Frumtamningar - Kristinn Hugason
feykir.is
Skagafjörður, Aðsendar greinar
17.11.2018
kl. 08.03
Því sem svo hnyttilega er lýst í vísunni hér að ofan er jú inntak tamningar og þjálfunar hrossa, þ.e. að þeim fari fram jafnt og þétt og henti að tamningunni lokinni í þau verkefni sem þeim eru ætluð. Kynbætur hafa hliðstætt inntak, að rækta gripi sem taka vel tamningu og hafa til að bera stærð, fegurð og myndarskap auk eðlisgróinna kosta. Ekki er nokkur vafi á að ræktuninni hefur fleygt svo fram síðustu áratugina að líkja má við byltingu en mikilvægi tamningarinnar er þó alltaf samt. Ekki er þó ætlunin í þessum pistli að rita um kynbótastarfsemi eða tamningar sem slíkar, heldur datt mér í hug að bera lítilega saman frumtamningar fyrr og nú.
Meira