Yfirlýsing vegna starfsloka dr. Hólmfríðar Sveinsdóttur
feykir.is
Skagafjörður, Aðsendar greinar
05.03.2019
kl. 14.23
KS og Hólmfríður Sveinsdóttir, fráfarandi framkvæmdastjóri Iceprotein og Protis hafa komist að samkomulagi um starfslok Hólmfríðar. Í nokkurn tíma hefur staðið yfir undirbúningur að samþættingu rannsókna-, nýsköpunar-, markaðs- og sölumála hjá KS samstæðunni, sem til þessa hefur farið fram á nokkrum stöðum. Það er sýn aðila að breytingarnar leiði til markvissara starfs og sé tækifæri til að efla enn frekar þessa starfsþætti til framtíðar. Breytingarnar leiða óhjákvæmilega af sér breytt skipulag þeirra mörgu starfseininga sem undir eru.
Meira