feykir.is
		
				Skagafjörður, Aðsendar greinar	
		
					28.11.2022			
	
		kl. 15.57	
	
	
		Það er sunnudagur 27. nóvember 2022, fyrsti sunnudagur í jólaföstu, er gengið er til Sauðárkrókskirkju í norðan nepju, fimm gráðu hita og rigningu. Það er hátíðisdagur að minnast 130 ára vígslu kirkjunnar 18. desember1892. Þann dag var stórhríð og einn helsti frumkvöðull kirkjubyggingarinnar, Lúðvík Popp kaupmaður, komst ekki til kirkjunnar vegna veðurs þó búið væri að sérsmíða burðargrind fyrir hann, en hann átti skammt ólifað og var með þeim fyrstu sem hlaut legstað í kirkjugarðinum á Móunum vestan Nafabrúnar. Um hundrað gestir sóttu kirkjuna á þessum merku tímamótum og það var hlýlegt andrúmsloft í messunni. Séra Sigríður Gunnarsdóttir þjónaði fyrir altari, séra Halla Rut Stefánsdóttir flutti ritningarorðin.
Meira