Aðsent efni

Héraðsskjalasafn Austur-Húnavatnssýslu 50 ára

Í tilefni af 50 ára afmæli Héraðsskjalasafns Austur-Húnavatnssýslu, mánudaginn 5. desember 2016, verður opið hús frá kl. 15-17 í húsnæði safnsins. Boðið verður upp á ljósmyndasýningu og skoðun á safninu. Kaffi og meðlæti og lifandi tónlist. Allir eru velkomnir.
Meira

Menningarveisla fyrir börn og fullorðna í Miðgarði

Á dögunum var boðað til viðburðar í Menningarhúsinu Miðgarði undir yfirskriftinni „Frá Ara til Aladdín“ – hin lögin. Um var að ræða hóp skagfirsks tónlistarfólks á öllum aldri, sem buðu upp á vinsæl „barnalög fyrir börn og fullorðna“. Fyrir ári síðan stóð sami hópur fyrir tónleikum á svipuðum nótum við góðar viðtökur, og að þessu sinni naut hópurinn aðstoðar barnakórs sem söng með honum nokkur lög. Kórinn var skipaður krökkum úr 4., 5. og 6. bekk í Varmahlíðarskóla.
Meira

Að vera barn

Síðastliðin ár hef ég verið svo heppin að hafa fengið tækifæri til þess að vinna með börnum á fjölbreyttum vettvangi. Ég hef þjálfað börn á aldrinum 3-15 ára í íshokkí, séð um styrktarþjálfun hjá sama aldri, auk þess hef ég tekið að mér að þjálfa fötluð börn í sundi. Í dag er ég í fullu starfi sem íþróttafræðingur á leikskólanum Holtakot á Álftanesi. Þar sé ég um íþróttir og sundkennslu nemenda. Þessi fjölbreytilegi starfsvettvangur hefur oft fengið mig til að leita svara við einni spurningu; „Hvað er að vera barn?“
Meira

Um kjarabaráttu kennara

Kennarar standa í kjarabaráttu. Í gegnum tíðina hefur það komið illa við samfélagið þegar kennarar berjast fyrir sínum kjaramálum og skildi engan undra, kennarar koma við sögu á mörgum heimilum og eru oft mikilvægar persónur í daglegu lífi margra fjölskyldna.
Meira

Fegursta útsýni veraldar

Heimurinn er ótrúlega stór, svo merkilega stór. Bara landið okkar er svo hrikalega stórt að engum manni myndi nokkurn tíma endast ævin til að kynnast öllum þess leyndardómum. Hvað þá plánetan öll, svo sneisafull af undrum, hvort sem þau eru náttúruleg, manngerð eða bara mannleg. Það er svo endalaust margt að sjá og upplifa í þessum heimi að stundum svimar mig af tilhugsuninni, eins og þegar ég geng inn í bókabúð eða tónlistarbúð og horfi á allt úrvalið af mannsins sköpun, öllum þessum sögum, öllum þessum söngvum. Þá fyllist ég stundum svo gríðarlegri lotningu og vanmáttarkennd að ég hef hreinlega hrökklast öfugur út.
Meira

Ást, afbrýði, ágirnd

Ástin leiðir fólk oft til ótrúlegra afreka en svo getur hún leitt fólk í ógöngur. Þegar svo afbrýði og ágirnd spilar inn í sömu sögu getur það leitt fólk til að fremja óhæfuverk. Þegar þetta kemur allt saman og kristallast í einni sögu geta afleiðingarnar orðið svo magnaðar að sagan lifir með þjóðinni og hægt er að segja söguna út frá mörgum sjónarhornum. Í mínum huga er ekki vafi að samspil þessara þátta var orsök ágæfuverkanna á Illugastöðum, þá Natan Ketilsson var myrtur, sem síðan leiddi til aftökunnar á Þrístöpum 1830.
Meira

Sól rís á ný

Í sannleika sagt, þá er það tæplega svo að jafnaðarmenn séu búnir að ná áttum eftir nýliðnar kosningar. Enn velta karlar og konur vöngum yfir niðurstöðum og því afdráttarlausa hruni sem er veruleikinn í okkar röðum. Reykjavíkurkjördæmin bæði og Suðvesturkjördæmi eru auðnin ein, rjúkandi rústir. Takmark okkar um að verja þingsæti jafnaðarmanna í Norðvesturkjördæmi náðist reyndar og það eitt er gleðiefni.
Meira

Hugleiðingar um riðu

Það skeður á þessu hausti að riða kemur upp á tveimur bæjum hér í sveit og það þarf að skera allt féð niður. Menn hafa glímt við það að komast að einhverri niðurstöðu sem er sú að skera bara allt niður á þeim bæjum sem hún kemur upp á. Hver er árangurinn eftir öll þessi ár sem liðin eru frá því að riðan fór að koma upp eftir fjárskipti. Mér er sagt að það sé allt á fullu í þeim efnum, ég sé hann ekki, það virðist allt vera eins og það var fyrir 50-60 árum. Það er slæmt í allri þeirri tækni og vísindum sem til eru í dag. Bændum er bara sagt að slátra, það á að vera lausnin. Þetta er ekki sársaukalaust. Það er mikil vinna að sótthreinsa og hreinsa öll hús og umhverfi og er ekki bjóðandi bændum. Og sjá engan árangur í þessum málum. Það er útlit fyrir að þetta geti gengið frá sauðfjárbúskap dauðum, haldi þetta svona áfram.
Meira

Hvað var ég aftur að kvarta um daginn?

Ríííínnnnng! „Já, halló!“ „Góðan daginn, þetta er hjá kjararáði. Ég þarf því miður að tilkynna yður að við hækkuðum laun yðar upp í rúma milljón.“
Meira

Kæru íbúar Norðvestur kjördæmis

Nú þegar kosningar eru liðnar viljum við Píratar þakka ykkur kærlega fyrir veittan stuðning. Við höfum náð gríðarlega miklum árangri, 10,9% fylgi og flokkurinn fær, nú í fyrsta sinn, kjörinn þingmann.
Meira