Torskilin bæjarnöfn - Elvogar í Sæmundarhlíð
feykir.is
Skagafjörður, Aðsendar greinar
16.06.2019
kl. 08.07
Nú er ávalt nefnt og ritað Elvogar, en vafalaust hefir bærinn heitið að fornu Élivogar. Í landamerkjaskrá fyrir Sólheima frá 1378 er nafnið ritað Elevágar (Dipl. fsl. VIII. b., bls. 15), og í Jarðaskrá Teits lögmanns Þorleifssonar 1522 er Jelivogar Dipl. lX. b., bls. 93). Samkvæmt þessu má því fullyrða, að Élivága nafnið sje upprunalegt, og jafnframt bendir nafnið á það, að goðfræðilega sögnin um Élivága hefir vakað fyrir þeim, er nafnfesti bæinn (Snorra-Edda, bls. 10 og víðar).
Meira
