Kaupfélagsmaður í 85 ár
feykir.is
Skagafjörður, Mannlíf
28.10.2024
kl. 16.10
Á dögunum kom Aðalsteinn J. Maríusson færandi hendi á skrifstofu Kaupfélags Skagfirðinga. Eins og þekkt er er Aðalsteinn mikill hagleiksmaður og er m.a. þekktur fyrir afar fallega steinsmíði. Með heimsókn þessari vildi hann einmitt færa kaupfélaginu fallega skorinn og áletraðan jaspis stein. Steinn þessi er upprunninn hér í Skagafirði, en eins og alkunna er þá gefa steinasafnarar ekki upp nákvæma staðsetningu á svona fundi.
Meira