því til stuðnings er birt bréf frá fundi félags lögreglumanna á Norðvesturlandi til Páls Björnssonar lögreglustjóra þar sem hann er m.a. krafinn svara með tillögur að úrbótum.
Meira

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hjá sveitarfélögum

Á undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við.
Meira

Rekstrargrundvöllur Styrktarsjóðsballsins brostinn

Styrktarsjóðsballið á Blönduósi hefur verið fastur liður í tilveru Húnvetninga um árabil með þá hugsjón að safna fyrir góðum málefnum sem og að skemmta sér og öðrum. Styrktarsjóður Húnvetninga var stofnaður árið 1974 með samstilltu átaki nokkurra félaga á Blönduósi og nágrenni og hefur ballið verið stór þáttur söfnunarinnar, en nú verður breyting á.
Meira

Íslenska þjóðfylkingin býður fram í Norðvesturkjördæmi

Samkvæmt kosningavef innanríkisráðuneytisins mun Íslenska þjóðfylkingin bjóða fram krafta sína í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Jens G. Jensson skipstjóri í Kópavogi leiðir listann.
Meira

ÍSLENSKA.IS 20.10. 2016

RUV. Rás 1. Íslensk mál, málfarsráðunautur, málverndarnefnd, málfarskennsla, málfarsþróun. Eftir að hafa hlustað á orðræðu um íslenskt mál á rás 1 áðan, fljúga margblendnar hugsanir í gegnum undirvitundina og vekja til nánanari ígrundunar á ýmsum hliðum málsins. Og til þess nota menn málið að tjá hugsanir sínar í orði og verki. Í nútímanum er talvan oft nærtækust til að taka við því sem leitar útrásar. Svo fer einnig í þetta sinn. Þó verðugt væri að ræða málið nánar og fá fram fleiri sjónarmið frá mörgum hliðum þessa mikilsverða máls.
Meira

Magnús í Hestasporti hlýtur viðurkenningu fyrir störf í þágu ferðaþjónustu á Norðurlandi

Markaðsstofa Norðurlands veitir árlega þrjár viðurkenningar til fyrirtækja og einstaklinga í ferðaþjónustu sem þykja hafa skarað fram úr á Norðurlandi. Viðurkenningarnar voru veittar á Uppskeruhátíð ferðþjónustunnar sem haldin var í Skagafirði 20. október 2016. Ein þessara viðurkenninga er fyrir störf í þágu ferðaþjónustu sem að þessu sinni kom í hlut Magnúsar Sigmundssonar i Hestasporti í Skagafirði.
Meira

Veðurhorfur kannaðar með því að skera í milta af kind eða stórgrip

Fyrsti vetrardagur er á morgun, en hann ber ævinlega upp á laugardegi á tímabilinu 21.-27. október. Ekki tíðkast að halda sérstaklega upp á þennan dag en þó er nokkuð um skemmtanahald, svo sem sviðaveislur á þessum árstíma. Fyrr á öldum voru oft haldnar veislur um þetta leyti því þá var mest til af nýju kjöti.
Meira

Flokkur fólksins býður fram í Norðvesturkjördæmi

Nýtt heiðarlegt stjórmálaafl, eins og Flokkur fólksins kynnir sig, mun bjóða fram í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Flokkur fólksins gefur sig út fyrir að berjast af hugsjón fyrir þá sem hafa orðið fyrir ójafnrétti, mismunun, lögleysu og fátækt.
Meira