Aðsent efni

Takk fyrir traustið

Auka kjördæmisþing Framsóknar í Norðvesturkjördæmi fór fram fyrir stuttu síðan. Þar gaf ég ekki kost á mér til áframhaldandi starfa á þingi, að minnsta kosti ekki á næsta kjörtímabili. Þegar ákvörðun sem þessi er tekin, þá er vel við hæfi að skrifa nokkur orð niður á blað og þakka fyrir það traust sem mér hefur verið sýnt í störfum mínum sem þingmaður.
Meira

Grunnbreytingar sem snúa að byggðamálum

Það er þjóðhagslega mikilvægt að hafa öfluga byggð allt í kringum landið. Eftir efnahagshrunið varð landsbyggðin fyrir meiri blóðtöku í formi tapaðra opinberra starfa en höfuðborgarsvæðið, það var dregið meira úr stuðningi við menningartengda starfsemi á landsbyggðinni, meira var skorið niður hjá ýmsum heilbrigðisstofnunum o.s.frv. Nú þegar góðæri ríkir í hagkerfinu erum við því miður að sjá sömu þróun halda áfram. Það segjast allir vera sammála um að mikilvægt sé að snúa þessari þróun við og ég trúi því að víðtækur vilji sé til þess. En af hverju gerist það ekki?
Meira

Alveg ótrúlegt

Áskorandapenninn - Kolbeinn Konráðsson
Meira

Kosningahugleiðingar

Þegar maður knýr dyra og óskar inngöngu er það gamall og góður siður að kynna sig. Framsóknarmenn í Norðvesturkjördæmi blása til kjördæmisþings þann 8. október nk á Bifröst þar sem kjósa skal listann sem verður í framboði til alþingiskosninga nú í haust. Ég hef ákveðið að bjóða mig fram til kjörs í 2. sæti á listann. Halla Signý Kristjánsdóttir heiti ég og er búsett í Bolungarvík.
Meira

Sigurður Orri sækist eftir 1. sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi

Ég hef lýst yfir framboði í 1. Sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Ég lít á það sem nauðsyn að Samfylkingin verði að styrkja sig í kjördæminu fyrir komandi kosningar. Ég tel að ég sé rétti maðurinn vegna þess að ég hef óbilandi baráttugleði og sannfæringu fyrir því hvað þarf að gera í Samfylkingunni og fyrir samfélagið.
Meira

Af hverju þurfum við ný Hvalfjarðargöng?

Ég skrifaði þessa grein í Skessuhornið fyrir nokkrum mánuðum. En held að hún eigi erindi við fleiri í kjördæminu, því útgjöld til vegamála eru takmörkuð, og því getur stórframkvæmd í vegamálum á einum stað haft áhrif á framkvæmdir annarsstaðar. Hér fyrir neðan er það sem er sagt, og það sem er rétt í þessu máli. Ég bendi áhugasömum á að lesa evrópureglurnar. Það er linkur á þær neðst.
Meira

Bara Vinstri, ekki Græn

Það var athyglisvert að fylgjast með framgöngu Lilju Rafneyjar þingmanns Vinstri Grænna á borgarafundi sem haldinn var í Ísafjarðarbæ á dögunum undir yfirskriftinni „fólk í fyrirrúmi“. Þar tók hún m.a. til umræðu að leyfa skyldi eldi á frjóum norskum laxi í Ísafjarðardjúpi hið fyrsta og að náttúran skyldi fá að njóta vafans. Samt veit þingmaðurinn að sá vafi leyfir ekki laxeldið, þar sem fyrir liggur áhættumat Hafrannsóknarstofnar. Þar er varað við að slíkt eldi muni vafalaust stefna villtum laxastofnum í ám á svæðinu í hættu. Þrátt fyrir þetta krafðist þingmaðurinn þess að leyfi til laxeldis yrði veitt hið snarasta og virtist þarna alveg hafa gleymt pólitískum uppruna sínum.
Meira

Óður til kosninga

Nú er komið haust. Það kólnar í lofti, haustlægðirnar koma yfir landið hver á fætur annarri, gróðurinn tekur á sig sinn fallega lit sem einkennir árstíðina og börnin fara aftur í skólann sinn. Já og svo eru auðvitað líka kosningar. Þegar ganga á til kosninga í þriðja sinna sinn á aðeins fimm árum hlýtur að vera kominn tími til þess að staldra aðeins við og velta vöngum. Af hverju stafar þessi óstöðugleiki í stjórnmálunum?
Meira

„Stórauknir skattar á búsetu fólks“

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins boðar stórfellda skattheimtu á fjarlægðir frá höfuðborginni eða næsta stórþéttbýli. Samgöngur og flutningskostnaður ráða miklu um samkeppnishæfni búsetu fólks og atvinnureksturs í landinu. Ísland er strjálbýlt land með miklum vegalengdum. Fjarlægðir á milli fólks er eini reginmunurinn á dreifbýli og þéttbýli...
Meira

Námslán - eilífðar fylginautur

Skólar landsins hafa nú opnað dyr sínar að nýju eftir sumarhlé. Umræða um skóla- og menntamál er því mikil um þessar mundir og það er eðlilegt því þetta er málefni sem snertir okkur öll, hvar sem við búum á landinu. Rætt er um gildi skólastarfsins, lengd og fyrirkomulag, innihald og gæði menntunar og ófullnægjandi kjör kennara, kostnað nemenda og líðan þeirra í skólanum svo fátt eitt sé nefnt. Námslán, námsaðstoð og viðmót gagnvart námi er einn angi umræðunnar.
Meira