Fréttir

LH lýsir yfir vonbrigðum með að þrefaldur heimsmeistari hafi ekki verið tilnefndur til íþróttamanns ársins

Stjórn Landssambands hestamannafélaga sendi frá sér yfirlýsingu fyrr í dag þar sem lýst er yfir óánægju með tilnefningar Samtaka íþróttafréttamanna til íþróttamanns ársins. Finnst stjórninni jólakveðjur Samtaka íþróttafréttamanna til hestamanna heldur kaldar þar sem gengið er freklega fram hjá þreföldum heimsmeistara í hestaíþróttum, Skagfirðingnum Jóhanni Rúnari Skúlasyni, sem ætti að vera þess umkominn að komast á lista þeirra 10 íþróttamanna sem tilnefndir eru til íþróttamanns ársins, og tilkynnt var í morgun.
Meira

Fyrsta í búð Bústaðar hses. afhent

Leigufélagið Bústaður hses. afhenti nýlega fyrstu íbúðina að Lindarvegi 5a á Hvammstanga. Leigufélagið Bústaður hses., sem starfar samkvæmt lögum um almennar íbúðir, auglýsti sex íbúðir að Lindarvegi 5a til leigu í nóvember. Alls bárust sextán umsóknir og hefur öllum íbúðunum verið úthlutað, fyrsta íbúðin var afhent á föstudaginn og verða hinar fimm afhentar hver af annarri frá miðjum janúar.
Meira

Hugarró milli jóla og nýárs

Þann 27. desember ætla vinkonur að koma saman, annars vegar í Sauðárkrókskirkju kl.16:30 og síðan í Blönduóskirkju kl. 20, og flytja tónlist og talað mál eftir konur eða sem hefur verið samin til kvenna. Vinkonurnar sem um ræðir eru á öllum aldri og eiga tengingu við Norðurland vestra og flestar búa þær í Skagafirði. „Hugljúf stund í skammdeginu og góð leið til að slaka á um jólin,“ segir í tilkynningu.
Meira

Nýir áhorfendapallar í Félagsheimilið á Hvammstanga

Síðastliðinn föstudag skrifuðu Félagsheimilið Hvammstanga og Leikflokkur Húnaþings vestra undir nýjan samning þegar fjárfest var í áhorfendapöllum fyrir félagsheimilið. Pallarnir eru þegar komnir í notkun en þeir voru vígðir á lokasýningu leikflokksins á Skógarlífi á föstudaginn. Sagt er frá þessu á Facebooksíðunni Leikflokkur Húnaþings vestra.
Meira

Upprifjun á tveggja vikna hjálparstarfi Björgunarfélagsins Blöndu

Björgunarsveitir á Norðurlandi höfðu í mörg horn að líta meðan veðrið vonda geystist yfir landið á dögunum, eins og komið hefur fram í fréttum. Á Facbook-síðu Björgunarfélagsins Blöndu á Blönduósi hefur verið birt upplýsandi upprifjun á því sem á daga sjálfboðaliða þess hefur drifið síðastliðinn hálfan mánuð, og ætti að minna fólk á hve gott starf er innt af hendi af þessum hjálparsveitum okkar.
Meira

Öxnadalsheiði opnuð í kvöld

Öxnadalsheiði var opnuð á ný í kvöld eftir að hafa verið lokuð vegna veðurs í langan tíma. Róbert Daníel Jónsson, á Blönduósi, tók meðfylgjandi myndir er hann beið í um 40 mínútur í ansi langri biðröð er vegurinn yfir Öxnadalsheiði var við það að opna. Veginum hafði verið lokað á fimmta tímanum í fyrrinótt vegna veðurs og snjóþunga en opnaði síðan um kl. 21:00 í kvöld.
Meira

Um 20 milljónir til hinna ýmsu verkefna í ár

Úthlutun úr Menningarsjóði KS fór fram í Kjarnanum á Sauðárkróki föstudaginn 20. desember sl. og veitt til hinna ýmsu verkefna, flest skagfirskum en húnvetnsk voru einnig þar á meðal. „Ég vil þakka ykkur fyrir að líta til vesturs,“ sagði Elín S. Sigurðardóttir, forstöðumaður Heimilisiðnaðarsafnsins á Blönduósi í þakkarávarpi sínu. Menningarsjóðurinn hefur í gegnum tíðina verið með tvær úthlutanir á ári, annars vegar að vori og hins vegar um jól og er heildarupphæð styrkja nú um 20 milljónir.
Meira

Um dans, skemmtanir og annan ólifnað á jólum - Inga Katrín D. Magnúsdóttir skrifar.

Jólin eru í hugum margra tími gleði og samverustunda. Það er þó misjafnt hversu taumlaus gleðin hefur mátt vera í gegnum aldirnar. Margir af eldri kynslóðunum slá enn í dag varnagla við „óviðeigandi“ spilum og leikjum á aðfangadagskvöld og jóladag. Mun það vera arfur frá 17. og 18. öld, þegar kirkja og konungsvald leituðust við að koma böndum á skemmtanir sem ekki áttu tilvist sína í ritningunni, þá sérstaklega á hátíðisdögum.
Meira

Milljörðum varið til að lækka greiðsluþátttöku sjúklinga

Frá því er sagt á heimasíðu heilbrigðisráðuneytisins að komugjöld í heilsugæslu verði felld niður í áföngum, niðurgreiðslur sjúkratrygginga fyrir tannlæknisþjónustu og lyf verða auknar og sömuleiðis vegna tiltekinna hjálpartækja og reglur um ferðakostnað verða rýmkaðar. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur kynnt áform um ráðstöfun 1,1 milljarðs króna á næstu tveimur árum til að lækka greiðsluþátttöku sjúklinga. Hluti aðgerðanna kemur til framkvæmda 1. janúar næstkomandi en í fjármálaáætlun stjórnvalda eru 3,5 milljarðar króna ætlaðir til að draga úr kostnaði sjúklinga vegna heilbrigðisþjónustu til ársins 2024.
Meira

Stjórn SSNV sendir frá sér yfirlýsingu vegna óveðursins

Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar óveðursins sem gekk yfir norðanvert landið og víðar í síðustu viku. Í yfirlýsingunni er lýst yfir stuðningi við bókanir sveitarfélaganna á svæðinu í tengslum við óveðrið og afleiðingar þess og ítrekað að ástand það sem skapaðist sé óviðunandi og nauðsynlegt að tryggja að slíkt endurtaki sig ekki.
Meira