Aðsent efni

Tryggjum Bjarna sæti á Alþingi

Í komandi alþingiskosningum verður m.a. kosið um framtíð hinna dreifðu byggða, vöxt og viðgang þeirra. Bjarni Jónsson er ötull talsmaður landsbyggðarinnar og einn reyndasti sveitastjórnarmaður á Norðurlandi vestra, sem er dýrmæt reynsla fyrir alþingismann. Bjarni mun beita sér af alefli fyrir hagsmunum dreifbýlisins, nái hann kjöri, enda mun ekki af veita.
Meira

Ég fagna!

Ég fagna því að allt ísland fari að virka saman sem ein heild. Ég fagna því að geta notið fullkominnar læknisþjónustu nær heimabyggð, sem stórlækkar kostnað fólks. Ég fagna bættri geðheilsugæslu um allt land. Ég fagna því að vörður verði staðinn um sjávarútveg og landbúnað.
Meira

Íslenskur vinnumarkaður og afnám frítekjumarks

Það er staðreynd að íslenskur vinnumarkaður tekur breytingum í samræmi við framþróun þjóðfélagsins. Ekki bara að störfin breytist heldur tekur samsetning vinnuaflsins breytingum. Þar kemur til menntun, aldur, þjóðerni og bætt heilsa. Heilbrigiðsvísindum fleygir fram og fólk verður eldra og lifir lengur við betri heilsu.
Meira

Hjartað á réttum stað

Íslendingar ganga til kosninga um helgina eftir skammlífa ríkisstjórn sem starfaði í skugga spilltrar stjórnmálamenningar. Upplýsingum er haldið frá almenningi, ójöfnuður fer hratt vaxandi. Hagsmunir hinna ríku ráða för en almannahagsmunir að engu hafðir.
Meira

Virkjum mannauðinn – byggðastefna og atvinnulíf

Atvinnumál eru mikilvæg þegar fólk tekur ákvörðun um hvar það vill búa og lifa lífinu. Það vill nýta menntun sína og reynslu og vinna skemmtileg og áhugaverð störf. Þess vegna er sérstaklega áríðandi að fjölbreytni í atvinnulífi sé sem allra mest á landsbyggðinni. Það á að styðja kröftuglega við nýsköpun, þróun og rannsóknir. Fjölmargt fleira hefur líka áhrif á val á búsetu, skólastarf þarf að vera til fyrirmyndar og margvísleg þjónusta þarf að vera í boði. Þarna liggja mörg tækifæri til að efla byggð um land allt.
Meira

Miðflokkurinn – við ætlum!

Miðflokkurinn býður nú fram í fyrsta sinn, undir tryggri forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sem er sá stjórnmálaforingi nú um stundir sem hefur sýnt það best að hafa hæfileika og festu til að takast á við stór og flókin úrlausnarefni og ná árangri.
Meira

Um gagnsæi, spillingu, traust og samvinnu

Þegar gagnsæi og traust almennings hefur verið aukið fylgir því óhjákvæmilega aukið traust og samvinna milli ólíkra stjórnmálaflokka inni á þingi. Allir stjórnmálaflokkar ættu nefnilega að vera að vinna að sama markmiðinu: að bæta hag almennings í landinu. Við höfum ef til vill ólíka sýn á hvernig er best að standa að því en það er einmitt ástæðan af hverju það er mikilvægt að hafa breiðan, ólíkan hóp fólks á Alþingi.
Meira

Langtímasýnin er gölluð

„Það vantar langtímasýn í landbúnaðarmálin“ höfum við heyrt fleygt fram í kosningabaráttunni. Að einhverju leyti er það satt, en að öðru leyti ekki. Þannig er til dæmis í gildi búvörusamningur sem tekur til næstu tíu ára. Leitun er að slíkri langtímasýn í íslenskri pólitík, nema ef vera skyldi þegar kemur að húsnæðislánunum okkar sem yfirleitt eru til 40 ára.
Meira

Mennt er máttur!

Menntun á að vera öllum aðgengileg óháð aldri, búsetu og efnahag. Allir eiga að geta lært það sem þá langar til, þar sem þá langar til. Til að það sé hægt þarf að standa vörð um rekstur framhaldsskólanna um land allt og bjóða upp á fjölbreytt nám. Nám á framhaldsskólastigi þarf í auknum mæli að vera einstaklingsmiðað og hagnýtt, auk þess sem auka þarf námsframboð tengt iðn- og tæknimenntun og skapandi greinum. Með því búum við okkur undir samfélags- og tæknibreytingar framtíðarinnar. Talið er að meirihluti þeirra sem eru börn í dag muni í framtíðinni gegna störfum sem enn eru ekki til.
Meira

Kjóstu!

Ég hvet alla, sem lesa þessar línur, til að nota kosningaréttinn. Láttu engan halda því fram að þú hafir ekkert vit á þessum málum eða að atkvæði þitt skipti ekki máli. Taktu eftir því hverju þú veitir athygli, það hjálpar þér að sjá hvað má betur fara í samfélagi okkar og hverju þú myndir vilja breyta.
Meira