Fréttir

„Við mæðgur erum byrjaðar að grandskoða Pinterest“

María Eymundsdóttir sem býr í Huldulandi í Hegranesi ásamt eiginmanni, fimm börnum, alls konar fuglum, býflugum og öðrum gæludýrum er viðmælandi í handverksþætti Feykis að þessu sinni. María ætlaði sér alltaf að verða handavinnukennari eftir að hún setti arkitektadrauminn á hilluna, enda búin að hafa áhuga á alls konar handavinnu frá blautu barnsbeini. Eftir að María tók óvænt að sér afleysingar í smíðakennslu í nokkrar vikur áttaði hún sig allt í einu á því hvað það er skemmtilegt að kenna smíðar og fór í framhaldi í húsgagnasmíðanám í FNV og er nú smíðakennari í Árskóla.
Meira

Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga | Álfhildur Leifsdóttir skrifar

Mannauður er dýrmætasta auðlind hvers sveitarfélags. Í dreifðari byggðum, þar sem samfélög eru minni og nánari, verður þessi auðlind enn mikilvægari. Hver einstaklingur skiptir enn meira máli og fer með mörg hlutverk, ekki aðeins sem starfsmaður heldur einnig sem virkur þátttakandi í félagslífi, íþróttastarfi og öðrum samfélagsverkefnum.
Meira

Purusteik og tortillahjúpaðar kjúklingalundir | Feykir mælir með.....

Það er komið að því að bjóða upp á tvær uppskriftir sem hægt er að elda í air fryer tryllitækinu sem er komið á annað hvert heimili í dag. Farskólinn hefur verið iðinn við að bjóða upp á námskeið þar sem eldaðir eru gómsætir réttir en það er snillingurinn Ásta Búadóttir sem heldur utan um þau. Þessar uppskriftir eru samt sem áður upp úr þeirri góðu bók Eldað með air fryer og vonandi eru einhverjir sem hafa áhuga á að prufa. 
Meira

Þróttarar úr Vogunum höfðu betur gegn Kormáki/Hvöt

Knattspyrnuliðin hér á Norðurlandi vestra eru komin á fullt í Lengjubikarnum. Þó var frí hjá liðum Tindastóls þessa helgina; stelpurnar eiga leik gegn Val um næstu helgi og leik strákanna sem átti að vera nú um helgina var frestað um viku. Húnvetningar voru aftur á móti í eldlínunni í gær og mættu liði Þróttar úr Vogum í Akraneshöllinni og máttu þola 0-3 tap.
Meira

Pastaréttur og kókóskjúklingur | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl. 43, 2024, var Sigfríður Inga Karlsdóttir, ljósmóðir á Akureyri, en hún er alin upp á Sauðárkróki og hefur enn sterkar tengingar við Krókinn, en faðir hennar, Karl Holm, og tvö systkini, Fanney Ísfold og Guðjón, búa þar.
Meira

Ritz-kex bollur og Taco-baka | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl. 42, 2024, var Ísabella Guðmundsdóttir, dóttir Ernu og Guðmundar í Eyrartúninu á Króknum. Ísabella býr í Kópavoginum en hún ásamt fjölskyldu þurftu að yfirgefa heimilið sitt í Grindavík þann 10. nóvember 2024. Ísabella er gift Jens Valgeiri og eiga þau saman Matthildi Móu og ekki má gleyma loðbarninu, hundinum Öglu.
Meira

Skandall sló í gegn í bleikum glimmerjakkafötum

„Þetta byrjaði sem smá Skandall, vorum smá stressaðar og klúðruðum smá í byrjun. En eftir það náðum við okkur nú aftur á strik og finnst okkur þessi sigur alveg verðskuldaður og sanngjarn!“ segir Sóley Sif Jónsdóttir létt í samtali við Feyki en hljómsveitin Skandall, sem er skipuð fimm stúlkum, bar sigur úr býtum í Söngkeppni MA nú á miðvikudagskvöldið. Stelpurnar einhentu sér í Plug In Baby sem Muse töfruðu fram fyrir aldarfjórðungi. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir Skagstrendinginn Sóleyju Sif Jónsdóttur, sem sá um trommuleik og söng ásamt Ingu Rós.
Meira

Vísnakvöld í Kakalaskála

Laugardaginn 22. febrúar mun hópur hagyrðinga og vísnamanna úr Húnavatnssýslum, Skagafirði og Eyjafirði leiða saman hesta sína í Kakalaskála í Kringlumýri í Skagafirði. Farið verður með ljóð og vísur, nýjar og gamlar, og ekki ólíklegt að einhverjar verði til á staðnum. Þessu má enginn vísnavinur missa af.
Meira

Skrímslahraðinn æfður fyrir Gettu betur

Spurningakeppni framhaldsskólanna er á fullu þessa dagana og átta liða úrslit hálfnuð í Sjónvarpinu. Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra hafði ekki erindi sem erfiði í vetur, féll úr leik í fyrstu umferð. Það er þó í það minnsta einn fulltrúi Norðurlands vestra sem heldur heiðri norðvestlenskra ungspekinga á lofti en það er Sólveig Erla Baldvinsdóttir frá Tjörn í Húnabyggð (áður Skagabyggð) en hún er í Gettu betur-liði Menntaskólans á Akureyri.
Meira

Þriggja rétta máltíð að hætti Önnu Jónu | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl. 40, 2024, var engin önnur en Anna Jóna Guðmundsdóttir sem flutti til Vestmannaeyja sl. haust til unnusta síns. Eftir 17 ára starf við skólastjórnun ákvað hún að fara inn á deild og starfa sem deildarstjóri inni á gólfi með börnunum. Anna Jóna segir að hún eigi margar góðar minningar úr skólastjórastarfinu, ekki síst frá þeim níu árum sem hún starfaði í Ársölum á Króknum.
Meira