Vann alla titla sem í boði voru - Íþróttagarpurinn Dagbjört Dögg Karlsdóttir Hrútafirði
feykir.is
Aðsendar greinar, Vestur-Húnavatnssýsla
24.08.2019
kl. 10.06
Húnvetningurinn Dagbjört Dögg Karlsdóttir hefur gert það gott í Domino's-deild kvenna í körfunni undanfarin ár með liði sínu, Val á Hlíðarenda, og var hún m.a. valin besti ungi leikmaður Domino's-deildar kvenna 2017-2018. Hjá Val er hún einn af burðarásum liðsins, sem hirti alla titla sem í boði voru á síðasta tímabili, deildar-, bikar- og Íslandsmeistarar. Einnig hefur hún verið í yngri landsliðshópum og nú í A-landsliðinu. Dagbjört Dögg er fædd árið 1999, uppalinn á Reykjaskóla í Hrútafirði en flutti í Kópavoginn þar sem hún stundar háskólanám meðfram körfuboltanum. Dagbjört er íþróttagarpur Feykis að þessu sinni.
Meira
