Eins og að smala köttum að koma Herramönnum saman
feykir.is
Skagafjörður, Lokað efni
10.05.2025
kl. 15.05
Hljómsveitin Herramenn stefnir á tónleikahald í Ljósheimum nú um miðjan maí. Hljómsveitin er skipuð nokkrum snillingum úr '69 árgangnum á Króknum, byrjaði sem skólasveitin Bad Boys, síðan Metan og loks Herramenn. Menn hafa komið og farið en kjarninn er og hefur alltaf verið þeir Árni Þór Þorbjörnsson á bassa, Birkir Guðmundsson á hljómborð, Karl Jónsson á trommur og Svavar Sigurðsson á gítar. Og punkturinn yfir i-ið er alltaf söngvarinn en þar finnum við fyrir Kristján Gíslason.
Meira