Greinar

Bann gegn guðlasti lögfest á ný

Fyrir Alþingi liggur frumvarp forsætisráðherra um breytingu á lögum jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna. Lagt er til að fjölga mismununarþáttum þannig að lögin gildi ekki eingöngu um jafna meðferð einstaklinga óháð kynþætti og þjóðernisuppruna heldur einnig um jafna meðferð óháð trú, lífsskoðun, fötlun, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu á öllum sviðum samfélagsins utan vinnumarkaðar.
Meira

Heiðursborgari Skagafjarðar stjórnar jarðýtu og brýtur land til ræktunar

Hvað gerir heiðursborgari Sveitarfélagsins Skagafjarðar eftir að hann hefur lokið farsælu starfi við ritun og útgáfu tíu binda ritraðar Byggðasögu Skagafjarðar? Jú, hann fær lánaða jarðýtu og brýtur land til ræktunar á stórbúi í Blönduhlíð.
Meira

Eftirlegukindur Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga :: Vísur og botnar sem skiluðu sér ekki á réttan stað

Það óheppilega atvik varð í Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga að nokkrar sendingar lentu ekki á réttum stað í tölvupósti og uppgötvaðist ekki fyrr en eftir að keppnin hafði verið gerð upp. Er þetta harmað mjög og viðkomandi beðnir afsökunar.
Meira

Torskilin bæjarnöfn :: Auðkúla í Svínadal

Landnáma fræðir oss um upprunann: „Eyvindr auðkúla hjet maðr, hann nam allan Svínadal ok bjó á Auðkúlustöðum“ (Ldn. bls. 135). Skjal finst fyrir því, að bæjarnafnið hefir haldist óstytt til ársins 1489 (DI. VI. 648). En 1510 er það ritað Auðkúla og allar götur úr því, ýmist Kúla eða Auðkúla (DI. IX. 55 og v. í því bindi).
Meira

Ticket to ride

TIcket to ride er vinsælt tveggja til fimm manna borðspil þar sem leikmaðurinn reynir að tengja saman borgir og leggja langar lestarleiðir um hinar ýmsu heimsálfur.
Meira

Tíminn er takmörkuð auðlind!

Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á sjávarútvegsmálum enda kannski ekki skrítið búandi á Vestfjörðum þar sem birtingarmynd af ranglæti kvótakerfisins hefur verið hvað sterkust í gegnum árin og voru þættirnir um Verbúðina að rifja ágætlega upp þá sögu.
Meira

Opið bréf til nýkjörinna sveitarstjórnarfulltrúa!

Til hamingju með að ná kjöri. Nú er mikilvægt að vanda sig. Eitt af því sem kjörnir fulltrúar bera ábyrgð á er að þeirra sveitarfélag hafi samráð við fatlað fólk. Nú er lag að nýjar og endurkjörnar sveitarstjórnir gæti að lagaskyldu sinni til að koma upp notendaráðum fatlaðs fólks í hverju sveitarfélagi. Fjölmörg sveitarfélög hafa nú þegar góða reynslu af slíku fyrirkomulagi sem skilar sér í betri ákvörðunum og betri nýtingu á fjármagni, auk þess sem samfélög sem viðhafa samráð verða betri staðir til að búa á.
Meira

Golf í Skagafirði

Kylfingar taka fram kylfurnar með hækkandi sól. Hlíðarendavöllur heillar á Nöfunum. Þar er gott að vera í góðum félagsskap, njóta náttúrufegurðar, kyrrðar og góðrar íþróttar. Félagar í GSS eru þar á sælureit en gestir eru ávallt velkomnir.
Meira

Kveikjum neistann hjá ólæsri bókaþjóð

Að geta lesið sér til gagns er grunnfærni í lífinu, lykillinn að námi, þekkingarleit og þekkingarþróun hvers einstaklings. Óásættanlegt er að 39% barna eftir 2. bekk grunnskóla í Reykjavík (2019) séu ekki að lesa sér til gagns. Það að við höfum ekki upplýsingar um stöðuna í öðrum sveitarfélögum er einnig óásættanlegt.
Meira

Ívilnanir Menntasjóðs vegna skorts á sérmenntuðu fólki

Víða um land hefur verið erfitt að manna ákveðnar starfsstéttir, starfsstéttir sem nauðsynlegar eru til að halda uppi ákveðinni grunnþjónustu við íbúa samfélagsins. Ákall er víða á landsbyggðinni eftir heilbrigðismenntuðu fólki, læknum og hjúkrunarfræðingum, sérfræðingum í geðheilsuteymin og sem og sérfræðingum á ýmsum sviðum atvinnulífsins.
Meira