Aðsent efni

Yfirlýsing vegna starfsloka dr. Hólmfríðar Sveinsdóttur

KS og Hólmfríður Sveinsdóttir, fráfarandi framkvæmdastjóri Iceprotein og Protis hafa komist að samkomulagi um starfslok Hólmfríðar. Í nokkurn tíma hefur staðið yfir undirbúningur að samþættingu rannsókna-, nýsköpunar-, markaðs- og sölumála hjá KS samstæðunni, sem til þessa hefur farið fram á nokkrum stöðum. Það er sýn aðila að breytingarnar leiði til markvissara starfs og sé tækifæri til að efla enn frekar þessa starfsþætti til framtíðar. Breytingarnar leiða óhjákvæmilega af sér breytt skipulag þeirra mörgu starfseininga sem undir eru.
Meira

Raforkuöryggi, samtal og samráð - Blöndulína 3, tenging á milli Blöndu og Akureyrar

Undanfarið hafa birst greinar um tengingu sem fyrirhuguð er milli Blöndu og Akureyrar, Blöndulínu 3, línu sem ætlað er að tryggja stöðugleika raforkukerfisins á Norður- og Austurlandi og er mikilvægur hlekkur í framtíðarflutningskerfinu. Fram hefur komið að Blöndulína 3 sé ekki á þriggja ára framkvæmdaáætlun Landsnets og er það rétt en mikilvægt er að átta sig á að Kerfisáætlun Landsnets skiptist í tvennt, þ.e. þriggja ára framkvæmdaáætlun og tíu ára áætlun. Blöndulína 3 er því í Kerfisáætluninni þó hún sé ekki áætluð til framkvæmda innan þriggja ára. Gert er ráð fyrir að línan komi í beinu framhaldi af framkvæmdum við Hólasandslínu 3 sem farið verður í eftir að Kröflulína 3 verður að veruleika á næstu misserum. Kerfisáætlun er endurskoðuð árlega.
Meira

Vinnuhestar - Kristinn Hugason skrifar

Í fyrstu grein minni hér í Feyki þetta árið skrifaði ég um landpósta og pósthesta. Segja má að rökrétt framhald þess sé að fjalla um vinnuhesta en í sjálfu sér voru pósthestarnir vinnuhestar; þeir voru flestir notaðir sem áburðarhestar undir póstkoffortunum en póstarnir voru ríðandi. Nema þá í þeim tilfellum sem þeir fóru ókleif fjöll hestum eða aðrar slíkar vegleysur að þeir yrðu að fara fótgangandi eða þá að þeir færu sjóveg.
Meira

Tækifærin á landsbyggðinni - Áskorendapistill Sveinbjörg Pétursdóttir Hvammstanga

Fólksflótti af landsbyggðinni er eitthvað sem við heyrum reglulega í umræðunni. Þá virðist þetta einnig vera skilgreint sem vandamálið að halda unga fólkinu í heimabyggð. Umræðan er gjarnan á þá leið að við þurfum að halda unga fólkinu á svæðinu, halda því hérna í framhaldsskóla, háskóla og þar fram eftir götunum til að auka líkur á því að þau vilji búa á svæðinu þegar fullorðinslífið er tekið við.
Meira

Verjum sérstöðu landsins

Nú hefur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra birt drög að frumvarpi til að bregðast við niðurstöðu EFTA-dómstólsins um innflutningstakmarkanir á fersku kjöti til landsins. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir heimildum til innflutnings á hráu ófrosnu kjöti og ógerilsneiddum eggjum. Frumvarpið hefur hvorki verið lagt fyrir ríkisstjórn eða stjórnarflokka. Það er enn í vinnslu hjá ráðuneyti en opnað hefur verið á samráð um frumvarpið í gegnum samráðsgátt stjórnvalda.
Meira

