A-Húnavatnssýsla

Frambjóðendur og prúðbúnir kjósendur

Margir hafa þann sið að mæta prúðbúnir á kjörstað, enda kjördagur hátíðisdagur í hugum margra. Frambjóðendur eru að sjálfsögðu meðal þeirra sem ekki láta sig vanta á kjörstað. Bjarni Jónsson sem skipar annað sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs kaus á Sauðárkróki upp úr klukkan níu í morgun. Gunnar Bragi Sveinsson oddviti Framsóknarflokks í Norðvesturkjördæmi kaus einnig á Sauðárkróki fyrir hádegi í dag. Eva Pandora Baldursdóttir, oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi, kaus sömuleiðis á Sauðárkróki, um klukkan fjögur í dag.
Meira

Fjörtíu prósent kjörsókn klukkan fjögur

Farið var af stað með fyrstu atkvæðin frá Sauðárkróki í Borgarnes klukkan fjögur í dag. Þá höfðu um 40% þeirra 2983 kjósenda sem eru á kjörskrá á Sauðárkróki kosið á kjörfundi í Bóknámshúsi FNV. Að sögn Hjalta Árnasonar, formanns yfirkjörstjórnar á Sauðárkróki, er kjörsókn frekar dræm miðað við síðustu kosningar.
Meira

Finnur Bessi tilnefndur sem gæðingaknapi ársins

Austur-Húnvetningurinn Finnur Bessi Svavarsson í Litla-Dal hefur verið tilnefndur sem gæðingaknapi ársins, en titillinn er meðal þeirra sem veitt verða verðlaun fyrir á Uppskeruhátíð hestamanna í Gullhömrum í Reykjavík þann 5. nóvember næstkomandi.
Meira

10,7% höfðu kosið í Skagafirði klukkan 12

Samkvæmt upplýsingum frá yfirkjörstjórn í Norðvesturkjördæmi höfðu 10,7 % kosið í Skagafirði klukkan 12. Ekki lágu fyrir tölur úr öllu kjördæminu þegar Feykir sendi fyrirspurn til kjörstjórnar. Blaðamaður Feykis brá sér á kjörstað á Sauðárkróki skömmu eftir að þar var opnað í morgun. Þar voru meðfylgjandi myndir teknar.
Meira

Víða snjókoma og hálka

Víða á Norðurlandi vestra er snjókoma og hálka, samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar klukkan 11:20 í morgun. Á Þverárfjalli er A8 m/s og hiti við frostmark og snjókoma. Á Vatnsskarði er ANA 8m/s og hiti við frostmark. Víða í Skagafirði er éljagangur og hálka. Vegir í Húnavatnssýslum eru allir merktir greiðfærir.
Meira

Fyrstu kjörfundir hófust klukkan níu í morgun

Fyrstu kjörfundir á Norðurlandi vestra hófust klukkan níu í morgun. Norðvesturkjördæmi nær frá Akraneskaupstað til Akrahrepps og skulu þar vera sjö kjördæmissæti og eitt jöfnunarsæti. Tíu stjórnmálaflokkar bjóða fram lista í Norðvesturkjördæmi en það eru A-listi Bjartrar framtíðar, B-listi Framsóknarflokks, C-listi Viðreisnar, D-listi Sjálfstæðisflokks, E-listi Íslensku þjóðfylkingarinnar, F-listi Flokks fólksins, P-listi Pírata, S-listi Samfylkingar, T-listi Dögunar og V-listi Vinstri grænna. Kjörfundir eru sem hér segir, á Norðurlandi vestra:
Meira

Gísli á Uppsölum heimsækir Blönduós og aukasýning á Hvammstanga

Kómedíuleikhúsið sýnir hið áhrifamikla leikrit Gísli á Uppsölum á Blönduósi. Leikurinn var frumsýndur á söguslóðum í Selárdal fyrir mánuði síðan og hefur farið víða síðan við einstaklega góðar viðtökur.
Meira

Kaffi með Nes-listamönnum

Á morgun, laugardaginn 29. október verður opið hús í Nesi listamiðstöð á Skagaströnd frá klukkan 16 til 18. Þar ætla listamenn október mánaðar að sýna verk sín.
Meira

Opið lengur í dag hjá sýslumanni vegna utankjörfundar atkvæðagreiðslu

Líflegt hefur verið í utankjörfundar atkvæðagreiðslu hjá sýslumanninum á Norðurlandi vestra vegna alþingiskosninganna og stefnir allt í að fleiri kjósi utan kjörfundar nú en í síðustu alþingiskosningum. Á Blönduósi hafa í dag 94 kosið en á Sauðárkróki 276.
Meira

Listamenn innblásnir af veru sinni á Blönduósi sýna í dag

Í dag verður verður áhugaverð sýning í Textílsetrinu í Kvennaskólanum á Blönduósi sem ber yfirskriftina Meditatice Structure. Þar munu textíllistanemar sem dvalið hafa í Textílsetrinu að undanförnu sýna verk sín. Er íbúum á svæðinu boðið að skoða verkin, sem innblásin eru af dvöl þeirra á staðnum.
Meira