Stólarnir stoppuðu Stjörnumenn
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Lokað efni
03.11.2024
kl. 23.58
Það var toppleikur í Bónus deild karla í kvöld þegar lið Tindastóls og Stjörnunnar mættust í Síkinu. Toppleikurinn stóð undir nafni, bæði lið spiluðum af mikilli orku og leikmenn lögðu sig alla fram. Útkoman var eftir því, leikurinn æsispennandi fram á lokasekúndurnar, hraðinn mikill í fyrri hálfleik en heldur hægðist á liðunum í þeim seinni. Að sjálfsögðu kætti það kappsama stuðningsmenn Srólanna, sem voru um 500 talsins, að sigurinn lenti hjá heimamönnum. Lokatölur 92-87.
Meira