Hvað er til ráða? - Jón Eðvald Friðriksson
	feykir.is
		
				Skagafjörður, Aðsendar greinar	
		
					20.03.2023			
	
		kl. 08.26	
	
	
		Ef gluggað er í upplýsingar á mælaborði, sem finna má á heimasíðu Byggðastofnunar um breytingar á íbúafjölda einstakra sveitarfélaga frá 1. janúar 1998 til 1. janúar 2022, kemur ýmislegt forvitnilegt í ljós. Á þessum 24 árum hefur íbúum í Skagafirði fækkað úr 4.536 í 4.294 eða um 242. Á sama tíma fjölgar íbúum á Akureyri úr15.428 í 19.642 eða um 4.219. Íbúum í sveitarfélögum næst Akureyri þ.e. Eyjafjarðarsveit, Hörársveit og Svalbarðsstrandarhreppi fjölgar einnig á þessum tíma eða úr 1.891 í 2.272 eða um 381.
Meira
		
						
								