Öryggisþjónusta í uppnámi

Eitt hinna mikilvægustu samfélagsverkefna er heilbrigðisþjónusta en hún hefur þróast á ýmsa vegu á Íslandi á undanförnum áratugum. Einstaka þættir hennar hafa sprottið fram fyrir tilstuðlan félagasamtaka án hagnaðarsjónarmiða og þar má nefna sjúkraflutninga í landinu. Félagar í Rauða Krossinum hófu sjúkraflutninga í sjálfboðaliðavinnu fyrir nærfellt einni öld og hafa staðið vörð um þennan þátt æ síðan. Eftir því sem næst verður komist, þá hefur verið staðið vel að allri þessari þjónustu, bæði hvað varðar faglega og kostnaðarlega þætti. Snurða hefur nú hlaupið á þráðinn.
Meira

Ótímabærar ákvarðanir um Blöndulínu 3

Í grein frá fulltrúum meirihluta framsóknar- og sjálfstæðisflokks í skipulags- og byggingarnefnd, sem birtist á vef Feykis 22. febrúar, er ástæða þess að Blöndulína 3 er nú sett á aðalskipulag Skagafjarðar sögð að frestur um ákvörðun línunnar hafi runnið út árið 2016. Staðreyndin er sú að Blöndulína 3 er ekki á framkvæmdaáætlun Landsnets til næstu þriggja ára samkvæmt kerfisáætlun og umhverfismat línunnar liggur ekki fyrir. Að setja Blöndulínu 3 á aðalskipulag er því algjörlega ótímabær ákvörðun. Meirihluti sveitarstjórnar er tilbúinn að binda sig við aðeins 3 km í jörðu og restina í möstur, þegar ljóst er að framkvæmdin kemur ekki til með að eiga sér stað á næstunni. Tækninni fleygir fram og getur gjörbreytt forsendum jarðstrengjalagna í millitíðinni.
Meira

Verndum Tungudal!

Undanfarin ár hef ég nokkrum sinnum lagt leið mína á Tungudal í Fljótum. Með í för hafa ýmist verið ferðamenn, skólakrakkar eða góðir vinir. Lengi hafði ég vitað af þessari lítt þekktu perlu áður en ég lagði leið mína þangað fyrst og varð ekki fyrir vonbrigðum. Dalurinn er ægifagur og þar er ýmislegt sem hrífur þá sem hann heimsækja. Í þessum ferðum hef ég sagt samferðafólki mínu frá Guðrúnu frá Lundi og ýmsu öðru sem tengist svæðinu og sögu þess. Frásögnin er gjarnan á þessa leið: „Í þessu umhverfi var Guðrún Baldvina Árnadóttir fædd á Lundi í Stíflu í Fljótum 3. júní árið 1887. Um það leyti sem bækur hennar fóru að koma út var þeirri sveit að stórum hluta sökkt undir vatn, vegna virkjanaframkvæmda, sem seint yrðu leyfðar í dag.“
Meira

Stór fiskur í lítilli tjörn eða lítill fiskur í stórri tjörn? - Áskorandi Ragnheiður Hlín Símonardóttir, brottfluttur Skagfirðingur

Ég vil byrja á að þakka gömlu vinkonu minni, Elísabetu Kjartansdóttur fyrir að hafa trú á mér með pennann - það var fallegt af henni. Nú eru orðin rúmlega 12 ár síðan ég fluttist burt úr Skagafirði að Kálfafelli í Skaftárhreppi, ásamt manni mínum og þremur börnum. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og börnunum fjölgað um tvö.
Meira

Torskilin bæjarnöfn - Djúpidalur í Blönduhlíð

Djúpidalur í Blönduhlíð hefir án efa heitið Djúpárdalur til forna. „Þórir dúfunef nam land á milli Glóðafeykisár og Djúpár,“ segir í Landnámu (Landnáma, bls. 143). Dalurinn hefir svo verið kendur við ána og kallaður Djúpárdalur. Af dalnum hefir bærinn dregið nafn. En snemma hefir Djúpadalsnafnið myndast; þannig t.d. í Sigurðarregistri 1525 (dipl. Ísl. IX. b., bls. 301).
Meira