Greinar

Seyðisfjörður – Hvað er til ráða? -14 km jarðgöng eða láglendisvegur

Hver er staða Seyðisfjarðar sem samfélags eftir mikil aurflóð úr Strandartindi og velþekkt snjóflóðasvæði úr Bjólfinum, allt frá því í janúar 1882 og snjóflóðið 1885 sem var eitt það mannskæðasta á Íslandi? Hversu mikið landrými er fyrir byggð einstaklinga og þá fyrirtækja aðallega í sjávarútvegi? Smyril-Line hefur boðað að farþegaflutningar i 3-4 mánuði að vetri verði lagðir af. Það er augljóslega ekki arðbært að flytja farþega sjóleiðina milli Evrópu og Íslands yfir háveturinn.
Meira

Til höfuðs íbúum í dreifbýli Skagafjarðar - Högni Elfar Gylfason skrifar

Fyrir skemmstu tók sveitarstjórn Skagafjarðar þá ákvörðun að fækka kjördeildum í Skagafirði úr átta í þrjár. Þannig munu hér eftir allir íbúar í firðinum sem kjósa til sveitarstjórnar, alþingis, í forsetakosningum eða öðrum þjóðaratkvæðagreiðslum þurfa að skunda á þessa þrjá staði sem upp á verður boðið.
Meira

Af hverju er þrúgandi þögn? - Kári Gunnarsson skrifar

Í ágætri grein í Feyki setur Jón Eðvald Friðriksson fram þá kenningu að þögn ríki í Skagafriði um ástæður þess að þeim fari fækkandi sem vilja hér búa, það gengur ekki, og set ég hér fram nokkrar hugdettur varðandi landbúnaðarþáttinn. Má vera að ástæðan sé að einhverju leyti drottnandi staða KS í héraði, að viðbættri óskilvirkni pólitíkur síðustu áratuga?
Meira

Hvað er til ráða? - Jón Eðvald Friðriksson

Ef gluggað er í upplýsingar á mælaborði, sem finna má á heimasíðu Byggðastofnunar um breytingar á íbúafjölda einstakra sveitarfélaga frá 1. janúar 1998 til 1. janúar 2022, kemur ýmislegt forvitnilegt í ljós. Á þessum 24 árum hefur íbúum í Skagafirði fækkað úr 4.536 í 4.294 eða um 242. Á sama tíma fjölgar íbúum á Akureyri úr15.428 í 19.642 eða um 4.219. Íbúum í sveitarfélögum næst Akureyri þ.e. Eyjafjarðarsveit, Hörársveit og Svalbarðsstrandarhreppi fjölgar einnig á þessum tíma eða úr 1.891 í 2.272 eða um 381.
Meira

Hafnir á Skaga – verbúðarminjar og landbrot af völdum sjávar

Sumarið 2008 skráðu starfsmenn fornleifadeildar Byggðasafns Skagfirðinga minjar á Höfnum og Kaldrana á Skaga. Skráningin var hluti af heildarskráningu fornleifa í Skagabyggð, sem sveitarfélagið Skagabyggð stóð svo myndarlega að, á árunum 2008-2012. Fjölmargar minjar liggja meðfram strandlínu Hafna en þar var umfangsmikil útgerð um aldir og voru um 100 minjar skráðar meðfram strandlengjunni 2008. Við skráninguna var ljóst að þarna er víða mikið landbrot af völdum sjávar og það hafði bersýnilega sett mark sitt á minjar við sjávarbakkann og var því stór hluti minjanna metinn í hættu af þeim sökum.
Meira

Þörungaeldi er vaxandi grein

Á dögunum var kynnt skýrsla alþjóðlega ráðgjafafyrirtækisins Boston Consulting Group um stöðu og framtíð lagareldis á Íslandi. Þar var komið inn á tækifæri og áskoranir í þörungaeldi á Íslandi. Í skýrslunni segir að þörungarækt í heiminum hafi færst í vöxt til að mæta aukinni eftirspurn og bæta framleiðslustýringu. Fjallað er um hvernig skipta megi þörungaeldi í tvær talsvert ólíkar undirgreinar, þ.e. smá- og stórþörungaframleiðslu og svo ólíkar aðferðir sem notaðar eru við ræktun, uppskeru og vinnslu.
Meira

Göfug markmið hálli en áll :: Leiðari Feykis

„Ef þú nærð takmarkinu þínu, þá stefnirðu greinilega ekki nógu hátt,“ sagði Michelangelo forðum. Það er göfugt að hafa háleit markmið, sérstaklega ef þau eru raunsæ. Ég t.d. er löngu hættur að reyna að setja mér markmið sem ég veit að koma aldrei til með að verða að veruleika og hrekk hreinlega í kút þegar ég dett í einhverja fáránlega dagdrauma um kílóamissi með breyttu mataræði eða stórátök í ræktinni. Mér finnst betra að hugsa eins og tækjaglaður iðnaðarmaður: Betra er að eiga en vanta!
Meira

Alexandersflugvöllur á Sauðárkróki sem varaflugvöllur - Bjarni Jónsson skrifar

Treysta þarf stöðu Alexandersflugvallar á Sauðárkróki í grunnneti samgangna með því að skilgreina hann sem varaflugvöll og ráðast í nauðsynlegar framkvæmdir og fjárfestingu í búnaði svo að flugvöllurinn geti orðið vottaður varaflugvöllur fyrir millilandavélar sem ekki geta lent á öðrum flugvöllum landsins. Í því skyni þarf að uppfæra mögulegt þjónustustig Alexandersflugvallar hvað varðar viðhald, aðstöðu, búnað, flug- og lendingaröryggi og viðbragðstíma gagnvart almennum lendingum og sjúkraflugi.
Meira

„Loksins komnir með þjálfara sem mun koma okkur á beinu brautina“ :: Liðið mitt Elvar Örn Birgisson

Elvar Örn Birgisson, bóndi og veiðimaður á Ríp 2 í Hegranesi, er mikill áhugamaður um íþróttir og heldur með Manchester United í Ensku úrvalsdeildinni. Hann er í sambúð með Elínu Petru Gunnarsdóttur og saman eiga þau þrjú börn. „Það er mikill fótboltaáhugi í fjölskyldunni og nánast allir styðja Man. Utd. þannig það var ekkert annað sem var boðið upp á í uppeldinu og þannig mun uppeldið á mínum börnum vera,“ segir hann aðspurður um uppáhalds liðið. Elvar Örn svarar hér spurningum í Liðinu mínu í Feyki.
Meira

Naflinn á Norðurlandi vestra :: Leiðari Feykis

Ársþing KSÍ fór fram fyrir stuttu á Ísafirði að viðstöddum stjórnum og ráðum sambandsins ásamt fulltrúum íþróttafélaga víðs vegar að af landinu. Eftir athugun kjörbréfanefndar kom í ljós að litlu mátti muna að þingið teldist ólöglegt þar sem rétt yfir helmingur kjörinna fulltrúa voru mættir við setningu þess. Þar mátti kenna veðri að einhverju leyti um því flugi til Ísafjarðar hafði seinkað og einhverjum hefur efalaust fundist landleiðin það löng að ekki væri þess virði að eyða tíma í þá keyrslu.
Meira