Aðsent efni

Að lokinni leikskólagöngu: Takk! | Lára Halla Sigurðardóttir skrifar

Í mínum huga er það afrek að ljúka leikskóla. Það er meira en að segja það að mæta á hverjum degi og dvelja í rými með hópi annarra barna á þínum aldri og sýna þeim vinsemd og virðingu þó að sumir séu alltaf með leiðindi og hávaða.
Meira

Hér sé stuð!

Gleði og skemmtun eru grundvallaratriði fyrir andlega og líkamlega vellíðan. Í hraða og álagi nútímasamfélagsins getur verið auðvelt að gleymast í streitunni og skyldunum, en að gefa sér tíma til að njóta lífsins getur haft djúpstæð áhrif á heilsu okkar og hamingju. Þegar við leyfum okkur að skemmta okkur, losum við um streitu, aukum sköpunargleði og styrkjum félagsleg tengsl. Skemmtun er ekki bara lúxus heldur nauðsynlegur þáttur í að viðhalda jafnvægi og heilbrigði í daglegu lífi.
Meira

Ein með öllu – nú eða einn... | Leiðari 20. tölublaðs Feykis

Það er ekkert víst að allir séu sammála en flestir taka sennilega undir að Guðni Jóhannesson forseti hefur verið forseti fólksins. Vingjarnlegur, grínaktugur og sanngjarn, hreinn og beinn, staðið við bakið á landsmönnum í blíðu og stríðu og virtist nær alltaf til í spjall. Já og eldklár.
Meira

Ferðamálastefna til framtíðar

Nú er sumarið komið og farfuglarnir sem koma með vélknúnum farartækjum til landsins farnir að fara á stjá. Það má með sanni segja að ferðaþjónustan sé orðin lykilatvinnugrein hér á landi og þjóðhagslegt mikilvægi ferðaþjónustu hefur aukist ár frá ári. Fjöldi fólks starfar í greininni auk þess sem hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu fer sífellt stækkandi. Aukning í komu ferðamanna til landsins er góð en kallar á sama tíma eftir á skýrri framtíðarsýn í málefnum ferðaþjónustunnar.
Meira

Skagfirskar rætur | Magnús Óskarsson skrifar

Árið 2001 stofnuðum við tveir félagar lítið sprotafyrirtæki, Calidris, með það fyrir augum að selja hugbúnað til flugfélaga, byggt á þörfum sem við höfðum komið auga á í störfum okkar hjá Icelandair. Við urðum þess láns aðnjótandi að fá Höllu Tómasdóttur sem stjórnarformann þegar í upphafi. Halla vann kraftaverk við að hjálpa okkur að byggja upp öfluga fyrirtækjamenningu og liðsheild, byggða á góðum gildum. Án þessarar sterku menningar hefðum við aldrei náð þeim árangri sem við náðum og líklega farið á hausinn þegar kreppti að í starfseminni.
Meira

Náttúrubarnið Katrín Jakobsdóttir

Það þarf enginn að efast um mikilvægi náttúru- og umhverfisverndar fyrir Katrínu Jakobsdóttur. Löngu áður en slík mál komust í hámæli hjá almenningi eða náðu útbreiðslu í allri stjórnmálaflórunni voru þetta hennar hjartans mál og í raun ein ástæða þess hún hóf stjórnmálaþátttöku. Íslensk náttúra og umhverfismál skipta þjóðina afar miklu máli og því er mikilvægt að forseti Íslands sé manneskja sem hefur sýnt það í orðum og gjörðum að hún beri hag náttúrunnar fyrir brjósti.
Meira

Lækkun sorpgjalda í Skagafirði

Á fundi sveitarstjórnar 15. maí sl., var staðfest fundargerð landbúnaðar- og innviðanefndar frá 3. maí þar sem lagt var til að gjald vegna reksturs söfnunarstöðva vegna íbúðarhúsnæðis, í gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu í Skagafirði, lækki um 9,8%, sem er 3.500 kr. lækkun á gjaldinu frá og með 1. janúar 2024. Sé þessi lækkun skoðuð með hliðsjón af áætlaðri verðlagshækkun milli áranna 2023 og 2024 gæti þetta verið um 10% lækkun á sorpgjöldum heimila sveitarfélagsins árið 2024, frá því sem áætlanir gerðu ráð fyrir miðað við þá verðbólgu sem er í landinu.
Meira

Skiptir skipulag máli?

Skipulagsgögn eiga að tryggja samráð við almenning og öll eiga að hafa tækifæri til þess að hafa áhrif á skipulagsákvarðanir sveitarfélaga. Öll hafa aðgengi að skipulagsáformum og leiðum til að koma skoðunum sínum á framfæri áður en endanlegar ákvarðanir eru teknar og er mikilvægt að nýta sér það. Ábendingar og mótmæli íbúa og hagsmunaaðila eiga að geta leitt til breytinga á skipulagsáformum eða að hætt sé alfarið við þau.
Meira

Átt þú í sambandserfiðleikum?

Á undanförnum árum höfum við í Framsókn talað mikið um mikilvægi fjarskiptainnviða um allt land. Í nútímasamfélagi skipta fjarskipti miklu máli en sem dæmi um fjarskipti má nefna farsímasamband, ljósleiðarasamband og Tetra samband. Á föstudag var ég málshefjandi á sérstakri umræðu um fjarskipti í dreifbýli á Alþingi, við háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sem fer með þann málaflokk.
Meira

Kurteisi kostar ekkert | Leiðari 18. tölublaðs Feykis

Flokkspólitísk dagblöð voru lenskan framan af síðustu öld. Stjórnmálaflokkarnir voru lengi vel fjórir og hver og einn hafði sína málpípu þar sem réttu skoðanirnar voru predikaðar – í raun bergmálshellir þeirra tíma. Framsóknarmenn lásu Tímann, kratar Alþýðublaðið, kommar Þjóðviljann og íhaldið Moggann.
Meira