Aðsent efni

Þá stóð sveitarstjórn með heimamönnum en ekki lengur

Ýmsar rangfærslur hafa komið fram í umfjöllun Sveitarfélagsins um Blöndulínu 3 sem þarf að leiðrétta. Í frétt á vef sveitarfélagsins sem einnig var birt á vef Feykis, segir að nú verði að taka ákvörðun um legu línunnar í skipulagi, þar sem skipulagi hennar hafi verið frestað um fjögur ár í síðasta aðalskipulagi og sá tími sé liðinn. Þarna er hlutunum snúið á hvolf. Það er engin ástæða til að festa línuna inn á skipulag. Blöndulína 3 er ekki lengur á framkvæmdaáætlun Landsnets. Þvert á móti væri skynsamlegt fyrir sveitarfélagið að taka legu Blöndulínu 3 út og marka þá stefnu að línuna skuli leggja í jörð.
Meira

Stefán Vagn verður uppvís af ósannindum og blekkingum

Í viðtali við Stefán Vagn formann byggðaráðs í Feyki um Blöndulínu 3, er haft eftir honum að línan muni "tengjast tengivirki í Varmahlíð sem tengist svo áfram m.a. í jarðstreng út á Sauðárkrók og þar með verður komið mun meira raforkuöryggi á svæðið". Þetta er einfaldlega rangt þar sem Blöndulína 3 mun liggja í að minnsta kosti 3 km fjarlægð frá umræddu tengiviki og tengist Skagafirði því ekki. Þetta má sjá á meðfylgjandi mynd úr umhverfismati línunnar. Það er einnig rangt að halda því fram að sveitarfélagi beri að greiða umframkostnað ef það setur þá stefnu að línuna skuli leggja í jörð. Hvaðan kemur þessi fróðleikur?
Meira

Ábyrgðarkeðjan má ekki rofna

Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs hefur lagt fram þingsályktunartillögu sem lýtur að því að sett verði lög um keðjuábyrgð, þ.e. ábyrgð verktaka á því að undirverktakar hans standi skil á samningsbundnum launum, greiði opinber gjöld og hagi starfsemi sinni almennt samkvæmt lögum og reglum íslensks vinnumarkaðar.
Meira

Tækifæri í Tindastóli

Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsir nú skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðs deiliskipulags fyrir skíðasvæðið í Tindastóli. Það er mikið fagnaðarefni að sjá framhald á þeirri góðu uppbyggingu sem átt hefur séð stað í Tindastóli undanfarin ár. Skipulagslýsingin tekur á mörgum mikilvægum væntanlegum framkvæmdum þmt. Aðstöðuhúsi.
Meira

“Hann er ekki í neinu.”

Náð sé með yður og friður frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi og gleðilega páskahátíð. Amen. “Leyfið börnunum að koma til mín og varnið þeim eigi því slíkra er Guðs ríki.” Svo mælti Jesús eitt sinn þegar lærisveinar hans vörnuðu börnunum því að komast nálægt honum. Hann talaði oft um börnin, og hvatti fullorðna fólkið stundum til þess að verða eins og börn. Börnin voru í hans huga saklaus og hrein og tilbúin að treysta öðrum. Þau komu til dyranna eins og þau voru klædd og sögðu sína skoðun. En um leið höfðu þau enga sérstaka verðleika til þess að hrósa sér af.
Meira

Skattahækkun á ferðaþjónustu er aðför að landsbyggðinni

Nú liggur fyrir Alþingi fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til 2022. Þar er gert ráð fyrir því að virðisaukaskattur á ferðaþjónustu verði hækkaður í efsta þrep, sem mun hafa miklar og neikvæðar afleiðingar, sérstaklega fyrir litla og meðalstóra ferðaþjónustuaðila utan höfuðborgarsvæðisins.
Meira

Áskorun til Barnaverndarstofu og velferðarráðherra

Við starfsmenn Meðferðar og skólaheimilis Háholts skorum á Barnaverndarstofu og Velferðarráðherra að íhuga vel stöðu sem og þörf fyrir Háholt sem meðferðarheimili. Í starfsmönnum býr mikill mannauður, áralöng reynsla af störfum á meðferðarheimili sem og margþætt reynsla úr öðrum störfum sem nýtist vel til að miðla reynslu og aðstoða nemendur við að byggja upp líf sitt.
Meira

Minningar frá skíðasvæðinu

Áskorendapistill Söru Bjarkar Sigurgísladóttur
Meira

Skorast ekki undan ábyrgð

Áskorandinn Hallbjörn R. Hallbjörnsson brottfluttur Húnvetningur Takk Sesselja, hvað gerir maður ekki fyrir Húnvetninga, s.s. þá skoraði Sesselja Guðmundsdóttir á mig að fylgja í kjölfar sitt með því að skrifa um mig sem brottfluttan Húnvetning og skorast ég ekki undan þeirri ábyrgð.
Meira

GRÓTTAKVÖRNIN

„Fornar sagnir herma, að jötnameyjar tvær, þær Fenja og Menja gerðu það sér til gamans að kasta tveim gríðarstórum hellum úr undirheimum upp í Miðgarð. Einhver gerði kvarnarsteina úr hellunum og gaf þær Fróða kóngi. Hann lét gera úr þeim Gróttakvörnina. Fenja og Menja voru teknar til fanga í styrjöld í Svíþjóð og seldar sem ambáttir Fróða konungi, en hann lét þær snúa Gróttakvörninni. Þær mólu konungi gull og öryggi en þjóð hans frið og velvilja meðal manna.“
Meira