Aðsent efni

Umhverfisviðurkenningar í Skagafirði

Umhverfisviðurkenningar Skagafjarðar árið 2022 voru veittar í Húsi frítímans fimmtudaginn 8. september og voru viðurkenningarnar sjö að þessu sinni. Þetta var átjánda árið sem Soroptmistaklúbbur Skagafjarðar hafði veg og vanda að tilnefningum og afhendingu umhverfisviðurkenninga fyrir hönd sveitarfélagsins.
Meira

Aldrei of seint að gefast upp :: Áskorendapenninn Viktoría Blöndal Blönduósingur

...var það fyrsta sem ég hugsaði þegar ástkær vinkona mín, Anna Margrét, skoraði á mig að vera áskorendapenni í Feyki. Ég man þá tíð þegar hún skoraði á mig að drekka heila flösku af gull kampavíni í skottinu á jeppa á Skagaströnd en nú er skorað á mig til að skrifa í héraðsblaðið Feyki.
Meira

Kolefnisjafna rúntana :: Áskorandapenninn Jón Marz Eiríksson brottfluttur Skagfirðingur

Ég er fæddur á Hvammstanga og ólst fyrstu ár mín upp á Síðu og svo í Bjarghúsum við Vesturhópsvatn, Birna Jónsdóttir móðir mín er þaðan en Eiríkur Jónsson frá Fagranesi er faðir minn. Þegar ég var níu ára gamall fluttum við á Sauðárkrók og voru það talsverð viðbrigði. Það er margt búið að breytast á Króknum síðan þá og nýjasta breytingin sem ég tók eftir er að gamla barnaskólanum er búið að breyta í íbúðir.
Meira

Örugg atvinnutækifæri og heildræn heilbrigðisþjónusta til framtíðar :: Áskorandapenninn Þorbjörg Inga Ásbjarnardóttir Húnaþingi vestra

Nú þegar sveitarstjórnarkosningar eru nýafstaðnar verður fróðlegt að fylgjast með efndum kosningaloforða og vinnu þeirra flokka sem náðu kjöri til sveitarstjórnar. Þar vonast ég sérstaklega eftir átaki til atvinnu- og búsetumála hér í sveitarfélaginu en það eru grunnstoðir og burðarvirki hvers sveitarfélags. Með öruggri atvinnu og húsnæði hefur fólk tækifæri til að setjast að og lifa af.
Meira

Björgunarsveitastarf er fyrir alla :: Björgunarsveitin Skagfirðingasveit

Fréttir af starfsemi björgunarsveita rata oft í fjölmiðla enda miðar hún að því að koma í veg fyrir slys og bjarga mannslífum og verðmætum. Í þeim tilgangi er öflugur hópur sjálfboðaliða til taks ef út af bregður, á nóttu sem degi, allt árið um kring, eins og segir á heimasíðu Slysavarnafélagsins Landsbjargar (SL), landssamtaka björgunarsveita og slysavarnadeilda á Íslandi.
Meira

Íslendingar og víkingaruglið :: Leiðari Feykis

Ég rakst á umfjöllun á Vísi.is á dögunum þar sem segir frá því að hinn ástsæli þjóðháttafræðingur Árni Björnsson hafi í samtali við Ísland í dag gagnrýnt harðlega sviðsetningu víkingaviðureignar sem var einn liður í dagskrá víkingafélagsins Rimmugýgjar á Menningarnótt í samstarfi við Þjóðminjasafnið.
Meira

Áfram Tindastóll, alltaf, alls staðar!

Yngriflokkastarf Kkd. Tindastóls fyrir tímabilið 2022/2023 er að hefjast og eru fyrstu æfingar þegar farnar að rúlla af stað. Í vetur eigum við von á um 200 iðkendum í öllum yngri flokkum Tindastóls, allt frá leikskólahópi (4-5ára) og upp í elsta aldurshóp. Haustið einkennist af spennu og eftirvæntingu hjá krökkunum að komast aftur á æfingar, hitta þjálfarana og liðsfélagana í íþróttahúsinu og komast aftur á reglulegar æfingar og að keppa í körfubolta eftir sumarleyfi.
Meira

Dagur í Austurdal :: Afmæli Ábæjarkirkju

Sumarið er tíminn. Það er besti tíminn og þó fylgir honum áhætta. Á mannamótum og tyllidögum að sumri viljum við hafa sól í heiði og logn, svo að fólk njóti samfunda í blíðviðri. Við messu á Ábæ er gott veður, eða oftast. Þá er það þannig að þótt lagt sé af stað að heiman í rigningu er dalurinn baðaður sól. Veðurspá var heldur óhagstæð vonum fólks þegar leið að messunni í ár og skipti það þó ekki minnstu máli, þar sem um aldarafmæli helgidómsins var að ræða.
Meira

Borðspil - King of Tokyo

King of Tokyo er tveggja til sex mann spil þar sem leikmenn eru skrímsli sem ráðast á Tokyo-borg og berjast við önnur skrímsli. Þetta gera leikmenn með því að kasta teningum og reyna að fá viðeigandi tákn og tölur í sem mestu mæli. Hver leikur tekur um það bil 30 mínútur og er ætlaður fyrir átta ára og eldri, ekki er þess vegna hægt að segja annað en að hérna sé á ferðinni frábært fjölskylduspil sem er upplagt í bústaðarferðina.
Meira

Torskilin bæjarnöfn :: Marbæli á Langholti

Samnefni við þetta nafn munu aðeins vera tvö á landinu: Marbæli í Óslandshlíð og Marbæli í Eyjafjarðarsýslu. Þar hjet í öndverðu Hanatún, eftir Eyvindi túnhana, sem bygði þar fyrstur (Landnámabók, bls. 155). (Í nýju jarðabókinni 1861 finst þó hvorugt nafnið). Marbæli í Óslandshlíð er meðal annars nefnt í Kúgildaskrá Hólastaðar frá 1449, og í Sturlungu (I., bls. 193).
Meira