Enn á ný lengist skólaakstur vegna lélegs ástands Vatnsnesvegar
Íbúar á Vatnsnesi í Húnaþingi vestra eru orðnir langþreyttir á ástandi vegarins um nesið sem hefur margoft ratað í fréttir vegna óboðlegra akstursskilyrða. Nú hefur verið tekin sú ákvörðun að lengja aksturstíma skólabíls á leið fimm og leggur því fyrr af stað. Á heimasíðu Grunnskóla Húnaþings vestra kemur fram að nýja aksturstaflan gildir meðan vegurinn leyfi ekki eðlilegan ökurhraða.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem aksturstíminn er lengdur vegna ástand vegarins en greint hefur verið ítrekað frá slæmum akstursskilyrðum um Vatnsnesið í fjölmiðlum og hafa foreldrar rætt um að senda börn sín ekki í skólann vegna lengri ferðatíma og þeirrar staðreyndar að börnin eiga það til að verða bílveik á holóttum veginum.
Vonandi fer að hilla undir endurbætur á veginum þar sem Vatnsnesvegur er inni á samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar frá því fyrir ári síðan en gert er ráð fyrir þremur milljörðum króna í endurbætur á veginum á þriðja tímabili áætlunarinnar.
