Aðsent efni

Úr fórum Theodórs - Kristinn Hugason skrifar

Theodór Arnbjörnsson frá Ósi var fyrsti ráðunauturinn sem sinnti starfi hrossaræktarráðunautar Búnaðarfélags Íslands sem aðalviðfangsefni. En fyrstu afskipti Búnaðarfélags Íslands af hrossarækt og hrossakynbótum má rekja til ársins 1902, er félagið réði til sín fyrsta ráðunautinn í búfjárrækt.
Meira

Ertu að reima skóna þína rétt? Áskorandinn - Guðný Hrund Karlsdóttir Hvammstanga

Ég hef verið að velta því fyrir mér hvernig hægt er að festast í viðjum vanans án þess að gera sér nokkra grein fyrir því. Eitthvað sem lærðist einu sinni verður að vana, eins og heilagur sannleikur sem aldrei er efast um, jafnvel þó því fylgi stundum vandamál.
Meira

Hér er Skagfirðingur

Trjágreinarnar með gulnuðu laufi sem umvefja jólablað Feykis 2018 eru greinar gulvíðis (Salix phylicifolia) sem á rætur að rekja í Fögruhlíð í Austurdal í Skagafirði. Það sem er eftirtektarvert og raunar merkilegt við þennan víðir er að hann ólíkt flestum öðrum lauftrjám, heldur sölnuðu laufinu langt fram á vetur. Þetta má greinilega sjá á myndinni sem tekin er í Kópavogi 16. desember 2018.
Meira

„Munaði minnstu að ég yrði atvinnumaður í knattspyrnu“ - Liðið mitt :: Sigurður Guðjón Jónsson Liverpool

Sigurður Guðjón Jónsson er Skagfirðingur sem býr í Kópavogi og starfar sem verkfræðingur hjá Mannviti. Hans uppáhaldslið er Liverpool og spáir hann liðinu sæti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Siggi, sem er sonur Sibbu Guðjóns og Nonna frá Reynistað, svarar spurningum í Liðinu mínu í Feyki að þessu sinni.
Meira

Ég er aðkomumaður - Áskorendapenninn Sigrún Benediktsdóttir Varmahlíð

Ég ákvað að deila með ykkur upplifun minni af því að fara að heiman. Ég er fædd og uppalin í þorpinu á Akureyri er ég því ekta þorpari. Faðir minn var einnig þorpari en móðir mín var fædd á Vaðbrekku í Hrafnkelsdal en í þann dal var ég send sem barn í eitt sumar.
Meira

Samningar um samstarf Skagafjarðar og Sýndarveruleika samþykktir

Á fundi sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar í gær voru samþykktir samningar á milli Sýndarveruleika ehf. og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um uppbyggingu nýrrar ferðaþjónustustarfsemi á Sauðárkróki.  Samkvæmt þeim mun Sýndarveruleiki koma upp og starfrækja sýningu um Sturlungaöldina þar sem áhersla er á nýjustu tækni í miðlun, m.a. með sýndarveruleika. Ætlunin er að sýningin skapi vel á annan tug beinna starfa í Skagafirði og að hún efli Skagafjörð sem áfangastað fyrir ferðafólk.
Meira

Blóðug lækning? - Pistill Byggðasafns Skagfirðinga :: Inga Katrín D. Magnúsdóttir

Hefur þú velt því fyrir þér hvernig fólk brást við þegar veikindi og slys bar að höndum fyrr á öldum? Læknisfræði hefur fleygt fram síðustu áratugi og nú finnst okkur sjálfsagt að hafa aðgang að lækni í nágrenninu þegar eitthvað bjátar á, en fram á síðari hluta 19. aldar voru aðeins sjö læknisembætti á Íslandi, auk landlæknis.[1]
Meira

Hefur farið á einn leik á Old - Trafford Liðið mitt :: Sunna Björk Atladóttir

Sunna Björk Atladóttir, leikmaður Tindastóls til fjölda ára og lögmaður hjá Pacta lögmönnum á Sauðárkróki, heldur með Manchester United í Enska boltanum. Hún segir að sex ára gömul hafi pabbi hennar farið með hana á fótboltaæfingu án þess að hún hefði nokkuð um það að segja. „Jólin, það sama ár, fengum við systkinin jólagjöf frá enska jólasveininum sem innihélt Manchester United treyju nr. 7, Beckham, handa mér en bróðir minn fékk treyju nr. 20, Solskjær. Þá var ekki aftur snúið,“ segir Sunna sem svarar hér spurningum í Liðinu mínu á Feyki og kemur þar með leiknum af stað á ný.
Meira

Háskólinn, Já eða Nei? - Áskorandinn Árný Dögg Kristjánsdóttir Austur-Húnavatnssýslu

Hvenær er rétti tíminn til þess að hefja háskólanám? Seinustu vikur hefur háskólinn verið mjög ofarlega í huga mér, og hvort það hafi verið góð hugmynd að hefja háskólanámið á þeim tíma sem að ég gerði. Var ég tilbúin í það að takast á við þá vinnu og það álag sem fylgir háskólanum? Til að byrja með var ég það og hafði fullan metnað og fulla einbeitingu til þess að vinna í þessu.
Meira

Tryggjum jöfnuð gagnvart fæðingarþjónustu

Fæðingarstöðum á Íslandi hefur fækkað hin síðari ár. Árið 2003 voru þeir 14 en eru nú 8. Hátt á þriðja hundrað börn fæðast árlega sem eiga foreldra sem búa yfir hundrað kílómetra frá fæðingarþjónustu. Félags- og jafnréttisráðherra hyggst í samvinnu við heilbrigðisráðherra stofna starfshóp til að fara heildstætt yfir aðstæður barnshafandi kvenna á landsbyggðinni með tilliti til staðsetningar fæðingarþjónustu og gera nauðsynlegar úrbætur.
Meira