Hver á að selja vínið?
feykir.is
Skagafjörður, Aðsendar greinar
19.03.2017
kl. 10.00
„Brennivín er besti matur“, sagði Haraldur frá Kambi eitt sinn og hefur sjálfsagt verið að spá í eitthvað annað en næringargildið því það er af skornum skammti í íslenska brennivíninu eða Svartadauðanum eins og það er stundum kallað. Að vísu gefur það 233 kílókaloríur á 100 grömmin þar sem þau innihalda 33,4 gr. alkóhól, (hvert gramm af alkóhóli gefur 7 hitaeiningar). Önnur efni eru ekki til staðar ef frá er talið vatn, sink og kopar.
Meira