Aðsent efni

Jöfnum rétt foreldra

Framtíðarstefna stjórnvalda í fæðingarorlofsmálum hefur verið lögð fram. Helstu markmið þeirra breytinga sem kveðið er á um, er að tryggja börnum samvistir við báða foreldra sína, jafnframt því að gera foreldrum betur kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Í þessu skyni er áhersla lögð á að raska sem minnst tekjum heimila þegar foreldrar leggja niður störf í fæðingaroflofi til að annast börn sín.
Meira

Aukið eftirlit er öllum til bóta

Fiskeldi hefur verið mikið í umræðunni seinustu vikur og þá helst varðandi regnbogasilung sem virðist hafa sloppið úr kvíum og eru að veiðast í nokkrum ám á Vestfjörðum. Einn af áhættuþáttum við fiskeldi í sjó eru slysasleppingar og er gríðarlega mikið lagt í að koma í veg fyrir að slíkt eigi sér stað. Í laxeldinu eru notaðar vottaðar kvíar, eftirlitsmyndavélar eru á öllum kvíum og viðbragðsáætlanir eru virkar. Einnig er ákveðið ferli sem fer af stað varðandi tilkynningar til eftirlitsaðila og vottunaraðila, en tilkynna á allar slysasleppingar um leið og þær uppgötvast.
Meira

Gerum enn betur í heilbrigðismálum

Öll viljum við hafa aðgang að góðri heilbrigðisþjónustu. Allir eiga jafnframt að eiga jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu, óháð efnahag, stöðu eða búsetu. Við eigum góðar heilbrigðisstofnanir víða um landið. Stofnanir sem hafa gengið í gegnum sameiningar á undanförnum árum. Sameiningar sem höfðu það markmið að styrkja rekstragrunn þeirra og gera þær öflugri til að taka að sér aukin verkefni.
Meira

LOKSINS ...mannréttindi!

Alþingi fullgilti Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) í gær 20. september ...og það var sannarlega tími til kominn, þetta tók ekki nema níu ár!
Meira

Vegir og vegleysur – aðgerðir strax

Bílvelta á Skógarstrandarvegi í dag og fleiri í vikunni. Vatnsnesvegur svo holóttur að nálgast hættumörk. Vegurinn út á Reykjaströnd ófær vegna aurs og skriðufalla. Svona mætti áfram telja. Þannig hljóma fréttirnar nú dag eftir dag.Um marga þessa sveitar og héraðsvegi er þó börnum ekið daglega í skóla. Í haustmyrkri og rigningu vaðast þessir malarvegir upp í aur og holum og verða stórhættulegir og nánast ófærir.
Meira

Alvarleg staða í íslenskum sauðfjárbúskap

Ég var á fundi í gærkvöld í Ljósheimum [mánudagskvöld: innsk. Feykir]. Þar fór Ágúst Andrésson sláturhússtjóri Kaupfélags Skagfirðinga yfir helstu ástæður verðfellingar fyrirtækisins á kindakjöti til bænda, það er að segja útgáfu Kaupfélagsins á því. Hann hélt því fram að ástæðan væri eingöngu vegna útflutnings en innanlandsneyslan kæmi þessu máli á engan hátt við. Þarna er ég í grundvallaratriðum ÓSAMMÁLA sláturhússtjóranum.
Meira

Svar við pistli „Sjúkraflutningsmaður á rauðu ljósi á Blöndubrú“

Kæru Húnventningar nær og fjær, Ég, sem yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heibrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi, vil hér með svara fyrirspurn sem kom á Húnahornið í síðustu viku. Fyrirspurnin var um það hvernig því væri háttað ef sjúkraflutningsmaður á vakt færi í forgangsútkall og væri staddur heima hjá sér austan Blöndu? Hvernig hann ætti að komast í forgangsútkall ef hann lendir á rauðu ljós við brúnna?
Meira

Sjúkraflutningsmaður á rauðu ljósi á Blöndubrú!

Ég hef verið að velta því fyrir mér hvernig það verður leyst að koma sjúkraflutningsmönnum og öðrum viðbragðsaðilum yfir Blöndubrú hratt og örugglega, en eins og háttar til núna þá standa framkvæmdir yfir þar. Ef slys eða veikindi verða austan megin brúar og sjúkraflutningsmaðurinn sem er á vakt í það skiptið býr austan megin við brúna, þá er viðbúið að miklar tafir geti orðið.
Meira

Vegina í forgang

Það fróðlega við að taka þátt í forvali VG nú á síðustu vikum sumars er að fara um hið víðfeðma Norðvesturkjördæmi og hitta fólk. Allt frá Hvalfjarðarbotni um Akranes, Borgarfjörð, Snæfellsnes og Dali , um sunnan verða Vestfirði, frá Patreksfirði til Ísafjarðar, um Strandir, Hólmavík í Árneshrepp, um Húnavatns- og Skagafjarðasýslur, norður í Fljót að austan og víðar.
Meira

Vegna stuðningsyfirlýsingar ritstjóra Feykis við frambjóðanda VG

Héraðsfréttablöð eru hverju samfélagi mikilvæg og við í Norðvesturkjördæmi gætum ekki hugsað okkur að vera án blaða eins og Feykis, Skessuhorns og Bæjarins besta, svo dæmi séu tekin. Það er líka gaman að lesa alvöru fréttir um alvöru fólk en ekki einungis þá sem prýða forsíðu glanstímarita. Duglegt og skapandi fólk í héraði fær gjarnan mikið pláss í héraðsfréttablöðum og héraðsfréttablöðin eru öflugur auglýsingamiðill. Ég les öll þessi blöð og hef gaman af.
Meira