Fréttir

Benni Gumm kveður Stólana eftir eitt ár í brúnni

Í tilkynningu frá körfunknattleiksdeild Tindastóls nú í kvöld segir að deiildin hafi komist að samkomulagi við Benedikt Guðmundsson um að hann haldi ekki áfram þjálfun meistaraflokks karla hjá félaginu. „Stjórn Körfuknattleiksdeildar Tindastóls þakkar Benedikt fyrir hans störf og framlag til skagfirska körfuboltasamfélagsins og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni,“
Meira

„Það er gaman að takast á við eitthvað nýtt og spennandi“

„Sko, það er smá saga að segja frá því. Ég er búinn að vera með Norðurslóðablæti frá því ég var púki vestur á Fjörðum og heyrði í veðurfréttum veðurskeyti frá Narsarsuaq á Grænlandi og fannst eins og það hlyti að vera draumastaður. Sem reyndist svo ekki vera, hef komið þar nokkrum sinnum,“ segir Magnús Hinriksson sem svona hversdags er starfsmaður Skagafjarðarveitna en leiðsögu- og ævintýramaður þegar færi gefst. Feykir hnusaði örlítið á Facebook og sá myndskeyti frá Magga nú nýlega þar sem hann var staddur í nágrenni við ísbirni á Svalbarða. Það var því bara eðlilegt að spyrja kappann hvað hann sé eiginlega að pæla og hvernig standi á þessu brölti í nágrenni Norðurpólsins.
Meira

Viðburðasumarið hafið á Norðurlandi vestra

Það er útlit fyrir viðburðaríkt sumar á Norðurlandi vestra í sumar og má segja að viðburðasumarið hafi hafist nú um helgina. Á Blönduósi er Prjónagleðin að rokka og víða er sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur en þó óvíða að jafn miklum myndarskap og á Skagaströnd Á viðburða- og dagskrársíðu Feykis má sjá að undibúningur er kominn á fullt fyrir hátíðahöld sumarsins
Meira

Gul veðurviðvörun á fyrsta degi júnímánaðar

Það hefur varla verið neitt tilefni til að stunda þjóðaríþróttina að kvarta undan veðrinu síðustu vikurnar. Það er jafnvel hætt við því að fólk sé alveg komið úr æfingu en þeir sem hafa saknað þessarar iðju þurfa ekki að örvænta því í næstu viku er allt útlit fyrir að fólk geti rifjað upp gamla takta. Annað kvöld snýst í norðanátt og þegar líður á mánudaginn kólnar verulega, hiti nálgast frostmark og gera má ráð fyrir slyddu eða jafnvel snjókomu.
Meira

Minnstu bæjarfélögin hrópa út í tómið | Ólafur Adolfsson skrifar

„Hækkunin sem fylgir þessari skattlagningu er of mikil til að þessi minnstu fyrirtæki geti rekið sig réttum megin við núllið. Það er mat Óðins að þessi fyrirtæki, sem hafa fjölda manns í vinnu, fari að hverfa eitt af öðru um mitt næsta ár. Ríkisstjórnin reyndi í uppfærslu á frumvarpinu að koma til móts við minni útgerðir en samt sem áður er staðan svona. Þetta sýnir bara hversu hroðvirknislega þetta var unnið frá upphafi,“ segir Ólafur Adolfsson í aðsendri grein.
Meira

Iðnmenntun í uppnámi

Morgunblaðið birti þann 29.5 umfjöllun um húsnæðismál verknámsdeildar FNV. Undir fyrirsögninni: Verknámshúsið löngu sprungið. Þar er vitnað til skólaslitaræðu fráfarandi skólameistara, Ingileifar Oddsdóttur:
Meira

Húnabyggð ein fjögurra sem hlaut styrk

Á vef Innviðaráðuneytisins kemur fram að styrkbeiðni Húnabyggðar um styrk til að þróa og efla almenningssamgöngur innan sveitarfélagsins með áherslu á samgöngur fyrir börn og ungmenni hafi verið ein fjögurra sem hlutu styrk Innviðaráðuneytisins vegna aðgerðar A.10 á byggðaáætlun, Almenningssamgöngur milli byggða.
Meira

Gleðilega hátíð sjómenn

Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur um komandi helgi og hófust hátíðarhöld á Skagaströnd með golfmóti á Skagastörnd í gær fimmtudag. Íbúar Skagastrandar hafa einnig verið hvattir til þess að skreyta húsin sín og verða vegleg verðlaun fyrir best skreytta húsið. Frábær dagskrá verður síðan alla helgina en hátíðin heitir því fallega og viðeigandi nafni Hetjur hafsins. Meðal þess sem í boði verður eru,  BMX brós, VÆB bræður, vatnsfótbolti, skrúðganga, skemmtun á bryggjunni, tónlistarbingó og dansleikur með hljómsveitunum Skandal og Steinliggur svo það er óhætt að segja að það verður margra daga sjómannadagsstuð á Skagaströnd alla helgina. 
Meira

Myndasyrpa frá brautskráningu FNV

Það var hinn merkilegasti brautskrárningardagur við Fjölbrautaskola Norðurlands vestra í gær eins og sagt var frá hér á Feykir.is í dag. Að venju var viðburðurinn myndaður í bak og fyrir, þrír ljósmyndarar mættir á svæðið og um 1800 myndir sem þarf að rúlla í gegnum. Hér má finna smá bragð af deginum í snefilmagni.
Meira

Rekstur Húnabyggðar skilaði 210 milljóna afgangi

Rekstur Húnabyggðar gekk vonum framar á síðasta ári og samkvæmt ársreikningi 2024 varð rekstrarniðurstaðan jákvæð um rúmlega 210 milljónir króna. Eigið fé í lok árs 2024 nam 1,5 milljarði. Í frétt á Húnahorninu segir að rekstrartekjur sveitarfélagsins í fyrra námu rúmum 2,9 milljörðum og þar af voru skatttekjur tæpir 1,3 milljarðar. Rekstrargjöld námu um 2,4 milljörðum og þar af voru laun og launatengd gjöld um 1,4 milljarður. Afskriftir námu 149 milljónum og fjármagnsgjöld tæpum 180 milljónum. Niðurstaðan er 184 milljónum betri en áætlun gerði ráð fyrir.
Meira