Aðsent efni

Nói frá Saurbæ einn af uppáhaldshestunum - Hestamaðurinn Sigríður Gunnarsdóttir

Það er óhætt að segja að hestar séu stór hluti af lífi séra Sigríðar Gunnarsdóttur, sóknarprests á Sauðárkróki, þó kannski óbeint sé. Hún er gift tamningamanninum Tóta, Þórarni Eymundssyni, sem gert hefur garðinn frægan á keppnisvellinum innan lands sem utan. Þau Sigga og Tóti eiga þrjú börn, Eymund Ás (16), Þórgunni (13) og Hjördísi Höllu (6) en til gamans má geta að Þórgunnur hefur verið iðin í keppnum og unnið til verðlauna. Sigga er hestamaður Feykis að þessu sinni.
Meira

Lögreglan efld

Á síðasta ári var bætt við stöðugildum hjá flestum lögregluembættum um landið til að styrkja skilvirkni lögreglunnar í kynferðisbrotamálum. Þar með var hafin vinna við að hrinda í framkvæmd aðgerðaáætlun um meðferð kynferðisbrota innan réttavörslukerfisins. Sú aðgerðaáætlun felur m.a. í sér að renna styrkari stoðum undir samstarf milli lögreglu og ákæruvalds til að bæta stöðu brotaþola í kynferðisbrotamálum og styrkja réttarstöðu þeirra.
Meira

Mætum á staðinn – íbúalýðræði í sveitarfélaginu Skagafirði

Íbúalýðræði og samráð við íbúa eru orð sem voru mikið notuð í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga síðastliðið vor. Í því samhengi var meðal annars talað um þátttökuaðferðir, en þær eru nokkrar og mis bindandi. Nú í haust var tekin samhljóða ákvörðun í sveitarstjórn sveitarfélagsins Skagafjarðar að bjóða íbúum upp á opna íbúafundi þar sem rædd verður fjárhagsáætlun ársins 2019 og íbúum gefinn kostur á að koma með sínar hugmyndir um áhersluatriði í þjónustu og framkvæmdum.
Meira

Fjárgötur myndanna - Allt fram streymir ár og dagar

Fyrir 56 árum kom Reynir Karlsson Frammari, landsliðsmaður í knattspyrnu síðar íþróttafulltrúi ríkisins á Krókinn að kenna til þjálfunar í yngri flokkum knattspyrnunnar. Reynir lauk knattspyrnuþjálfaraprófi frá Íþróttaháskólanum í Köln 1960. Hann þjálfaði á árunum 1954 -1971 meistaraflokka Fram, ÍBA, ÍBK, Breiðablik og landsliðið um hríð.
Meira

Leiðsagnarmat - Áskorandinn Sigurður Þór Ágústsson, skólastjóri Grunnskóla Húnaþings vestra

Í Grunnskóla Húnaþings vestra hefur verið horft á nýjar leiðir í námsmati í samvinnu við skólana á Húnavöllum, Blönduósi og Skagaströnd. Þessi samvinna hófst haustið 2017 og eru skólarnir á öðru ári í þessari innleiðingu sem kallast leiðsagnarmat. Leiðsagnarmat er svo sem ekki nýtt fyrirbæri í sjálfu sér en kjarninn í þessari nálgun á námsmati er að nemandinn fær skýra sýn á markmið viðfangsefna og leiðsögn til að leysa þau sem best úr hendi.
Meira

Fræðsla um eldvarnir skilar árangri

Eldvarnaátak Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna fer fram um allt land um þessar mundir eins og mörg undanfarin ár. Slökkviliðsmenn heimsækja þá börnin í 3. bekk grunnskólanna og fræða þau um eldvarnir. Börnin fá með sér heim handbók Eldvarnabandalagsins um eldvarnir heimilisins og söguna af Brennu-Vargi og Loga og Glóð. Þeim gefst jafnframt kostur á að taka þátt í Eldvarnagetrauninni en heppnir þátttakendur í henni fá jafnan afhent vegleg verðlaun á 112-deginum, 11. febrúar.
Meira

Verum snjöll - Verslum heima!

Það styttist til jóla. Áður en við vitum af verðum við farin að skrifa jólakortin og pakka inn jólagjöfum. Það er afar misjafnt hvenær fólk hefst handa við jólagjafainnkaupin. Einhverjir byrja snemma árs en svo eru aðrir sem bíða þar til á Þorláksmessu með að kaupa gjafirnar og allt þar á milli. Það er líka afar misjafnt hversu miklu við eyðum í jólagjafir.
Meira

Frítekjumark eflir smábátaútgerð

Það er ánægjulegt að samstaða náðist í atvinnuveganefnd um að leggja til verulega hækkun á frítekjumarki veiðigjalda og koma þar með verulega til móts við erfiðleika í rekstri margra lítilla og meðalstórra útgerðarfyrirtækja sem margar hverjar eru burðarásar í sínum byggðarlögum. Leggjum við til að frítekjumarkið verði sem nemur 40% afsláttur af fyrstu 6 m.kr. sem þýðir að hámarksafsláttur getur orðið á hvern útgerðaraðila 2.4 m.kr. en er í dag um 1.5 m.kr. þetta þýðir að minni og meðalstórar útgerðir greiði lægra hlutfall af aflaverðmæti af veiðigjaldi hverju sinni upp að 6 m.kr.
Meira

Fögnum saman 100 ára fullveldi!

Í ár fögnum við því að liðin eru 100 ár frá því að Ísland varð frjálst og fullvalda ríki með gildistöku sambandslaganna 1. desember 1918. Segja má að það hafi verið merkasti áfanginn í sjálfstæðisbaráttunni, sem þá hafði staðið í nær eina öld. Í október 2016 var samþykkt á Alþingi þingsályktun um hvernig skyldi staðið að hátíðarhöldum í tilefni aldarafmælis fullveldis og í henni kemur fram hlutverk afmælisnefndar og afmörkun verkefna hennar. Inntak þingsályktunarinnar byggir á sömu forsendum og sjálfstæðisbaráttan gerði, þ.e. íslenskri menningu og tungu þjóðarinnar.
Meira

Að vera fjölburaforeldri - Áskorandapenni Stefanía Sigurðardóttir Sauðárkróki

Inga María skoraði á mig að taka við pennanum og eins og öllum áskorunum í lífinu þá tek ég henni. Mér finnst það viðeigandi að skrifa um mína stærstu áskorun hingað til, að verða fjölburaforeldri!
Meira