Fréttir

161 nemandi brautskráðist frá FNV í gær

Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra var slitið við hátiðlega athöfn miðvikudaginn 28. maí. Frá skólanum brautskráðust 161 nemandi af öllum brautum skólans. Ingileif Oddsdóttir, skólameistari, og Þorkell V. Þorsteinsson, aðstoðarskólameistari, stýrðu athöfninni. Þau sérstöku tímamót verða við skólann að loknu þessu skólaári að þrír stjórnenda skólans; Ingileif skólameistari, Keli aðstoðarskólameistari og Kristján Bjarni Halldórsson áfangastjóri, láta af störfum.
Meira

Sjómenn til hamingju! | Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Sjómenn Íslands fyrr og nú eiga heiður skilinn fyrir framlag sitt til íslensks samfélags. Það þarf sterk bein til að sækja sjó því það er ekki alltaf logn og blíða og veður geta oft verið válynd og æðruleysi og dugnaður hefur einkennt íslenska sjómannastétt.
Meira

Rannsóknir efldar á vatnasviði Blöndu

Landsvirkjun og Veiðifélag Svartár og Blöndu komust í vetur að samkomulagi um kostun Landsvirkjunar á vöktun seiðastofna í báðum ám. Í frétt Húnahornsins segir að Landsvirkjun muni einnig kosta úttekt Hafrannsóknastofnunar á ástandi laxastofnsins í Blöndu. Þá er fyrirhuguð rannsókn á fiskstofnum í bergvatnsánum uppi á Auðkúluheiði og Eyvindarstaðaheiði sem falla til Blöndulóns.
Meira

Það má ekki gleyma að njóta og hafa gaman

„Ég man að mér fannst þetta smá stressandi og spennandi,“ segir Vigdís Hafliðadóttir þegar Feykir spyr hvað sé eftirminnilegast frá fermingardeginum hennar. „Ég fór auðvitað í greiðslu sem ég myndi ekki hafa í hárinu mínu núna þótt ég fengi borgað fyrir það. Svo fannst mér gaman að allir voru komnir heim til mín til að fagna mér og ég man að ég hafði áhyggjur af því að það kæmi svitablettur í kjólinn minn – gerðist ekki.“
Meira

Farskólinn óskar eftir að ráða verkefnastjóra

Þau leiðu mistök urðu í auglýsingu Farskólans í Sjónhorninu sem kom út í dag að óskað var eftir að ráða skólastjóra til starfa en raunin er að Farskólinn leitast eftir að ráða verkefnastjóra. Í auglýsingunni segir að Farskólinn leitar að öflugum og jákvæðum einstaklingi/einstaklingum til að takast á við lifandi og fjölbreytt starf verkefnastjóra í símenntun. Náin og þétt teymisvinna starfsfólks er ríkjandi í verkefnum Farskólans. Til greina kemur að ráða í fleiri en eina stöðu og starfshlutfall og vinnutími getur verið umsemjanlegur.
Meira

Arney og Lydía hlutu viðurkenningar á Hólum

Síðastliðinn laugardag fór fram reiðsýning brautskráningarnema til BS prófs í reiðmennsku og reiðkennslu við Háskólann á Hólum. Tíu nemendur útskrifast frá skólanum með BS próf í reiðmennsku og reiðkennslu nú í vor. Brautskráning fer fram miðvikudaginn 6.. júní í hátíðarsal skólans.
Meira

Skagstrendingar óttast að hækkun veiðigjalda ýti undir sölu aflaheimilda frá staðnum

Í frétt á vef SSV er sagt frá því að þegar skoðað er hvernig hækkun veiðigjalds gæti hækkað eftir stærð fiskiskipa, í veiðimagni talið, kemur í ljós að hún er hlutfallslega mest hjá þeim smæstu. Það eru þau sem veiða á bilinu 1 til 349 tonn á ári en þetta leiða útreikningar í ljós. Lítill kvóti er eftir til skiptanna á Skagaströnd og Feykir spurði Halldór Gunnar Ólafsson oddvita á Skagaströnd hvort sveitarstjórn hefði áhyggjur af hækkun veiðigjalda í ljósi þessa.
Meira

Emma og Júlía gera gott mót í Sandefjord

Tveir keppendur frá badmintondeild Tindastóls tóku í vikunni þátt í Sandefjord Open mótinu sem fer fram í bænum Sandefjord í Noregi. Keppendur á mótinu eru 360 talsins en mótið stendur yfir í þrjá daga. Systurnar Emma Katrín og Júlía Marín tóku þátt í sex greinum, náðu í eitt gull, eitt silfur og eitt brons.
Meira

Krakkarnir brillera en reiknimeistarar klúðra

Herra Hundfúll fylgdist með keppni í Skólahreysti með öðru auganu nú á laugardaginn. Hann gladdist talsvert yfir gengi skólanna á Norðurlandi vestra. Varmhlíðingar voru sendir upp á svið til að taka við verðlaunum fyrir þriðja sætið en nemendur Grunnskóla Húnaþings vestra enduðu í fjórða sæti en með jafnmörg stig og Varmahlíðarskóli. En svo var farið að reikna ... aftur...
Meira

Allir með

UMSS, Svæðisstöðvar íþróttahéraða og Íþróttasamband fatlaðra (ÍF) boða til vinnustofu fyrir forsjáraðila, íþróttaþjálfara, starfsfólk skóla og áhugafólk um íþróttir. Á vinnustofunni ætlum við að ræða hvernig við getum komið af stað skipulögðum æfingum eða komið fötluðum og þeim sem finna sig ekki í almennum íþróttum betur inn í það íþróttastarf sem er nú þegar í boði í Skagafirði.
Meira