Aðsent efni

Sæðingar meðal annars-Bloggsíðan sveito.is

Sigríður Ólafsdóttir, bóndi og ráðunautur í Víðidalstungu í Húnaþing vestra, opnaði um áramótin skemmtilega bloggsíðu þar sem hún leitast við að lýsa hinu daglega lífi í sveitinni. Feykir fékk leyfi til að vekja athygli á þessu bloggi og birta nýjustu færsluna, sem ber yfirskriftina Sæðingar meðal annars. Á blogginu er líka að finna orðabók sem útskýrir ýmis orð sem tengjast sauðfjárbúskap og upplýsingar um kindurnar á bænum. Gefum Sigríði orðið:
Meira

Úr vörn í sókn

Í upphafi nýs árs óska ég íbúum á Norðurlandi vestra heilla með þeirri von að árið 2017 verði okkur öllum heilladrjúgt.
Meira

Safn bóka eða menningarhús? Nokkuð orð um hlutverk og starfsemi bókasafna

Síðastliðinn föstudag var ég á SSNV ráðstefnu sem haldinn var á Laugarbakka, en þar voru m.a. kynntar niðurstöður könnunar á viðhorfum íbúa Norðurlands vestra til ýmissa búsetuþátta. Þar á meðal voru þættir eins og gæði opinberrar þjónustu og mikilvægi umhverfis og ýmissar afþreyingar. Kynnt var hvaða málaflokkar skoruðu hæst í könnuninni, en þar voru bókasöfn með í efstu sætunum. Það vakti undrun hjá fundarmönnum. „Þetta kemur mér skemmtilega á óvart”, sagði einn ráðstefnugesta. „Ég hélt að fólk sækti sér bara upplýsingar á netinu nú í dag”. „Hefur nokkur tíma til að lesa bækur”, sagði annar.
Meira

„Maður á að segja takk!“

Ekki hef ég tölu á því hvað hún ástkær móðir mín sagði þetta oft við mig á uppvaxtarárunum. Ekki að ástæðulausu vill hún eflaust meina. En fyrir þetta er ég þakklátur, afar þakklátur. Þetta gekk hægt en að lokum varð til sæmilega kurteis maður, ég. Forvitinn hef ég ávallt verið, mismikið þó, en að meðaltali svolítið yfir meðaltali.
Meira

Feiti kallinn og Frakkland - Hugleiðing sr. Gísla Gunnarssonar við áramót

“Hvar ætlið þið að láta þennan feita vera?” Þannig hljóðaði ein spurning ársins, sem nú er að líða. Og síðan var spurningin endurtekin og sagt: “Hvar eigum við að koma honum fyrir þessum feita?” - Og smá hlátur fylgdi með. Einhver sem heyrir þetta kann að halda að það hafi verið börn eða unglingar sem báru fram þessar spurningar. Kannski í hugsunarleysi. Eða til að stríða einhverjum, eða særa. Í skólanum væri talað um einelti – fordóma.
Meira

Tónlistarkennarar samningslausir

Ég var að hlusta á fréttir ekki alls fyrir löngu og þá var sagt að tónlistarkennarar væru ekki með gildan kjarasamning og án hans í þó nokkurn tíma. Ég fæddist á Blönduósi fyrir tæpum 50 árum, ólst upp á bænum Köldukinn í Torfalækjarhreppi. Ég er yngstur af átta systkinum. Á heimilinu var orgel, fótstigið, og var ég ansi öflugur að spila á það sem barn, og hafði tónlist frá eldri bræðrum mínum sem fyrirmynd. Það var Stones, Bítlarnir og Slade.
Meira

Hátíðar hugvekja þingmanns

Hin árlega hátíð ljóss og friðar er handan við hornið. Ég sit í stofunni minni heima á Sauðárkrók með flöktandi kertaljós í vetrarmyrkrinu, úti bylur veðrið á gluggunum og snjórinn hylur götuna. Á þessum tíma hafa forfeður okkar haldið upp á jól langt aftur í aldir, allt frá því að heiðnir menn héldu sína jólahátíð til að fagna vetrarsólstöðum og eftir að Íslendingar tóku kristna trú og fögnuðu fæðingu frelsarans. Margt hefur breyst í tímanna rás en þó hafa ákveðin atriði haldið velli í jólahaldi en það eru gleði, vinátta og kærleikur.
Meira

Ferðin en ekki áfangastaðurinn...

Ég vil þakka vini mínum Svavari fyrir að skora á mig og gefa mér tækifæri á því að senda pistil í þetta góða blað. Vil ég samt aðvara lesendur því ég mun skrifa um sjálfan mig í þessum pistli. Vel má vera að hann verði þungur á pörtum en fyrir þá sem halda út að lesa hann til enda mun hann enda vel. Þeir sem þekkja mig vita að ég er mikill keppnismaður og á mjög erfitt með að taka tapi hvort sem það er mitt eigið tap í leik eða tap liðs sem ég fylgi í kappleik. Fyrir mér hefur það verið fyrsta sætið sem skiptir máli og allt annað verið tap, því skildi ég aldrei orðtiltækið „það er ferðin sem skiptir máli en ekki áfangastaðurinn“.
Meira

Fjörðurinn fagri

Kæru lesendur Feykis. Eiginkona mín Karen Ösp Garðarsdóttir skoraði á mig að rita gestapistil í Feyki og ákvað ég að verða við þeirri áskorun. Ég ólst upp á Djúpavogi á Austfjörðunum. Fyrir mér er Berufjörðurinn „fjörðurinn fagri“ og Búlandstindurinn er „fjallið mitt“ þó liðin séu ellefu ár síðan ég flutti í burtu þaðan. Á þeim ellefu árum sem liðin eru, hef ég búið víða; í Reykjanesbæ, í Fjarðabyggð, í Reykjavík og á Akureyri.
Meira

Af ljósakrossum í Sauðárkrókskirkjugarði

Á aðventunni er góður og fallegur siður að tendra ljós á leiðum ástvina og er það hjá mörgum mikilvæg hefð í aðdraganda jólahátíðarinnar. Snemma í haust tók sóknarnefnd Sauðárkrókskirkju þá ákvörðun að fela Kiwanisklúbbnum Drangey að annast uppsetningu og bera ábyrgð á lýsingu í kirkjugarðinum á Nöfunum. Fyrir því voru nokkrar ástæður sem rétt er gera grein fyrir.
Meira