Laugardagsdagskrá Húnavöku 2014

Húnavaka 2014 stendur nú yfir á Blönduósi og nóg um að vera alla helgina í tilefni hátíðarinnar, en henni lýkur svo á morgun, sunnudaginn 20. júlí með formlegri opnun Fuglaskoðunarhússins við ósa Blöndu.

Laugardagsdagskrá Húnavöku 2014:

Hestaleigan Galsi, opið alla helgina. Nánari upplýsingar og pantanir í síma: 692-0118.

Frá kl. 09:00  Opna Gámaþjónustumótið í golfi á Vatnahverfisvelli.

10:00-15:00  Flugklúbbur Blönduóss verður með útsýnisflug, 2000 kr. á mann (ekki tekið við greiðslukortum). Pantanir í síma 856-1106.

10:00-17:00  Heimilisiðnaðarsafnið, vakin athygli á sérsýningu sumarsins “Sporin mín” eftir Þórdísi Jónsdóttur.

10:00-20:00  Ljósmyndasýning í íþróttahúsinu (gengið inn um aðaldyr). Áhugaljósmyndararnir Róbert Daníel Jónsson, Daníel Máni Róbertsson, Bjarni Freyr Björnsson, Höskuldur Birkir Erlingsson og Lárus Bjarnason verða með ljósyndasýningu. Sýningin er sölusýning, verður prýdd fjölbreyttum ljósmyndum prentuðum á striga sem þeir félagarnir hafa tekið. Sýningin er opin alla Húnavökuna á opnunartíma Íþróttamiðstövarinnar.

11:00  Söngprufur fyrir Míkróhúninn, flokkarnir eru 10 ára og yngri og 11-16 ára. Skráning á staðnum. Ath. þátttakendur þurfa að koma með undirspil sjálfir.

11:00  Blönduhlaup USAH, forskráning á hlaup.is. Skráning á staðnum á milli kl. 10:00-11:00 í anddyri félagsheimilisins.

11:00-17:00  Laxasetur Íslands, lifandi sýning laxfiska. Mikið af flottu handverki til sölu.

11:00-17:00  Hafíssetrið, sýning um hafís í Hillebrandtshúsinu sem er eitt af elstu timburhúsum landsins.

Frá 11:30  Heimsmeistaramót í Lomber, skráning og aðrar upplýsingar í síma 820-1300 eða gladheimar@simnet.is - Lárus.

13:00-17:00  Textílsetur Íslands/Minjastofa Kvennaskólans, sýning á Minjastofu Kvennaskólans. Vatnsdæla á refli. “Lykkjurnar mínar” eftir Þórdísi Erlu Björnsdóttur. “Smásýning” eftir Jóhönnu E. Pálmadóttur. Gallerý textíllistamanna.

13:00-19:00  Vatnaboltar á skólalóðinni, aðgangseyrir 1000 kr.

13:00-23:00  Laser tag/Paint ball, aðgangseyrir í Paint ball: 4000 kr á mann (innifalið 100 kúlur). Laser tag: 2000 kr á mann (15 mínútúr).

14:00-16:00  Fjör við Félagsheimilið

-Latibær - Íþróttaálfurinn og Solla Stirða

-Lalli töframaður

-Úrslit Blönduhlaupsins

-Míkróhúnninn

-Markaðsstemning, frá kl. 13:00-17:00

-Samfés krakkarnir stíga á stokk

-Anna Sigga tekur nokkur lög

-Kassabílarallý

-Doddi Mix með diskó, frá kl. 16:00 á útisviði

-Hoppukastalar, frítt inn

-Smaladrengirnir taka rúnt og sýna mótorhjólin sín

14:00-17:00  Bókamarkaður í Héraðsbókasafninu.

15:00-17:00  Opið hús í Blönduskóla fyrir þá árganga sem hittast á Húnavöku, hægt verður að ganga um skólann og rifja upp gamlar minningar. Fulltrúar þeirra hópa sem hafa áhuga eru beðnir um að hafa samband við Þórhöllu skólastjóra á netfangið thorhalla@blonduskoli.is.

20:15  Listflug í boði Rafmagnsverkstæðisins Átak, listflugvél mætir á svæðið ef veður leyfir og sýnir listir einhverntímann á milli kl. 20:15-20:30.

20:30-22:00  Kvöldvaka í Fagrahvammi

-Lalli töframaður

-Verðlaun veitt fyrir best skreytta húsið og götuna

-Sigurvegarar í Míkróhúninum taka lagið

-Keppni í reipitogi og sjómann milli "hverfa"

-Varðeldur

-Sönghópurinn Óma Rómar úr "Ísland got talent"

-Stefán Ólafsson stjórnar bakkasöng og fjöldakassagítarleik

-Páll Óskar tekur nokkur lög

23:00-03:00  Diskókóngurinn Páll Óskar í Félagsheimilinu, aðgangseyrir 2500 kr. 18 ára aldurstakmark.

Fleiri fréttir