Aðsent efni

Flutningskerfi raforku til Skagafjarðar og um Skagafjörð

Fyrir liggja sjö tillögur að breytingum á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021. Af þeim tillögum er lega Blöndulínu 3 um Sveitarfélagið Skagafjörð umfangsmest, en einnig eru þar mikilvægar tillögur t.d. um lagningu á jarðstreng frá spennivirkinu í Varmahlíð til Sauðárkróks ásamt breytingum á staðsetningu núverandi spennuvirkis. Einnig mætti nefna tillögur um að fella út af skipulagi urðunnarsvæðið við Brimnes og stækkun á iðnaðarlóð í Varmahlíð. Hér að neðan verður þó eingöngu fjallað um tillögur vegna legu Blöndulínu 3 um Skagafjörð og reynt að skýra sem best allar hliðar þess máls.
Meira

Bóndi, býður þú þorra í garð? - Pistill Byggðasafns Skagfirðinga

Þorrinn er genginn í garð, margir stefna á að fara á þorrablót og því ekki úr vegi að fjalla örstutt um tímabilið. Í forníslensku tímatali var þorri fjórði mánuður vetrar, og hefst hann á föstudegi í 13. viku vetrar, nú á bilinu 19-25. janúar. Þann dag þekkjum við flest undir heitinu bóndadagur.
Meira

Ferðast með Guðrúnu frá Lundi - Áskorendapenninn Kristín Sigurrós Einarsdóttir, Hofsósi

Í þessum rituðum orðum er ég enn á ný að leggja upp í ferðalag með skáldkonunni góðu Guðrúnu frá Lundi. Undanfarin misserin höfum við stöllur ferðast víða, ásamt langömmubarni hennar, Marín Guðrúnu Hrafnsdóttur. Líklega víðar en Guðrún gerði nokkurn tímann í lifanda lífi. Hefur það verið ánægjulegt að leggja lóð á vogaskálarnar til að halda á lofti nafni þessarar merku konu.
Meira

Fasteignaskattar og fráveitugjöld

Ágætur félagi okkar og varamaður áheyrnarfulltrúa Byggðalistans í umhverfis- og samgöngunefnd skrifar grein í Feyki í síðustu viku þar sem hann setur út á að lækkun fráveitugjalda í Skagafirði um sl. áramót leiði ekki til lækkunar fasteignagjalda almennt í Skagafirði. Þessu er því til að svara að fráveitugjald er reiknað út sem ákveðið hlutfall af fasteignamati húsa, mannvirkja, lóða og landa, samkvæmt lögum um skráningu og mat fasteigna. Gildir þetta þar sem fráveita er til staðar, þ.e. í þéttbýli í Skagafirði og er því gjaldi ætlað að standa straum af kostnaði fráveitunnar.
Meira

Leitað eftir þátttakanda í Norðurslóðaverkefni

SSNV er þátttakandi í Norðurslóðaverkefni sem kallast Digi2Market, sem útfærst gæti á íslensku sem stafræn leið til markaðar. Verkefninu er ætlað að taka á ýmsum áskorunum sem fyrirtæki á jaðarsvæðum kunna jafnan að glíma við, svo sem smæð markaðar, fjarlægð frá markaði og einangrun. Markmið verkefnisins er m.a. að þróa nýjungar í stafrænum markaðs- og söluhugbúnaði fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki, aðstoða þau við að nýta sér stafræna möguleika og þróa viðskiptamódel sem stuðlar að umhverfisvænum rekstri. Þá er enn fremur stefnt að því að þátttaka í verkefninu stuðli að alþjóðlegum vexti fyrirtækja.
Meira

Jarðgöng á Tröllaskaga

Það var ánægjulegt að heyra af sameiginlegri ályktun sveitarstjórnar Skagafjarðar og bæjarstjórnar Akureyrar á dögunum þar sem stjórnvöld eru hvött til að tryggja fjármagn svo hefja megi vinnu við að skoða möguleg veggöng milli byggðarlaganna. Þessi hugmynd er ekki ný af nálinni og hafa hugmyndir um þessi jarðgöng verið uppi á borðum í skipulagsvinnu í Skagafirði gegnum tíðina og eins hafa Skagfirðingar áður hvatt stjórnvöld til að skoða þessa vegabót.
Meira

Hvað veldur? Hver heldur?

Ég var eins og flestir orðlaus þegar fregnir bárust af uppsögn Hólmfríðar Sveinsdóttur hjá Iceprotein og Protis. Ekki varð ég minna undrandi þegar ég las í Feyki skýringar hins nýráðna framkvæmdastjóra Fisk Seafood á brottrekstrinum. Þegar fráfarandi framkvæmdastjóri, skrifaði svargrein við þeirri fyrri, vöknuðu enn fleiri spurningar.
Meira

Hugleiðingar um venjur fólks - Áskorendapenninn Þórey Edda Elísdóttir Hvammstanga

Við fjölskyldan fluttumst á Hvammstanga haustið 2014 og hafði ég þá aldrei búið úti á landi áður. Sambýlismaður minn er frá Húnaþingi vestra en sjálf er ég uppalin í Hafnarfirði. Þegar ég var 21 árs gömul flutti ég til Malmö í Svíþjóð, bjó svo um stuttan tíma í Athens í Bandaríkjunum og síðan í Leverkusen í Þýskalandi í 4 ár. Hver staður hefur sín sérkenni og þykir mér vænt um þá alla. Á öllum stöðum hef ég lært marga nýja hluti og hafa þeir allir haft áhrif á það hver ég er í dag.
Meira

Lét eitt gott spark vaða í óæðri enda mótherja síns - Liðið mitt Sunna Ingimundardóttir

Sunna Ingimundardóttir, tannlæknir og brottfluttur Króksari, er Púllari af lífi og sál. Nú býr hún í útjaðri Kópavogs, eins nálægt náttúrunni og hægt er að vera í borg óttans, eins og hún segir sjálf. Hún er bjartsýn á gengi Liverpool þetta tímabil, eins og margir aðrir Púllarar, og teluur að liðið fari alla leið. Sunna svarar spurningum í Liðið mitt að þessu sinni.
Meira

Sannleikurinn er sagna bestur

Að gefnu tilefni ætla ég að fjalla lítillega um rekstur Iceproteins ehf. og Protis ehf. síðustu árin, þ.e. frá 2013 til 2017, en ég hef ekki niðurstöðu ársins 2018. Á árinu 2012 eignaðist FISK-Seafood ehf. allt hlutafé í rannsóknar og þróunarfyrirtækinu Iceprotein. Starfsemin það ár var mjög takmörkuð vegna sérstakra aðstæðna. Í mars 2013 er dr. Hólmfríður Sveinsdóttir ráðin framkvæmdastjóri fyrirtækisins og tók að sér það verkefni að byggja upp fyrirtækið að nýju og veita því forstöðu og hefur gegnt því starfi af miklum myndarskap allt fram að síðustu helgi.
Meira