A-Húnavatnssýsla

Nes listamiðstöð í áströlskum netmiðli

Á skagastrond.is er greint frá áströlskum netmiðli sem fjallar um listakennarann Amanda Marsh, sem mun dvelja í Nes listamiðstöðinni á Skagaströnd í janúar 2017.
Meira

Klassískar perlur á síðsumri með fiðlusmellum og sönglögum

Þriðju fimmtudagstónleikar sumarsins í tónleikaröð 1862 Nordic Bistro og Menningarfélags Akureyrar verða haldnir í Hofi fimmtudagskvöldið 4. ágúst kl. 20.00.
Meira

Byggðaráætlun 2017 - 2023 í mótun

Viljirðu setja fram tillögu í byggðaáætlun 2017-2023 sem nú er í mótun er það hægt hér á heimasíðu Byggðastofnunar, undir BYGGÐAÁÆTLUN. Tillögur sem gerðar verða í tillöguformið verða lagðar fyrir verkefnisstjórn byggðaáætlunar og hún tekur afstöðu til þeirra. Á þessu svæði heimasíðunnar er líka að finna upplýsingar um áætlunarvinnuna, fyrri byggðaáætlanir og sóknaráætlanir landshluta. Eftir því sem efni verður til, tengt byggðaáætlun, mun það verða lagt þarna inn.
Meira

Norðurland vestra með flest sauðfjárbú með yfir 600 kindur

Í skýrslu Byggðastofnunar um dreifingu sauðfjár á Íslandi segir að af 470.678 kindum á landinu í nóvember 2015, voru 37.716 í Vestur-Húnavatnssýslu og 38.266 í Austur-Húnavatnssýslu. Þá kemur einnig fram að af 2.498 sauðfjárbúum á Íslandi, voru 108 í Vestur-Húnavatnssýslu og 120 í Austur-Húnavatnssýslu. Norðurland vestra státar af flestum sauðfjárbúum með fleiri en 600 kindum en þau eru 35 talsins. Sauðfjárbú með 400-599 kindur voru einni flest á Norðurlandi vestra, 75 talsins.
Meira

Miðfjarðará önnur aflahæsta laxveiðiá landsins

Það sem af er sumri er Miðfjarðará önnur aflahæsta laxveiðiá landsins en þar höfðu samkvæmt síðustu tölum, veiðst 1996. laxar.
Meira

Björgunarsveitir frá Norðurlandi vestra á hálendisvaktinni

Greint er frá hálendisvakt Landsbjargar á huni.is. Björgunarsveitin Húnar í Húnaþingi vestra tekur þátt í vaktinni en félagar úr sveitinni eru nú komnir í Nýjadal en þar verður dvalið í viku.
Meira

Umferðin getur tekið sinn toll

Margir verða á faraldsfæti þessa stærstu ferðahelgi ársins. Til að mynda eru bæjarhátíðir a.m.k. á átta stöðum og umferðin verður þung. Þegar svo ber við er mikilvægt að stíga létt á bensíngjöfina. Halda sig innan leyfilegs hámarkshraða og við þann umferðarhraða sem ríkir hverju sinni. Láta framúrakstur bíða betri tíma ef umferð er mikil enda ávinningur af honum lítill við þessar aðstæður. Í mesta lagi nokkrar bíllengdir en áhættan þeim mun meiri.
Meira

Gæðingamót Þyts og Neista

Þann 13. ágúst næstkomandi verður haldið sameiginlegt gæðingamót hestamannafélaganna Þyts og Neista. Mótið fer fram á Blönduósi og verður boðið upp á eftirfarandi flokka: A-flokk gæðinga, B-flokk gæðinga, B-flokk áhugamanna, Ungmenni (18-21 árs á keppnisárinu), Unglingar (14-17 ára á keppnisárinu), Börn (10-13 ára á keppnisárinu), 100m skeið, 250 m brokk og Pollaflokk (9 ára og yngri á árinu).
Meira

Blöndubrú lagfærð

Á huni.is er sagt frá því að vegagerðin hyggist hefja lagfæringar á Blöndubrú í næsta mánuði. Steypta stéttin sem liggur sunnan megin á brúnni verður tekin burt og mun þá akreinin á brúargólfinu breikka um 60-70 sentímetra.
Meira

Veðrið um Verslunarmannahelgina

Ekki er beint hægt að tala um að veðrið muni leika við landsmenn um Verslunarmannahelgina ef marka má veðurspá Veðurstofu Íslands, með undantekningum þó.
Meira