Aðsent efni

Allt upp á tíu og rúmlega það :: Upplifun í leikhúsi – Á svið

Undirritaðar brugðu undir sig betri fætinum í gær, renndu í næstu sýslu á frumsýningu Sæluvikuleikrits Leikfélags Sauðárkróks Á svið og urðu ekki fyrir vonbrigðum, allt upp á tíu og rúmlega það.
Meira

Úrslit Vísnasamkeppni Safnahússins á Sæluviku 2023

Við setningu Sæluviku Skagfirðinga þann 30. apríl voru úrslit í vísnasamkeppni Sæluvikunnar gerð heyrinkunnug en höfundar glímdu við að botna nokkra fyrriparta og einnig yrkja um tíðar sólalandaferðir íslendinga, skoðun Seðlabankastjóra á þeim og afleiðingar að hans mati. Þátttaka var mikil og góð en alls sendu 16 höfundar inn vísur, sumir botnuðu allt, aðrir sumt, og einhverjir sendu inn marga botna við sama fyrripartinn.
Meira

Kápa Íslands :: Áskorandapenninn Ragnheiður Sjöfn Jóhannsdóttir Hvammstanga

Það er fallegt að horfa út á Miðfjörðinn á svona degi, sólin að kíkja fyrir hornið og loforð um fallegt gluggaveður í dag. Maður drekkur í sig orkuna, sest svo niður til að rita smá pistil í Feyki.
Meira

Áfall í kjölfar riðu - Halla Signý skrifar

Áfallið þegar riðusmit kemur upp í fjárstofni getur verið verulegt og afleiðingarnar af riðusmiti geta verið mjög miklar og erfiðar fyrir bændur. Við sem stöndum hjá sýnum samkennd en getum lítið gert í þessum aðstæðum. Þær reglur og aðferðir sem nú eru í gildi þegar riðuveiki greinist í sauðkind miða að því að aflífa allan fjárstofninn á bænum. Verkferlar MAST snúa að því að greina sjúkdóminn og með staðfestu smiti þarf að aflífa stofninn, ráðast í smitrakningu og hefja hreinsunaraðgerðir á bænum sem tekur nokkurn tíma.
Meira

Gleðilegt sumar! – Leiðari Feykis

Þegar þessi pistill er skrifaður, á sumardeginum fyrsta, er 24 stiga hiti úti og að mestu heiðskýrt. Gert er ráð fyrir áframhaldandi hlýindum og jafnvel að hitastigið muni stíga frekar upp. Hér er gróður vel á veg kominn í görðum og torgum enda vökvaðir reglulega. Helst til þurrt fyrir úthagagróður og hagi er enginn. Mannlífið er gott, fólk spókar sig á stuttbuxunum dag hvern og lætur sér líða vel og hótel og matsölustaðir eru við hvert fótmál.
Meira

Fljótagöng og samgöngur í Fljótum og til Siglufjarðar :: Stefán Vagn Stefánsson skrifar

Nú í vikunni var birt sláandi mynd af ástandi Siglufjarðarvegar. Þar sést greinilega hversu mikið hefur hrunið úr hlíðinni, en það er stutt í að vegurinn verði í raun ófær eða honum lokað sem öryggisráðstöfun. Öllum ætti að vera ljóst að núverandi veglína er ekki framtíðarlausn og að horfa verði til annarra leiða hvað varðar samgöngur milli Fljóta og Siglufjarðar. Að þessu sögðu er ljóst að framkvæmdir við Fljótagöng þola enga bið og hefja þarf undirbúning þeirra strax. Göng á milli Fljóta og Siglufjarðar yrðu gríðarleg samgöngubót fyrir vegfarendur á þessari leið en ekki síður myndi slík framkvæmd auka umferðaröryggi verulega.
Meira

Sigfús Ingi getur farið að munda skófluna :: Sigurjón Þórðarson skrifar

Nýlega lagði ég fram fyrirspurn á Alþingi, um hver staða endurbóta og viðbyggingar við Safnahúsið á Sauðárkróki væri? Mér eins og öðrum Skagfirðingum var farið að lengja eftir efndum á viljayfirlýsingu, sem Lilja Dögg Alfreðsdóttir undirritaði fyrir um hálfum áratugi síðan, um menningarhús á Sauðárkróki.
Meira

Mælifell :: Torskilin bæjarnöfn

Nafnið er frá landnámstíð, og það er nefnt í Landnámabók: „Vékell enn hamrammi hét maðr, er land nam ofan frá Giljá til Mælifellsár, ok bjó at Mælifelli“ (Landn., bls. 140). Og um Kráku-Hreiðar er þess getið, að „hann kaus at deyja í Mælifell“ (Landn., bls. 141). Af þessari frásögn er það ljóst, að hnjúkmyndaða fjallið, sem bærinn stendur undir, hefir öndverðu heitið Mælifell. Á seinni öldum hefir það fengið nafnið Mælifellshnjúkur, sem reyndar á betur við, og nú er það að öllum nefnt því nafni.
Meira

Mig hefur alltaf langað til að verða bóndi :: Áskorandinn Ragnhildur Ásta Ragnarsdóttir Norðurhaga Húnabyggð

Þegar Jón Kristófer hafði samband og spurði mig hvort ég gæti tekið við áskoranda pennanum þá gat ég auðvitað ekki sagt nei, eins og vanalega þegar ég er spurð að einhverju. Ég hins vegar vissi ekkert hvað ég átti að skrifa um en lét til skara skríða.
Meira

Leshraðamælingar og Háskóli Íslands :: Eyjólfur Ármannsson skrifar

Freyja Birgisdóttir frá Háskóla Íslands, Kate Nation og Margaret Snowling frá Oxford-háskóla rituðu nýlega grein um lesfimipróf sem eins konar svar við grein minni Brjótum lestrarkóðann í lestrarkennslu. Í grein minni minnist ég ekki einu orði á lesfimi eða lesfimipróf, sem Freyja, Kate og Margret eyða heilli grein í að fjalla um og á að vera svar við grein minni, þar sem ég minnist á leshraðamælingar.
Meira