Fréttir

Sala ólöglegra fæðubótarefna kærð til lögreglu

Matvælastofnun hefur, í samvinnu við Lyfjastofnun, kært vef með íslensku léni til lögreglu og farið fram á að honum verði lokað. Einnig varar Matvælastofnun við viðskiptum við vefinn www.roidstop.is og neyslu fæðubótarefna og lyfja sem vefurinn segist selja.
Meira

Gunnar Þór og Sara sæmd starfsmerki UMFÍ

Gunnar Þór Gestsson og Sara Gísladóttir voru sæmd starfsmerki UMFÍ á ársþingi Ungmennasambands Skagafjarðar (UMSS) sem haldið var í síðustu viku. Gunnar Þór hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum í gegnum tíðina, verið formaður U.M.F.Tindastóls og um þessar mundir situr hann bæði í stjórn UMSS og UMFÍ. Sara hefur verið í stjórn og síðustu ár formaður Ungmenna- og íþróttafélagsins Smára í Varmahlíð og einnig verið afar virk í félagsmálum fyrir Hestamannafélagið Skagfirðing.
Meira

Braut 112 á Tjörn á Skaga rauf 100 tonna múrinn

Afrekskýrin Braut 112 á Tjörn á Skaga hefur rofið 100 tonna múrinn í æviafurðum en í lok febrúar hafði hún mjólkað 99.821 kg mjólkur yfir ævina en hún var í 16,1 kg dagsnyt þann 25. febrúar. Á heimasíðu Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins segir að því megi ætla að hún hafi mjólkað sínu 100 þús. kg mjólkur þann 12. mars eða þar um bil.
Meira

Stólarnir komnir með Þórsliðið upp að vegg

Lið Tindastóls og Þórs mættust í Þorlákshöfn í kvöld í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Dominos-deildarinnar. Reiknað var með hörkuleik en það voru mestmegnis leikmenn Tindastóls sem gáfu heimamönnum hörkuleik og unnu frábæran fjórtán stiga sigur og náðu því 2-0 forystu í einvígi liðanna. Lokatölur voru 73-87 og spennt Síkið bíður liðanna á fimmtudagskvöldið.
Meira

Flottur árangur í Skólahreysti

Lið Grunnskóla Húnaþings vestra vann sigur í Vesturlandsriðli Skólahreysti sl. fimmtudag. Sigur liðsins var nokkuð öruggur en það hlaut 51 stig en sá skóli sem næstur kom, Grundaskóli, var með 43,5 stig. Þetta er annað árið í röð sem skólinn vinnur sinn riðil í keppninni og verður það að teljast frábær árangur. Mun liðið keppa i lokakeppni Skólahreysti sem haldin verður þann 8. maí.
Meira

Héraðsþing USVH haldið í 78. sinn

78. Héraðsþing USVH var haldið sl. miðvikudag, þann 20. mars, í Félagsheimilinu á Hvammstanga og sá Ungmennafélagið Kormákur um framkvæmd þingsins að þessu sinni. Á þingið mættu 27 aðilar frá öllum aðildarfélögum.
Meira

Húnaþing vestra og Skagafjörður hlutu styrki til ljósleiðaravæðingar í dreifbýli

Sl. föstudag skrifuðu Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Páll Jóhann Pálsson, formaður fjarskiptasjóðs, og forsvarsmenn sveitarfélaga undir samninga um samvinnustyrki frá fjarskiptasjóði og byggðastyrki frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu til ljósleiðaravæðingar sveitarfélaga í tengslum við landsátakið Ísland ljóstengt. Að þessu sinni áttu fjórtán sveitarfélög kost á byggðastyrk á grundvelli byggðaáætlunar og 22 sveitarfélög á samvinnustyrk. Af þeim eru tvö á Norðurlandi vestra, Húnaþing vestra sem á kost á 58,4 milljónum króna í samvinnustyrk og 10 milljónum í byggðastyrk og Sveitarfélagið Skagafjörður en það á kost á 70,8 milljónum í samvinnustyrk og 10 milljónum í byggðastyrk.
Meira

Mislingabólusetning fyrir forgangshópa

Heilsugæsla HSN í Skagafirði mun í samræmi við ráðleggingar sóttvarnarlæknis bjóða forgangshópum upp á bólusetningu gegn mislingum og er þeim sem eftir því óska bent á að panta tíma sem fyrst á heilsugæslustöð.
Meira

Vandi vegna skyndilána eykst, nauðsynlegt að grípa til aðgerða

Umsækjendur sem óskuðu aðstoðar Umboðsmanns skuldara (UMS) vegna fjárhagsvanda fjölgaði um 6,5% á árinu 2018 miðað við árið á undan. Alls bárust 1.397 umsóknir til embættisins 2018 á móti 1.311 umsóknum árið 2017. Mest fjölgaði umsækjendum sem voru á aldrinum 18-29 ára eða úr 23% árið 2017 í 27,3% árið 2018.
Meira

Náttúrustemning úr Skagafirði - Myndir

Feyki bárust nokkrar skemmtilegar stemningsmyndir úr Skagafirði frá Jóni Herði Elíassyni á Sauðárkróki. Minna þær okkur á að stutt er til vorsins með birtu og yl.
Meira