A-Húnavatnssýsla

Ný íslensk Ave Maria

Ave Maria er nýtt íslenskt klassískt lag en lagið er eftir Alexöndru Chernyshovu sem fædd og uppalin er í Kænugarði, Úkraínu. Textinn í verkinu er eftir Guðrúnu Ásmundsdóttur leikonu og svo hefur Rúnar Krisjtánsson frá Skagaströnd sett texta Guðrúnar í ljóðaform. Alexandra tileinkar þetta lag þremur einstökum konum í lífi hennar. Það eru þær eru Evgenia Chernyshova, Elísabet Jensdóttir og Guðrún Ásmundsdóttir.
Meira

Tilkynning um framboð til prófkjörs Sjálfstæðisflokks

Ég, Aðalsteinn Orri Arason tilkynni hér með framboð mitt til prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi og mun sækjast eftir 4. sæti listans.
Meira

Að sækja vatnið yfir bæjarlækinn

Heilbrigðismálin eru í brennidepli. Undirskriftasöfnunin Endurreisum heilbrigðiskerfið, þar sem tæp 87 þúsund manns hafa ritað nafn sitt undir, sýnir ótvírætt að landsmenn vilja heilbrigðismálin í forgang. Áhersla þeirrar undirskriftasöfnunar var einkum á byggingu nýs Landspítala og á sérhæfða læknisþjónustu. Það skiptir máli fyrir alla landsmenn að góð sérhæfð læknisþjónusta á samfélagslegum grunni sé til staðar á þjóðarsjúkrahúsi í Reykjavík sem allir landsmenn geta gengið að. Hafa verður þó í huga að hér er aðeins um hluta heilbrigðisþjónustunnar að ræða - þó mikilvægur sé. Annar þáttur heilbrigðismála, sem er ekki síður mikilvægur, snýst um um nærþjónustu. Hann felst í því að geta sótt þjónustu og aðstoð með hægum hætti frá sínu heimili. Því miður virðist þessi þáttur heilbrigðisþjónustunnar hafa setið á hakanum á síðari árum Þetta eru hins vegar mál sem brenna mjög á fólki á landsbyggðinni sem oft þarf að fara langar vegalengdir til þess að sækja þjónustu sem flestir landsmenn telja sjálfsagða.
Meira

Tilkynning um þátttöku í forvali Vinstrihreyfingarinnar–græns framboðs

Ég býð mig fram í forvali VG og gef kost á mér til að leiða áfram lista VG í Norðvesturkjördæmi. Þau sjö ár sem ég hef setið á Alþingi hafa verið miklir og lærdómsríkir umbrotatímar í lífi þjóðarinnar. Sú reynsla sem ég hef hlotið á þessum tíma hefur nýst mér vel og mun ég nota hana áfram eins og hingað til á uppbyggilegan hátt í baráttunni fyrir réttlátara samfélagi fyrir alla.
Meira

Tilkynning um framboð

Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í annað til þriðja sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna í NV-kjördæmi fyrir kosningarnar í haust. Ég hef undanfarin sex ár setið í sveitarstjórn Borgarbyggðar, komið þar að ýmsum málum sem snerta sveitarfélagið og öðlast talsverða reynslu. Auk þess hef ég gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn og sit nú í stjórn Sambands Íslenskra sveitarfélaga.
Meira

Veðurklúbburinn á Dalbæ spáir ágætu veðri á Fiskideginum mikla

Þriðjudaginn 2. ágúst 2016 komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar. Fundurinn hófst kl. 14:00. Fundarmenn voru 20 talsins, enda mikilvægt að vanda til veðurspár þar sem “Fiskidagurinn mikli” var að nálgast. Fundinum lauk kl. 14:30.
Meira

Gef kost á mér í 1. til 2. sæti í forvali Vg í Norðvesturkjördæmi

Ég undirritaður Lárus Ástmar Hannesson, í Stykkishólmi, býð mig fram í 1. – 2. Sætið á lista í forvali Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Norðvesturkjördæmi, fyrir komandi Alþingiskosningar. Ég hef tekið virkan þátt í starfi VG um árabil, verið varaþingmaður frá 2013. Ég hef setið í bæjarstjórn Stykkishólms í tíu ár, verið forseti bæjarstjórnar í 4 ár, um tíma formaður bæjarráðs og bæjarstjóri í lok síðasta kjörtímabils. Ég er búfræðingur og kennari að mennt.
Meira

Þó nokkrir skiluðu umsögn um 3. áfanga rammaáætlunar

Þriggja vikna frestur til að skila inn umsögnum um lokaskýrslu 3. áfanga rammaáætlunar um verndar- og orkunýtingaráætlun, rann út í gær, 3. ágúst. Þó nokkrar umsagnir bárust frá aðilum tengdum Skagafirði. Hér fyrir neðan er samantekt um umsagnirnar en þær eru einnig að finna á vefsíðu rammaáætlunar.
Meira

Styrktarreikningur opnaður fyrir unga fjölskyldu

Þann 14. júlí síðastliðinn eignuðust þau Hjálmar Björn Guðmundsson og Ingibjörg Signý Aadnegard á Blönduósi yndislegar tvíburastelpur. Fljótlega kom í ljós að önnur þeirra er með hjartagalla og þurfti hún að fara nokkurra daga gömul með pabba sínum og föðurömmu til Lundar í Svíþjóð. Hún fór í aðgerð 2. ágúst og gekk hún vel en sama dag flugu mamma hennar, tvíburasystir, Guðjón stóri bróðir þeirra og móðuramma til Svíþjóðar.
Meira

Hjalti og Lára með nýja plötu

Hjónin Hjalti Jónsson og Lára Sóley Jóhannsdóttir stefna á að gefa út nýja plötu 25. ágúst næstkomandi. Er þetta önnur plata þeirra en fyrri plata þeirra sem heitir einfaldlega Hjalti og Lára, kom út árið 2013. Hjalti er, líkt og margir vita, alinn upp á Blönduósi en þau eru búsett á Akureyri.
Meira