Kristján Eiríksson áttræður og stórvirki um Drangey í prentun

Skagfirðingurinn Kristján Eiríksson fræðimaður fagnar nú á haustmánuðum áttræðisafmæli en hann er fæddur á Fagranesi á Reykjaströnd 19. nóvember 1945. Kristján hefur á langri ævi dregið saman efni til Drangeyjarsögu sem kemur út á komandi vetri.
Drangey var um aldir arðbærasti vinnustaður Skagfirðinga þar sem vor hvert héldu til um 200 manns við fugl- og fiskveiðar af fjöru en eggjatekju í bjargi. Hér er rakin saga eyjarinnar og gerð grein fyrir jarðfræði hennar og náttúru. Meginhluti verks er síðan um þjóðhætti og verkmenningu, sögur úr mannlífi eyjunnar og þýðingu þessa fyrir hið skagfirska efnahagssvæði.
Drangeyjarsaga verður um 500 síður í stóru broti, litprentuð bók og hinn mesti kjörgripur.
hér með gefst áhugasömum kostur á að heiðra afmælisbarnið og koma að kostun verkefnisins með því að skrá sig í heillaóskaskrá fyrir 20 þúsund krónur. Gjald er innheimt við afhendingu bókar.
Hægt er að skrá sig símleiðs við útgefanda í s. 897 3374 (Bjarni) eða með beinni skráningu á veffang https://form.123formbuilder.com/6892562/drangeyjarsaga-eftir-kristjan-eiriksson
Drangeyjarsögu verður best lýst með efnisyfirliti sem er svohljóðandi:
I Lýsing Drangeyjar
a) Jarðfræði og myndun (Höfundur: Árni Hjartarson)
b) Örnefni og landlýsing
II Eignarhald - saga
III Fjárhald og heyskapur í eynn
IV Eggjatekja og fuglveiðar í bjargi og uppi á ey.
a) Eggjatekja
b) Fuglveiðar 1) Speldaveiðar. 2) Veiðar í net. 3) Veiðar í háf.
V Flekaveiðar og fiskveiðar við Drangey
VI Nýting fugls og eggja
VII Mannskaðar, slysfarir og hrakningar
VIII Djarffærni í klettum
IX Mannlíf við Drangey
X Ferðamannastraumur til Drangeyjar á seinni árum
XI Þýðing Drangeyjar fyrir Skagfirðinga og afkomu manna í héraði