34 laxar úr Blöndu
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
16.06.2014
kl. 12.07
Þann 11. júní voru komnir 34 laxar á land úr ánni Blöndu í Austur-Húnavatnssýslu. Fyrsti laxinn kom a land þann 5. júní eins og greint var frá á Feyki.is. Aðeins Blanda og Norðurá eru komnar á blað yfir veiðitölur á angling.is og hefur Norðurá dálítið forskot, er með 37 veidda laxa.
Veiðitölur á angling.is eru uppfærðar vikulega. Samkvæmt vefnum veiddust alls 2611 laxar í Blöndu í fyrrasumar.