Gjöf til Hafíssetursins

Birgir Guðjónsson læknir hefur gefið Hafíssetrinu á Blönduósi hauskúpur af sauðnauti og bjarndýri að gjöf. Hauskúpurnar eignaðist Birgir þegar hann dvaldi við læknisstörf í Meistaravík á Grænlandi sumarið 1962.

Í fundargerð frá fundi byggðaráðs Blönduósbæjar sem haldinn var miðvikudaginn 25. júní sl., kemur fram að bjarndýrið hafði verið fellt af Inúítum sem komu á hundasleða frá Scorebysundi, en sauðnautskúpan hafi fundist á víðavangi.

Fleiri fréttir