Þá stóð sveitarstjórn með heimamönnum en ekki lengur
feykir.is
Skagafjörður, Aðsendar greinar
08.05.2017
kl. 10.53
Ýmsar rangfærslur hafa komið fram í umfjöllun Sveitarfélagsins um Blöndulínu 3 sem þarf að leiðrétta. Í frétt á vef sveitarfélagsins sem einnig var birt á vef Feykis, segir að nú verði að taka ákvörðun um legu línunnar í skipulagi, þar sem skipulagi hennar hafi verið frestað um fjögur ár í síðasta aðalskipulagi og sá tími sé liðinn. Þarna er hlutunum snúið á hvolf. Það er engin ástæða til að festa línuna inn á skipulag. Blöndulína 3 er ekki lengur á framkvæmdaáætlun Landsnets. Þvert á móti væri skynsamlegt fyrir sveitarfélagið að taka legu Blöndulínu 3 út og marka þá stefnu að línuna skuli leggja í jörð.
Meira
