Aðsent efni

Opið bréf til nýkjörinna sveitarstjórnarfulltrúa!

Til hamingju með að ná kjöri. Nú er mikilvægt að vanda sig. Eitt af því sem kjörnir fulltrúar bera ábyrgð á er að þeirra sveitarfélag hafi samráð við fatlað fólk. Nú er lag að nýjar og endurkjörnar sveitarstjórnir gæti að lagaskyldu sinni til að koma upp notendaráðum fatlaðs fólks í hverju sveitarfélagi. Fjölmörg sveitarfélög hafa nú þegar góða reynslu af slíku fyrirkomulagi sem skilar sér í betri ákvörðunum og betri nýtingu á fjármagni, auk þess sem samfélög sem viðhafa samráð verða betri staðir til að búa á.
Meira

Golf í Skagafirði

Kylfingar taka fram kylfurnar með hækkandi sól. Hlíðarendavöllur heillar á Nöfunum. Þar er gott að vera í góðum félagsskap, njóta náttúrufegurðar, kyrrðar og góðrar íþróttar. Félagar í GSS eru þar á sælureit en gestir eru ávallt velkomnir.
Meira

Kveikjum neistann hjá ólæsri bókaþjóð

Að geta lesið sér til gagns er grunnfærni í lífinu, lykillinn að námi, þekkingarleit og þekkingarþróun hvers einstaklings. Óásættanlegt er að 39% barna eftir 2. bekk grunnskóla í Reykjavík (2019) séu ekki að lesa sér til gagns. Það að við höfum ekki upplýsingar um stöðuna í öðrum sveitarfélögum er einnig óásættanlegt.
Meira

Ívilnanir Menntasjóðs vegna skorts á sérmenntuðu fólki

Víða um land hefur verið erfitt að manna ákveðnar starfsstéttir, starfsstéttir sem nauðsynlegar eru til að halda uppi ákveðinni grunnþjónustu við íbúa samfélagsins. Ákall er víða á landsbyggðinni eftir heilbrigðismenntuðu fólki, læknum og hjúkrunarfræðingum, sérfræðingum í geðheilsuteymin og sem og sérfræðingum á ýmsum sviðum atvinnulífsins.
Meira

Prjónagleðin framundan

Kæru prjónarar, ferðaþjónustuaðilar og hugmyndaríku íbúar á Norðurlandi vestra. Helgina 10. - 12. júní nk. stendur fyrir dyrum viðburður á Blönduósi, haldinn af Textílmiðstöð Íslands sem heitir Prjónagleði. Prjónagleðin er hátíð sem hefur ansi áhugaverðan og litríkan markhóp og má kannski kalla hana uppskeruhátíð prjónanördanna.
Meira

Einn dagur af Sæluviku :: Kristrún Örnólfsdóttir minnist Skagafjarðar – 3. hluti

Kristrún Þórlaug Örnólfsdóttir f. 29.03 1902 d. 16.08 1978 skrifaði eftirfarandi frásögn í „Sóley“, handskrifað blað kvenfélagsins í Súgandafirði: Ég var 2 vetur til heimilis á Sjávarborg í Skagafirði og þar heyrði ég mikið talað um „Sæluviku Skagfirðinga“, sem haldin er í tengslum við sýslunefndarfund. Er þá oft mannmargt á Sauðárkróki og alltaf hægt að velja um skemmtanir, sem eru seinni part dagsins. Það er til dæmis karlakórssöngur, sjónleikur, umræðufundir og alltaf dans á eftir.
Meira

Söðulsessan sem breyttist í mynd og brúðan hennar Sissu :: Pistill Byggðasafns Skagfirðinga

Í sparistofunni í Áshúsinu í Glaumbæ er útsaumuð mynd (BSk 1993:2) með blómamunstri á vegg. Myndin er eftir Kristínu Símonardóttur (1866-1956) frá Brimnesi. Upphaflega var myndin hluti af söðulsessu eins og konur notuðu til að smeygja undir sig í söðulinn, til að mýkja sætið. Kristín gaf hana vinkonu sinni Sigríði Pétursdóttur (1858-1930) í Utanverðunesi, þegar hún gifti sig 1880. Sú umsögn fylgdi myndinni að Kristín hefði byrjað á henni 1876 en það ártal er saumað í myndina. Þá var hún tíu ára gömul. Sagt er að hún hafi klárað verkið á fermingarári sínu. Hún hefur saumað myndina með mislöngu spori.
Meira

Hvað er það versta sem getur gerst? :: Áskorandi Helga Guðrún Hinriksdóttir

Það hefur pottþétt margoft verið skrifað um þetta viðfangsefni. Pottþétt. Og ábyggilega áður hér í Feyki. Ég held samt að það sé ekki hægt að skrifa eða fjalla of oft um þetta. Um hvað þá? Jú, að gera það sem mann langar til. Að fara út fyrir rammann. Takast á við krefjandi verkefni. Njóta.
Meira

Sýndarveruleikinn í Aðalgötunni :: Stóra myndin

Uppbygging atvinnustarfsemi að Aðalgötu 21 í Gránu og aðliggjandi húsum er stórt verkefni, sem Sveitarfélagið Skagafjörður og fyrirtækið Sýndarveruleiki ehf. undir forystu Ingva Jökuls Logasonar réðust sameiginlega í á árunum 2016-2019. Niðurstaðan varð samningur milli þessara aðila um samstarf og fjárfestingar af beggja hálfu. Sveitarfélagið Skagafjörður endurgerði áðurnefnd hús sem voru í niðurníðslu og Sýndarveruleiki ehf. setti á fót á eigin kostnað sýningu í húsinu um Sturlungaöldina þar sem áhersla er á notkun stafrænnar tækni við að miðla sögunni til gesta. Sýningin, sem kallast: 1238, Baráttan um Ísland, opnaði í júní 2019 með viðhöfn.
Meira

Af hverju ByggðaListinn?

ByggðaListinn er listi sem ekki er háður hefðbundinni flokkspólitík og getur því virkjað mannauðinn og skapað hugmyndir með frelsið að leiðarljósi. Á listanum er fólk af öllu hinu pólitíska litrófi sem á það sameiginlegt að brenna fyrir hagsmunum íbúa Skagafjarðar.
Meira