A-Húnavatnssýsla

Vinnubrögð sem nýja Ísland vill ekki

Fimmtudaginn 14 júlí s.l. undirritaði ég blað sem eigandi jarðarinnar Bakkakot í Blönduósbæ. Ég er ekki stoltur af þessari undirskrift, en með henni samþykkti ég að lagður yrði nýr strengur fyrir ljósleiðara gegnum land Bakkakots,ekki vegna þess að ég sjái eftir landinu fyrir strenginn, heldur sem skattgreiðandi til ríkisins og Blönduósbæjar.
Meira

Ærslabelgur risinn á Skagaströnd

Svokallaður „Ærslabelgur“ er risinn á Skagaströnd en um er að ræða uppblásið leiktæki sem er um 100 fermetrar að flatarmáli. Sagt er frá þessu á vefsíðu Skagastrandar.
Meira

Nýjar endurvinnslutunnur væntanlegar í Blönduósbæ

Samkvæmt vef Blönduósbæjar, verður pappírstunnum dreift við hvert heimili á Blönduósi á næstu dögum. Er tunnunum ætlað að taka við öllum pappír í endurvinnslu en bæklingi verður dreift með þeim en þar er að finna upplýsingar um það sem má fara í tunnurnar og hvað eigi að fara með á endurvinnslustöðina.
Meira

Minningarmót um Friðrik lækni

Opna Vodafone minningamótið um Friðrik lækni, heiðursfélaga í Golfklúbbi Sauðárkróks og einn af stofnendum GSS var haldið á laugdaginnvar í blíðskaparveðri. Alls tóku 29 keppendur þátt í mótinu en leikfyrirkomulag var höggleikur með forgjöf.
Meira

Dr. Catherine Chambers ráðin fagstjóri við Háskólasetur Vestfjarða

Alls bárust tíu umsóknir um starf fagstjóra meistaranámsins í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða. Til starfsins var ráðin Dr. Catherine Chambers sem frá árinu 2011 hefur hún gengt sameiginlegri sérfræðingsstöðu við Háskólann á Hólum og Þekkingarsetrið á Blönduósi.
Meira

Ellefu ára gutti landaði einum 20 punda

Fréttavefur Morgunblaðsins sagði frá því í gær að hinn ellefu ára gamli Natan Theodórsson hafi veitt 20 punda lax í Hrútafjarðará.
Meira

Gæsin Blanda fékk gervihnattasendi

Sagt er frá því á vefnum Húnahorninu að alls hafi 113 gæsir verið merktar á Einarsnesi við Blöndu í gær. Þá hafi höfuðgæs Blönduósinga, grágæsin Blanda, fengið gervihnattasendi.
Meira

Skóflustunga að stækkun veiðihúss við Laxá á Ásum

Á fimmtudaginn var tók Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra iðnaðar- og ferðamála, fyrstu skóflustungu að stækkun veiðihússins Ásgarði sem staðsett er við Laxá á Ásum, ásamt Páli Á. Jónssyni, formanni veiðifélagsins.
Meira

Húseyjarkvíslin með yfir 100 laxa

Rúmlega hundrað laxar hafa veiðst í Húseyjarkvísl í Skagafirði það sem af er árinu, sem er mun meira en á sama tíma í fyrra, að sögn Þorsteins Guðmundssonar.
Meira

Húnavaka hefst í dag

Húnavaka byrjar í dag en þá verða ýmis söfn opin og bæjarbúar á Blönduósi fara um bæinn og skreyka hann hátt og lágt. Á Húnahorni er sagt frá viðburði sem haldinn verður í kvöld en það er Blö Quiz sem haldið var fyrst á Húnavöku í fyrra.
Meira