Heilbrigðiskerfið þarf að virka fyrir fólk
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Aðsendar greinar, Vestur-Húnavatnssýsla
16.10.2017
kl. 13.07
Í lok síðustu viku vakti ungt fólk athygli á þeim mikla aðstöðumun sem felst í því að eiga langveikt barn á landsbyggðinni. Þórir og Guðrún Kristín eru búsett á Ísafirði og eiga soninn Birkir Snær sem er tæplega tveggja ára gamall. Birkir Snær hefur verið veikur frá fæðingu, og var greindur með krabbamein í apríl í fyrra. Það fylgir því mikið álag og vinna að eiga langveikt barn. Birkir Snær þarf að sækja sína sérhæfðu læknisþjónustu á Landsspítalann, þar er hann í lyfjameðferð og rannsóknum að minnsta kosti einu sinni í mánuði, stundum oftar.
Meira
