Aðsent efni

Hver á að selja vínið?

„Brennivín er besti matur“, sagði Haraldur frá Kambi eitt sinn og hefur sjálfsagt verið að spá í eitthvað annað en næringargildið því það er af skornum skammti í íslenska brennivíninu eða Svartadauðanum eins og það er stundum kallað. Að vísu gefur það 233 kílókaloríur á 100 grömmin þar sem þau innihalda 33,4 gr. alkóhól, (hvert gramm af alkóhóli gefur 7 hitaeiningar). Önnur efni eru ekki til staðar ef frá er talið vatn, sink og kopar.
Meira

Ja hérna hér! Áskorandi - Anna Scheving á Laugarbakka.

Hvað á ég nú að gera með þetta?, var mín fyrsta hugsun þegar ég sá póstinn frá honum Palla. En kæru lesendur Feykis, þið verðið bara að taka viljann fyrir verkið. Æfi mín byrjaði austur á Reyðarfirði en þar sleit ég barnsskónum og nú er ég hérna á draumastaðnum Laugarbakka í Miðfirði, með viðkomu í Hafnarfirði en þangað fór ég með mínum elskulega eiginmanni 16 ára. Þaðan lá leið okkar aftur austur og svo til Vestmanneyja og þar eignuðumst við okkar elskulegu syni. Gerðumst svo flóttafólk, áttum heima þar þegar tók að gjósa.
Meira

Húnvetningur að norðan

Áskorendapistill - Sesselja Guðmundsdóttir brottfluttur Húnvetningur „Ég er að norðan.“ „Frá Agureyri?“ „Nei, ekki frá Akureyri, ég er Húnvetningur.“
Meira

Áskorendapistill - Ægir Finnsson

Byrjaðu núna!
Meira

Vegagerð og eignanám

Áskorendapistill - Kristín Ásgerður Blöndal Í gegn um tíðina hef ég velt fyrir mér hvernig og hvers vegna ríkisvaldið leggur hald eignir fólks. Ástæður þess eru mismunandi, en vegagerð er þó langalgengasta ástæðan.
Meira

Enn af hegðunarvanda og sálarkröm meðferðarfólks

Hroki og hatursáróður SÁÁ-manna og meðferðarþega þeirra í garð vímuefnaneytenda, háðsglósur og skítkast, er af þeirri stærðargráðu að lengi þarf að leita til að finna eitthvað sem kemst þar í samjöfnuð, meira að segja hér á Íslandi, landi níðskálda og mannorðsþjófa. Og ekki bara í garð vímuefnaneytenda heldur líka allra þeirra sem ekki liggja hundflatir fyrir firrum og hjáfræðum þessa fólks.
Meira

Mamma mia í Varmahlíðarskóla

„Þetta var bara eins og á Stuðmannaballi í gamla daga“ heyrðist einn ánægður áhorfandinn segja í troðfullum Miðgarði nú fyrir skömmu þegar eldri bekkir Varmahlíðarskóla héldu sína árlegu árshátíð.
Meira

Nokkur orð frá Kvenfélagi Seyluhrepps

Í tilefni af degi kvenfélagskonunnar 1. febrúar langar okkur að segja nokkur orð frá Kvenfélagi Seyluhrepps og hvað á daga okkar hefur drifið síðasta árið. Kvenfélag Seyluhrepps var stofnað 1932 og eru félagar þess 35 talsins. Markmið félagsins eru að styrkja nærumhverfið og hafa jákvæð og uppbyggjandi áhrif á samfélagið sem við búum í.
Meira

Viðskiptaráð vill selja Hóladómkirkju

Viðskiptaráð vill að ríkissjóður selji 22 kirkjur þar á meðal Hóladómkirkju. „Ekkja stendur aldin kirkja, ein í túni fornra virkja, hver vill syngja, hver vill yrkja, Hóladýrð, þinn erfisöng?" kvað Matthías Jochumsson í kvæði sínu Skín við sólu Skagafjörður. Hóladómkirkja stendur nú ekki lengur ein á veluppbyggðum Hólastað.
Meira

Einn Hafnarfjarðarbrandari og annar úr Breiðholti

Fyrir nokkrum árum kynntist ég manni í Hafnarfirði sem sagði sínar farir ekki sléttar. Að lokinni áfengismeðferð hjá SÁÁ tók hann þá ákvörðun að halda sig frá áfengisneyslu sem allra mest á sínum eigin forsendum. Hann sökkti sér niður í AA-fræðin og aflaði sér lesefnis af þeim toga erlendis frá. Hann hafnaði allri leiðsögn og ,,hjálp“ sem reynt var að troða upp á hann, og leyfði sér meira að segja að hafa uppi efasemdir um réttmæti þess hvernig SÁÁ-menn útfæra sum atriði í AA-fræðunum.
Meira