Ég undirrituð, Dagný Rósa Úlfarsdóttir, hef ákveðið að bjóða mig fram í 3.-5. sæti í forvali hjá Vinstrihreyfingunni grænu framboði í Norðvesturkjördæmi vegna komandi kosninga. Mér finnst mikilvægt að fyrir VG starfi fjölbreyttur hópur með mismunandi sjónarmið og reynslu og því tek ég þátt. Ég hef setið í sveitarstjórn Skagabyggðar í 6 ár og öðlast þar góða og mikla reynslu. Ég er búsett í Austur-Húnavatnssýslu og hef starfað sem grunnskólakennari á Skagaströnd síðan 1999.
Mér líður stundum sem 16 ára ungum manni eins og litið sé niður til mín þegar ég tjái skoðanir mínar opinberlega. Eitt sinn var sagt við mig að ég ætti ekkert að vera tjá mig um hluti sem ég hefði ekkert vit á, sem dæmi.
Í fréttablaðinu á mánudaginn var haft eftir Ingvari U. Skúlasyni, framkvæmdastjóra Klappa Development ehf., að framkvæmdir um álver á Hafursstöðum í Skagabyggð væri í biðstöðu. Sagði hann ástæðuna vera þá að verið væri að bíða eftir að orkufyrirtækin teldu sig geta selt orku.
Sameiginlegt gæðingamót Þyts og Neista verður haldið á Blönduósi 13. ágúst nk. Þá verður opið íþróttamót Þyts haldið á Hvammstanga 19.-20. ágúst næstkomandi.
Miðvikudaginn 10. ágúst verður haldið minningarmót Þorleifs Arasonar á Húnavöllum. Byrjar mótið klukkan 18:00. Þar verður keppt í spjótkasti, kringlukasti og spjótkasti, bæði í kvenna og karlaflokki. Þá verða veitt verðlaun fyrir besta árangurinn í báðum flokkum og að auki fer farandbikar í hendurnar á þeim einstaklingi innan USAH sem náði besta afrekinu á mótinu. Skránin fer fram á staðnum.
Nú er rétti tíminn til að kaupa sólarvörn, sólgleraugu og sólhlíf og fleira sem tengist þessari gulu feimnu kúlu sem stundum heiðrar okkur með nærveru sinni, því hiti er í kortunum hér fyrir norðan í dag og á morgun.
Ég, Hafdís Gunnarsdóttir, gef kost á mér í prófkjör Sjálfstæðisflokksins í norðvestur kjördæmi sem haldið verður þann 3. september 2016 og sækist eftir 3. sæti á listanum. Ástæðan fyrir því að ég býð mig fram er að ég sé ótal tækifæri til að efla svæðin í þessum víðferma kjördæmi og vil með þessum hætti ganga beint til verka.
Á næstunni fer fram forval Vg í Norðvesturkjördæmi. Ég hef gefið kost á mér í forystu hreyfingarinnar í kjördæminu. Undanfarin ár hef ég verið varaþingmaður Vg.
Komin er út hjá bókaútgáfunni Sæmundi bókin Hugurinn á sín heimalönd eftir Rúnar Kristjánsson á Skagaströnd. Hér er um ljóðabók að ræða sem jafnframt er áttunda kveðskaparbók Rúnars. Bókin er kilja, 194 blaðsíður að stærð.
Þann 15. september komu saman rektor Háskólans á Hólum ásamt deildarstjórum, prófessor, gæðastjóra og kennslustjóra með fulltrúum Háskólafélags Suðurlands, SASS og atvinnugreinum á Suðurlandi til vinnufundar um samstarf á nýrri nálgun í háskólamenntun, þróun örnáms á háskólastigi.
Tal Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, dómsmálaráðherra og þingmanns Viðreisnar, um að taka þurfi á veitingu dvalarleyfa hér á landi í því skyni að taka útlendingamálin fastari tökum er í bezta falli broslegt í ljósi þess að mikill meirihluti þeirra sem komið hafa til landsins á undanförnum árum hafa ekki þurft slík leyfi. Ástæðan er sú að þeir hafa komið frá eða í gegnum önnur ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) þaðan sem frjálst flæði fólks er til landsins.
Herra Hundfúll fylgdist með keppni í Skólahreysti með öðru auganu nú á laugardaginn. Hann gladdist talsvert yfir gengi skólanna á Norðurlandi vestra. Varmhlíðingar voru sendir upp á svið til að taka við verðlaunum fyrir þriðja sætið en nemendur Grunnskóla Húnaþings vestra enduðu í fjórða sæti en með jafnmörg stig og Varmahlíðarskóli. En svo var farið að reikna ... aftur...
Hrafnhildur, sem er árgerð 1978, býr nú á Sámsstöðum í Fljótshlíð en ólst upp í Dæli í Víðidal eða upp á engilsaxnesku Pumping in Wide Valley. Hún segist hafa náð ótrúlegri frægð í Húnaþingi vestra en líklega er hún hvað þekktust fyrir að vinna Söngkeppni framhaldsskólanna, fyrir heldur mörgum árum eins og hún segir sjálf, eða árið 1995. Þegar Hrafnhildur er spurð að því hvert sé hennar aðalhljóðfæri svarar hún því til að það séu raddböndin.