Aðsent efni

Blaut tuska í andlit lýðsins

Ég er frekar nýtin manneskja, enda alin upp af bænda-og verkafólki og opinberum starfsmönnum sem vita að peningar vaxa ekki á trjám og sumir fæðast ekki með silfurskeið í munni. Í daglegu lífi nær þessi nýtni til dæmis yfir matarinnkaup og fatainnkaup og þá staðreynd að ég ek um á bíl sem að var framleiddur fyrir hrun. Engu síður nægja launin mín ekki alltaf fyrir mánaðarlegum útgjöldum.
Meira

Vinstri græn á réttri leið

Vinstri græn náðu frábærum árangri í nýliðnum kosningum og sýnir það okkur ótvírætt hve sterkur málstaður og samstaða skilar góðum árangri. Hinu höfum við líka kynnst að sundrung og klofningur meðal vinstri manna er alltaf vatn á myllu hægri aflanna í landinu.
Meira

Ágæta stuðningsfólk!

Snarpri kosningabaráttu er lokið. Við í Norðvesturkjördæmi getum verið stolt af góðum árangri Vinstri grænna. Hreyfingin fékk 18,1% atkvæða sem hefði að öllu eðlilegu átt að skila okkur tveimur þingmönnum. Flokkurinn jók fylgi sitt á landsvísu í 15,9% og er útkoma okkar í þeim samanburði glæsileg. Þetta er önnur bestu útkoma flokksins í kjördæminu frá stofnun hans en árið 2009 fékk hann 22,8% og þrjá menn kjörna.
Meira

Örbirgð, einsemd, einelti

Áhrifamikil sýning í Félagsheimilinu á Blönduósi í gærkvöld, einleikurinn Gísli á Uppsölum. Frábær og hnitmiðaður flutningur, góðar umræður eftir sýninguna um örlög þessa einstaklings Gísla á Uppsölum, sem lenti í einelti strax í barnaskóla, missti af ástinni, fannst hann ekki geta brugðist móður sinni, lifði í vernduðu umhverfi allt sitt líf, lét hverjum degi nægja sína þjáningu, og lifði alla ævi í einsemd án nokkurra lífsgæða.
Meira

Ágæti kjósandi!

Á morgun, laugardaginn 29. október, verður kosið til Alþingis Íslendinga. Stuttri en snarpri kosningabaráttu lýkur og þjóðin ákveður hverjir fara með stjórnartaumana í landinu næstu fjögur árin. Við í Vinstri hreyfingunni grænu framboði finnum fyrir byr í seglin og höfum á ferðum okkar síðustu vikurnar fundið að margir hyggjast binda traust sitt við okkur. Við státum af formanni sem nýtur virðingar og trausts í þjóðfélaginu – langt út fyrir raðir flokksfélaga. Á framboðslista okkar eru öflugir einstaklingar sem bæði í krafti hugsjóna, reynslu og metnaðar vilja gera vel fyrir íslenskt samfélag.
Meira

Hvert skal stefna?

Á morgun er kjördagur, á þeim degi nýtum við Íslendingar kosningarétt okkar til velja okkur forystu í ríkisstjórn. Við valið þurfum við að hafa í huga hvert skuli stefna.
Meira

Lýðræðisvæðum sjávarútveginn!

Stefna Íslensku þjóðfylkingarinnar er "endurskoðun fiskveiðistjórnunar frá grunni og frelsi í sjávarútvegsmálum. Stóraukið frelsi í strandveiðum. Fiskveiðiauðlindin verði sameign þjóðarinnar skv. stjórnarskrá. Erlent eignarhald verði afnumið í sjávarútvegi." Stóraukið frelsi til smábátaveiða merkir hér í raun margföldun í veiði á bolfisk og kvótalausar makrílveiðar. Þá er okkar stefna 6% skattafsláttur af tekjum sjómanna.
Meira

Kjósendur eru sammála Dögun

Mikill meirihluti kjósenda tekur undir þau sjónarmið Dögunar að vextir séu allt of háir í landinu. Mikill meirihluti kjósenda tekur undir þá kröfu Dögunar að leggja beri verðtrygginguna af og skipta verðbólguáhættu á milli fjármálafyrirtækja og skuldara.
Meira

Vilt þú spillingu?

Kjóstu þá núverandi stjórnarflokka. En ef þú ert hugsi yfir ástandinu á Íslandi, ættir þú að staldra við og skoða aðra valmöguleika. Hafðu einnig í huga að:
Meira

Kirkjuklukkum hringt til að sýna íbúum Aleppo samkennd og virðingu

Glöggir bæjarbúar hafa tekið eftir að kirkjuklukkunum hefur verið hringt undanfarna daga kl.17. Ástæðan fyrir því er sú að biskup Íslands hefur beðið presta og sóknarnefndir þjóðkirkjunnar að minnast og biðja sérstaklega fyrir þolendum stríðsátaka í Aleppo. Í bréfi biskups segir m.a:
Meira